Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 20
ERLENT ins. í byrjun þessa árs tók flokkurinn loks af skarið með miklu plaggi sem kallað er Réttindaskrá og markar stefnu hans í þessu máli. í henni eru „lagðar til róttæk- ustu stjórnarskrárbreytingar í Bretlandi á þessari öld“ að sögn Roy Hattersleys, varaformanns flokksins og hefur flokkur- inn heitið því að koma þeim í lög þegar hann nær völdum. Flokkurinn féllst ekki á þá hugmynd að lögleiða bæri sérstaka stjórnarskrá eins og margir vilja heldur ætlar hann sér að koma breytingum á með fimm eða sex lögum. Ástæðuna til þessa sagði Roy Hattersley vera þá að miklu „árangursríkara, jákvæðara og varan- legra“ sé að setja sérstök og ítarleg lög um afmörkuð réttindi heldur en almenna mannréttindayfirlýsingu sem sé svo undir dómstólunum að túlka en viðhorf þeirra til þessara mála eru í besta falli óútreikn- anleg.“ Verkamannaflokkurinn heldur því fram að Réttindaskráin muni veita bresk- um þegnum meiri réttindi en annars stað- ar þekkist í Evrópu. Auk réttinda sem eiga að tryggja frelsi einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu eru nýmæli svo sem atvinnu- réttindi og jafnrétti kynþátta og kynja. Einnig er sú athyglisverða nýjung að lög- helga beri rétt borgaranna til að fá aðgang að upplýsingum ríkisstofnana, hvort sem þær heyra undir sveitarstjórnir eða ríkis- stjórn. Gengið er út frá því að aðgangur að upplýsingum sé frjáls en ef opinber stofn- un neitar að láta þær af hendi hefur um- sækjandinn að mánuði liðnum rétt til að fara með málið til úrskurðar sérstaks dóm- stóls. Þarf opinberi aðilinn að sýna fram á réttmæti þess að leyna upplýsingum en ekki öfugt, að umsækjandi sýni fram á nauðsyn þess að fá í hendur upplýsingar- nar. Mikilvægar undantekningar eru á þess- ari upplýsingaskyldu stjórnvalda, einkum þær sem lúta að varnar- og öryggis- hagsmunum ríkisins og samskiptum við önnur ríki. Einkafyrirtækjum ber að veita starfsfólki allar upplýsingar er varða heilsu og öryggi á vinnustað. Til að tryggja friðhelgi einkalífs verða reglur hertar um njósnir hins opinbera um einstaklinga og aðgangur að skrám um heilsufar, atvinnu og menntun einstaklinga takmarkaður. Leyniþjónustan verður sett undir beint eftirlit þingsins og undirróðurstarfsemi og brot á öryggishagsmunum ríkisins verða ekki skilgreind á eins víðtækan hátt og nú er gert. STEFNUSKRÁ CHARTER 88 Viö förum fram á nýtt stjórnar- skrárfyrirkomulag sem: 1. Lögleiðir borgaraleg réttindi í mannréttindaskrá, þ.á.m. fundafrelsi, félagafrelsi, bann við misrétti, persónufrelsi, friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi. 2. Lögbindur framkvæmda- valdiö og einkaréttindi (prerogatives) þess. 3. Kemur á upplýsingaskyldu stjórnvalda og stuðlar að því að stjórnvöld starfi fyrir opnum tjöldum. 4. Kemur á réttlátu kosningakerfi sem byggir á hlutfallsreglu. 5. Kemur á umbótum á efri deild þingsins sem fela í sér lýðræðislega skipun þess og afnám erfðaréttinda. 6. Setur framkvæmdavaldið undir stjórnvald lýðræðislega skipaðs þings og lætur allar stofnanir ríkisins lúta lögum. 7. Tryggir sjálfstæði dómsvaldsins sem skal endurbætt. 8. Skipar fyrir um bætur að lögum ef ríkið og æðri sem lægri embættismenn þess misbeita valdi sínu. 9. Tryggir valddreifingu milli æðri stjórnvalda og sveitarstjórna. 10. Setur landsmönnum skráða stjórnarskrá er byggir á hugmyndinni um almennan ríkisborgararétt og hefur að geyma allar þessar umbætur. 0 Bæði Charter 88 og Réttindaskrá Verkamannaflokksins fjalla ítarlega um réttindi en ekkert um skyldur ríkis- borgaranna. Þar hafa hægrimenn í stjórn- málunum lagt mest til málanna. Árið 1988 fóru íhaldsmenn að breiða út hugmyndina um „hinn virka þegn“. Þegnskap fylgja ekki aðeins réttindi heldur einnig skyldur segir Douglas Hurd, núverandi utanríkis- ráðherra sem „furðaði sig á þeirri hug- Douglas Hurd, utanríkisráðherra. mynd sósíalista að það sé dyggðugra að sitja með hendur í skauti og láta skatt- leggja sig en að vinna hörðum höndum fyrir sjálfan sig og nágranna sína“. Þegn- arnir eru virkir þegar þeir taka ábyrgð á sjálfum sér og reiða sig ekki á ríkið, annast aldraða foreldra og taka þátt í góðgerðar- starfsemi. Á hinn bóginn lætur hinn óvirki þegn sér lynda að borga háa skatta , afsalar sér persónulegri ábyrgð og lætur ríkið um hina virku þætti samfélagsins. „Almannaheill", sagði Hurd, verður best stuðlað að með „félagsmálastefnu sem byggir á hugmyndinni um hinn virka og ábyrga þegn og samræmist efnahagsstefnu hins frjálsa markaðskerfis". Aðdragandi þess að íhaldsmenn fóru að gefa þegnskap meiri gaum var vaxandi gagnrýni á flokkinn fyrir að fylgja harð- neskjulegri einstaklingshyggju. Fjárlögin 1988 þóttu taka af allan vafa um þetta, einkum lækkun tekjuskatts sem kom efnafólki langmest til góða. Stjórnin hvatti hina ríku til að gefa af auknum tekjum sínum til góðgerðarstarfsemi og töldu íhaldsmenn þetta sýna að þeir væru ekki óhamdir einstaklingshyggjumenn, sundr- ungarafl í samfélaginu. Þeir væru fylgj- andi félagslegri ábyrgð en hún yrði að vera sjálfsprottin. Fylgismenn Charter 88 voru ekki hrifn- 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.