Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 131

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 131
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 131 fjórar stjörnur Hótel KEA á Akureyri er fjög­ urra stjörnu hótel, hið eina sinn ar tegundar í bænum. Alls eru 104 rúmgóð herbergi á hótelinu, búin öllum þeim þæg indum sem stjörnurnar fjórar gera ráð fyrir að gestir njóti. Unnt er að hýsa allt að 190 manns á hótelinu. Stað ­ setning þess er einkar hentug, í miðbæ Akureyrar, á mót ­ um Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis, neðst í svo nefndu Listagili. litlir salir eða stórir! Fjölmargir möguleikar eru í boði fyrir þá sem þurfa á funda­ og ráðstefnuaðstöðu að halda og segir Hrafnhildur hótelið hafa sérstöðu á þeim vett vangi. „Við bjóðum upp á mikinn fjölbreytileika, allt eftir því sem hentar hverjum og einum hópi,“ segir hún. Í boði er einn stór salur sem hæglega rúmar um 150 manns. Honum má svo skipta upp í tvo eða þrjá sali eftir stærð hópanna hverju sinni. Þannig eru í boði litlir salir fyrir minni samkomur, sem svo er hægt að stækka eftir því sem gestum fjölgar á hverjum viðburði fyrir sig. „Starfsfólk okkar hefur lagt mikinn metnað í að fylgjast með öllum helstu tækninýjungum sem fram koma í samskiptatækni og tækja búnaði þegar að funda­ og ráðstefnuhöldum kemur. Innan okkar veggja er mikil þekking og reynsla á þessu sviði sem nýtist viðskiptavinum vel,“ segir hún. Mikið um fundi og man- nfagnaði Jón Friðrik Þorgrímsson, veit ­ ingastjóri á Hótel KEA, segir að fjölbreytt úrval veitinga sé ávallt í boði á hótelinu, hvort sem um er að ræða fundi, ráð ­ stefnur eða mannfagnaði af öðru tagi. „Við erum mjög stolt af eldhúsinu okkar, innan okkar raða er fjöldi starfsmanna sem býr yfir mikilli kunnáttu í mat ­ reiðslu og framreiðslu veitinga af öllu tagi. Það er mjög líflegt hér hjá okkur, mikið um fundi og ráðstefnur en einnig ýmiss konar samkomur eins og af ­ mæli, erfidrykkjur, árshátíðir og þess háttar. Við leggjum metnað í að þjóna öllum okkar gestum sem best,“ segir hann. Múlaberg fær góðar viðtökur Múlaberg Bistro & Bar nefnist nýr veitingastaður sem opn ­ aður var á Hótel KEA síðast lið­ ið sumar og hefur fengið góðar viðtökur að sögn Hrafn hildar og Jóns. Hægt er að njóta veitinga bæði innandyra í fallega hönn ­ uð um veitingasalnum og eins á stóru útisvæði framan við hó telið með góðu útsýni yfir eitt fjölfarnasta horn bæjarins; kaup félagshornið eins og það er gjarnan nefnt. „Gestum þykir yndislegt að sitja hér úti yfir sumarið og fylgjast með mannlífinu um leið og þeir fá sér hressingu, en það er líka ekki amalegt að slaka á yfir heitum drykk úti á palli eftir vel heppnaða skíða­ eða sund ­ ferð,“ segir Jón Friðrik. Fjöl ­ breytt úrval rétta af ýmsu tagi er í boði á Múlabergi, Bistro & Bar og ættu allir að finna eitt ­ hvað við sitt hæfi þar. fjölbreytt afþreying skiptir máli Erlendir ferðamenn eru í meiri ­ hluta gesta Hótels KEA yfir sumarið, en Íslendingar yfir vetrarmánuðina. Hrafnhildur segir að margir komi norður yfir heiðar í skíðaferðir, en menningarferðir séu líka alltaf vinsælar. Fólk komi norður til að lyfta sér upp, fara í leik ­ hús eða á viðburði sem í boði eru í Menningarhúsinu Hofi svo dæmi séu nefnd. Eins hefur færst í aukana að fólk sæki Akureyri heim vegna íþrótta, enda viðburðir af því tagi fjölmargir í bænum á hverjum vetri og þeim fylgir fjöldi gesta. Sem dæmi eru tvær vetrarhátíðir í boði nú í vetur; Éljagangur, sem efnt var til á dögunum, og alþjóð ­ legir vetrarleikar, Iceland Winter Games, verða í mars. „Af þreying hefur aukist mjög mikið hér undanfarin ár og það er ánægjulegt. Það skiptir okkur miklu máli að líflegt sé í bænum, það laðar að gesti,“ segir Hrafnhildur. Sex hótel innan keðjunnar alls eru nú rekin sex hótel innan kEa­hótelkeðjunnar, á helstu ferðamannastöðum landsins. Þrjú þeirra eru í höfuðborginni, Hótel borg, Hótel björk og reykjavík lights. Tvö eru á akureyri, Hótel kEa og Hótel norðurland, og við sunnanvert mývatn stendur Hótel gígur. Þá standa yfir framkvæmdir við tvö til viðbótar; annað við austurstræti, þar sem reykjavíkurapótek var áður til húsa, og hitt við Hverfisgötu, en þau verða opnuð 2014 og 2015. Þá er einnig verið að stækka Hótel borg og fjölga herbergjum þar en Hrafnhildur segir að kEa­ hótelin séu að búa sig undir að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. „Gæði og góð þjónusta hafa verið leiðarljósið í rekstri hótelsins allt frá upphafi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.