Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 51
hagvaxtar og velmegunar ef ekki þess að
byggð haldist í landinu til framtíðar. Aug
ljóslega er þetta fjarri lagi. Það nægir að bera
saman stöðuna á Íslandi og í Evrópu þar
sem hagvöxtur er miklu minni og útlit fyrir
langtímastöðnun, atvinnuleysi er í hæstu
hæðum, atvinnuþátttaka er mun minni en
hér og velferðarkerfið illa fjár magn að.
Aðildarviðræðurnar hafa óneitanlega
tengst gjaldmiðilsmálunum og í leiðara
eins blaðanna var krónunni líkt við
fílinn í stofunni sem stjórnvöld neituðu
að sjá. Hvað segirðu um þá líkingu?
Krónan hefur átt stóran þátt í að koma
okkur upp úr öldudalnum. Hún hefur
skipt sköpum við að auka útflutning og
eflt atvinnugreinar eins og sjávarútveg,
að ég tali ekki um ferðaþjónustuna; svo
varla getur hún talist fíllinn í stofunni
sem brýtur allt og bramlar. En ég get tekið
undir þau sjónarmið að hluta að krónan
kunni að vera ákveðin hindrun í einstaka
tilvik um hjá erlendum fjárfestum – sem
leita að vísu fyrst og fremst að góðum
viðskiptahugmyndum. Gleymum því ekki
að gjaldmiðill er fyrst og fremst mælikvarði
á undir liggjandi efnahag. Það er ekki
einu sinni þannig að gjaldmiðill tryggi
sömu vexti í mismunandi löndum og ekki
heldur að stærð gjaldmiðilsins sé endilega
ráðandi um stöðugleika – enda þótt gera
megi ráð fyrir því að þeim mun stærri sem
gjaldmiðillinn er, þeim mun fjölbreytilegra
atvinnulíf sé undirliggjandi og geri það
líklegra að stöðugleikinn sé meiri. Ef við
lítum til Svía eftir fjármálakreppuna, sem
þeir gengu í gegnum á tíunda áratugnum,
þá gerðu þeir markvisst ráðstafanir til
að reyna að skapa meiri stöðugleika með
þeim afleiðingum að sænska krónan var
orðin algjör lágvaxtamynt og sænska ríkið
gat fjármagnað sig á lægri vöxtum en
Banda ríkin. Þeir höfðu trú á því að það
yrði staðinn vörður um stöðugleikann
þannig að vermæti myntarinnar myndi
hald ast. Þetta gæti átt við um krónuna
okkar ef mönnum lánaðist að tryggja hér
fyrirsjáanleika, stöðugleika og undir liggj
andi verðmætasköpun.
Því hefur verið haldið fram í tengslum
við umræðu um aðildarumsóknina að
ESB að með því að hætta viðræðum sé
verið að taka einn valkost af fólki og að
það skorti þá eitthvert plan í staðinn.
Hverju svarar þú þessu?
Við erum svo sannarlega með plan en
það má sjálfsagt álasa okkur fyrir að hafa
ekki gert nógu mikið af því að setja það
skýrt fram og auglýsa það. ESBaðild var
hins vegar aldrei valkostur til að leysa
þau úrlausnarefni sem Ísland stendur
frammi fyrir. Það að leysa höftin með því
að taka upp evru og láta ríkið skuldsetja
sig í evrópska seðlabankanum til að borga
út kröfuhafa á yfirverði hefði t.d. verið
glapræði. Ég minni á stöðuna í evruríkinu
Kýpur. Evran tryggir ekki lægri vexti eða
fjárfestingu í nýsköpun.
Ég tel mig hafa ágætlega þykkan skráp, meðal annars eftir störf mín í fjölmiðlum.
„Krónan hefur átt stóran þátt
í að koma okkur upp úr öldu
dalnum. Hún hefur skipt sköp
um við að auka útflutning og
eflt atvinnugreinar eins og
sjávarútveg, að ég tali ekki um
ferðaþjónustuna.“