Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 132

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 132
132 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti Ný BÓK VEKUR ATHYGLI Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI: M argrét Reyn is ­ dóttir, eig andi og fram kvæmda stjóri Gerum bet ­ ur, hefur undanfarin ár haldið nám skeið m.a. fyrir starfsfólk í ferða þjónustunni þar sem lögð er áhersla á mismunandi hefðir fólks frá ýmsum löndum. „Ég hef safnað upplýsingum með því að skrá niður hvað hefur verið sagt um ýmiss kon ­ ar þjóðerni og ég fór smám saman að sjá heildarmynd á því hvernig ýmsar þjóðir eru í augum Íslendinga. Það má segja að bókin sé samantekt mín en raun in er að upplýsingarnar koma víða að frá aðilum í ferða ­ þjónustunni sem eru með mikla þekkingu hvað þetta varðar. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir alla sem taka á móti erl end um gestum og á að geta nýst flest um á eins aðgengilegu máli og hægt er.“ Margrét segir að það hafi kom ið sér á óvart hvað fólk er í raun ólíkt eftir löndum og þá sér stak ­ lega siðirnir í hverju landi. Með því að vita hvað einkenni hverja þjóð sé hægt að veita þessu fólki enn betri þjónustu en ella. „Þeir sem taka á móti erlendum gestum geta gert upplifun þeirra miklu sterkari og séð til þess að þeir fái miklu meira út úr ferðinni ef þessi atriði eru höfð í huga. Þeir geta þá veitt betri þjónustu eftir því sem þeir þekkja gestina betur og fá um leið ánægðari viðskiptavini.“ danir, Svíar og Norðmenn Finna má mörg áhugaverð dæmi um alls sautján þjóðir í bókinni og þar á meðal Íslendinga. Hafa verður í huga að þótt allar þjóðir hafi sín sérkenni eru ein staklingar ekki steyptir í sama mót. Margir viðmælendur Margrétar tala um hvað Norðmenn séu líkir okkur. Þeir vilji fræðast um allt sem er öðruvísi hér en í Noregi og þá sérstaklega jarðfræðina og jöklana eða plöntuskoðun, Svíar og Danir eru áhugasamir um ís lenska hestinn og Norðmenn fara vel með peningana en eru fúsir til að borga fyrir það sem þeir hafa áhuga á hafi þeir ekki á tilfinningunni að verið sé að okra á þeim. Bretar, þjóðverjar og Hollendingar Bretar eru áhugasamir um að horfa í norðurljósahimininn. Þeir eru mjög kurteisir, formlegir, hæ verskir og stundvísir, margir Bretar elska veðmál og eldri Bretar hafa mikinn áhuga á landi og þjóð og hafa gaman af að spjalla. Öruggara er að ávarpa Breta með titlum og eftirnafni, sérstaklega eldra fólkið. Þjóðverjar eru með nákvæmn ­ ina og skipulagninguna á hreinu og kunna vel við að farið sé eftir skipulagi. Þeir eru upp til hópa snyrtipinnar sem skila hótel ­ her bergjum og bílaleigu bíl um hreinum og snyrtilegum. Þeir eru frábærir viðskiptavinir ef þeir fá það sem þeir biðja um. Forðast skal að þúa Þjóðverja að fyrra bragði því þeir geta upplifað það sem móðgun. Hollendingar eru þekktir fyrir að vera mjög hávaxnir og því þarf að gæta þess að rúm séu nógu löng og nóg pláss sé fyrir fæturna í bílnum í skoðunarferðum. Almennt er öruggara þegar um fyrstu kynni er að ræða að ávarpa formlega með mr. og mrs. – ef töluð er enska – og eftirnafni og þá sérstaklega eldri gestina. frakkar, Spánverjar og ítalir Frakkar, Spánverjar og Ítalir eru þjóðir sem gaman er að gefa góðan mat. Matartíminn hjá þeim er líka seinna að deginum en hjá okkur. Frakkar eru ánægðir ef þeir geta talað á sínu ástkæra, ylhýra tungumáli og verða mjög hrifnir ef leiðbeiningar eru til á frönsku. Þeir borða oftast þriggja rétta máltíðir og vilja góðan tíma til að njóta þess að borða. Á morgunverðarborðið má ekki vanta eitthvað sætt með kaffinu. Brauðmenning er órjúfanlegur hluti af franskri matarmenningu og því borgar sig að bera fram brauð um leið og gestir setjast við matarborðið, þ.e. áður en maturinn er pantaður. Frakkar eru mjög formlegir og þéra ókunnuga. Betra er að vera viðbúinn því að spænskir gestir tali litla sem enga ensku, sérstaklega þeir eldri. Búast má við að þeir borði brauð með öllum mat. Fyrstu kynni verða að vera formleg og þá er jafnvel þérað. Ávarpað er með señor (herra), señora (frú) eða señorita (fröken) á undan eftirnafni. Reynst getur erfitt að út skýra mál fyrir Ítölum vegna tungu ­ málaörðugleika og því best að leiðsögn, útskýringar og leiðbeiningar séu á ítölsku. Á Ítalíu er hefð fyrir því að hafa brauðkörfu á borðinu og drekka léttvín með matnum. Ítalir vilja heita mjólk í kaffið á morgnana og kex (jafnvel biscotti) með en mjólkurkaffi drekka þeir þó ekki eftir hádegi. Ítali ber að ávarpa formlega, nema þeir gefi annað til kynna, með signore (herra) og signora (frú) og síðan eftirnafn. rússar, ísraelar og Bandaríkjamenn Rússar vilja frekar nota peninga en kreditkort. Þeir eru þekktir fyrir að vera mjög hrifnir af vodka og reykingar eru enn útbreiddar. Óvenjumargir Ísraelar sem hingað koma eru grænmetis neyt ­ Gerum betur ehf. hefur gefið út bókina Þjóðerni og þjónusta – góð ráð í samskiptum við erlenda gesti. Þar er að finna lýsingar sem tengja má við hegðun og kröfur ákveðinna þjóða. Markmiðið með bókinni er að veita betri þjónustu. TexTi: svava jónsdóTTir Myndir: Geir ólafsson rÁðSTEfNur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.