Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 146
146 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Þ
etta er skemmtileg
asta og mest gefandi
starf sem ég hef
verið í til þessa,“ seg
ir Þórunn Pálsdóttir
sem hóf störf sem sölufulltrúi hjá
Remax Lind í fyrra. „Starfsmenn
eru um tuttugu og er líf og fjör í
vinnunni. Andinn er gríðarlega
góður og góð stemning.
Það er eitthvað við fasteigna
bransann sem hefur alltaf
kveikt í mér. Ég var í fimmtán
ár fjármálastjóri hjá Ístaki og sá
um fasteignamálin. Ég seldi þá
fjölda eigna sjálf og í samvinnu
við fasteignasala og var í fast
eignaþróunarverkefnum. Það er
góð tilfinning að finnast allt sem
ég hef verið að gera í námi og
starfi til þessa vera undirbúning
ur fyrir að verða framúrskarandi í
þessu nýja starfi; fyrst byggingar
verkfræðinám við Háskóla Ís
lands og síðan MBAnám í San
Francisco. Löggildingar nám
í verðbréfamiðlun og reynsla
úr einkabankaþjónustu og
lánaeftirliti í Íslandsbanka er líka
mjög dýrmæt. Ég ákvað að fara
strax í haust í löggild ingarnám
í fasteignasölu og verð hálfnuð
með það í vor. Það er mjög
praktískt og skemmtilegt. Það
nýtist manni samdægurs í
vinnunni og ég vil kunna þetta
upp á tíu til að geta veitt sem
allra besta þjónustu. Það er
einstaklega mikilvægt að vanda
til verka í fasteignasölu en oftast
er verið að höndla með aleigu
fólks og þetta er eitt af stóru
augnablikunum í lífinu.“
Varðandi fyrri störf þá starfaði
Þórunn í eitt ár sem sérfræðing
ur hjá lánaeftirliti Íslandsbanka,
hún var viðskiptastjóri í einka
bankaþjónustu bankans í fimm
ár og hún vann í fimmtán ár
sem fjármálastjóri og yfirmaður
fasteigna hjá Ístaki.
Hún situr í nokkrum stjórnum
og segir að það sé gaman að
geta miðlað af reynslunni úr
rekstri og atvinnulífinu með
þeim hætti og haldið sér við á
sama tíma.
Hún er í stjórn Íþrótta og
sýningarhallarinnar hf. sem
rekur Laugardalshöll og hún
er í varastjórn Framtakssjóðs
Íslands slhf. og í varastjórn
Trygg ingamiðstöðvarinnar.
Þórunn á þrjú börn með fyrr
verandi eiginmanni sínum.
Hvað með áhugamálin: Jú,
þau eru líkamsrækt, skíði, golf,
ferðalög, dans og söngur.
„Ég hef alltaf verið svolítil
íþróttamanneskja. Ég var í
hand bolta og fimleikum í gamla
daga og í samkvæmisdönsum
í Dansskóla Heiðars Ástvalds
sonar fram að tvítugu og seinna
í nokkur ár hjá Auði Haralds.
Svo byrjaði ég fyrir um fjórum
árum í zumba og dansfitness
sem mér finnst vera mjög
skemmtilegt. Ég mæti allavega
tvisvar í viku í dansfitness
í Hreyfi ngu og svo lyfti ég í
World Class þegar ég má vera
að. Svo finnst mér ofsalega
gaman að fara á skíði og reyni
að komast árlega í Alpana auk
þess sem mér finnst líka gaman
að fara á skíði á Akureyri. Svo
byrjaði ég aðeins í golfi fyrir
nokkrum árum en hef ekki náð
að festa rætur í því ennþá en
ég geri það kannski þegar ég
verð eldri.“
Þórunn fór til Danmerkur í
sumar fríinu í fyrra. „Ég fædd
ist í Danmörku og bjó þar þar
til ég var þriggja ára og ég
var í miklum samskiptum við
Dani þegar ég vann hjá Ístaki.
Danmörk á alltaf svolítið stóran
hlut í mér og ef ég hef ekki farið
mjög lengi til Köben er eins
og það vanti eitthvað. Það eru
ein hverjar rætur þar. Spurning
hvort ég fer til Köb en í sumar.
Eða eitthvað allt annað.“
Þórunn Pálsdóttir
– sölufulltrúi hjá Remax
„Ég hef alltaf verið svolítil íþróttamanneskja. Ég var í hand bolta og fimleikum í gamla daga
og í samkvæmisdönsum í Dansskóla Heiðars Ástvalds sonar fram að tvítugu.“
Nafn: Þórunn Pálsdóttir
Fæðingarstaður: Kaupmannahöfn,
6. október 1965.
Foreldrar: Sigríður Gísladóttir og
Páll Sigurjónsson.
Börn: Jóhanna Edwald, 22 ára, Páll
Edwald, 17 ára, og Erling Edwald,
átta ára.
Menntun: Löggildingarpróf í verð
bréfaviðskiptum frá HR, MBA frá
University of San Francisco og próf í
byggingarverkfræði frá HÍ.
TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson
fólk
frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02