Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 26

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 26
26 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Þ ingflokkar Sjálfstæðis­ flokks og Framsóknar­ flokks boðuðu nokkuð óvænt til þingflokks­ funda eftir hádegi föstudaginn 21. febrúar um að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka. Tillagan var samþykkt með yfir gnæfandi meirihluta í báðum þingflokkum. Það var utanríkis­ ráðherra að leggja hana fram. Þegar boðað var að tillagan yrði tekin fyrir á Alþingi mánudaginn 24. febrúar söfnuðust um fjögur þúsund manns fyrir utan þing­ húsið til að mótmæla tillögunni. Þingforseti tók hana svo af dagskrá þennan dag eftir fund með þingflokksformönnum en formenn stjórnarandstöðunnar lýstu sérstakri óánægju með að tillagan yrði rædd þennan dag og töldu að keyra ætti hana í gegnum þingið með látum og án umræðu. Áfram­ haldandi umræður um skýrslu Hagfræðistofnunar Íslands um stöðu aðildarviðræðnanna við ESB stóðu þess í stað langt fram á nótt í þinginu. Þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefur verið mjög heitt í hamsi í umræðum um skýrslu Hag fræði stofnunar um stöðu aðildarviðræðnanna og hefur orðbragð margra þeirra verið miður fallegt. VIÐBRÖGÐ SAMTAKA ATVINNU LÍFSINS: Forráðamenn ýmissa samtaka í atvinnulífinu hafa mótmælt því að ríkisstjórnin afturkalli aðildarumsóknina að Evrópu­ sambandinu. Þeir sögðu til að mynda í samtali við RÚV að það væri misráðið af stjórnvöldum að ætla að draga umsóknina til baka – og lögðu þeir áher­ slu á að frekar ætti að ljúka samningaviðræðum við ESB. „Vonbrigði“ var orðið sem flestir þeirra notuðu. Hreggviður Jónsson, formað ur Viðskiptaráðs, sagði til dæmis við RÚV: „Við spyrj um þá bara á móti, ef þessi ákvörðun verður tekin, hvaða kosti ríkisstjórnin ætli að bjóða atvinnulífinu upp á varðandi peningamálastefnu og gjald miðils mál og annað. Ég held að þetta geti þýtt að við náum ekki því út úr íslensku atvinnulífi sem við gætum ella.“ Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sagði við RÚV að Samtök atvinnulífsins og aðilar vinnumarkaðarins hefðu talað mjög skýrt í þessu máli um að það ætti að klára þetta aðildarferli og leyfa þjóðinni Um fjögur þúsund manns mótmæltu afturköllun ESB­umsóknar við alþingishúsið þegar taka átti fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. fréttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.