Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Nú hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún vilji draga til baka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu og þing ­ flokkar meirihlutans hafa sam þykkt tillögu þess efnis þótt hún sé enn til meðferðar í þinginu. Koma hin hörðu viðbrögð sem orðið hafa við þessari ákvörðun þér á óvart? Að hluta til koma viðbrögðin á óvart vegna þess að í að ­dragandanum hafði verið þrýst mikið á ríkisstjórnina að fara að segja af eða á. Evrópu sambandið vildi skýr svör um hvort við ætluðum að halda viðræðum áfram eða draga umsóknina til baka, það sama átti við hér. Strax og skýrsla Hagfræðistofnunar birtist var farið að heimta svar við spurn ­ ingunni hvað svo? Við vorum í stakk búin til að svara þeirri spurningu hvað okkur varðar. Það var fram kvæmdavaldið sem átti í viðræðum við ESB og því stóð upp á ríkisstjórnina að svara því hvað hún vildi og það höfum við nú gert. Umræðan um málið hefur hins vegar að mestu snúist um allt annað en aðild að ESB, hún hefur verið látin snúast um þjóðaratkvæðagreiðslur og rétt þjóðar ­ inn ar til að koma að málum. Í raun hefur þó enginn réttur verið tekinn af þjóð inni. Það eina sem hefur gerst er að ný ríkis ­ stjórn hefur loksins lýst því yfir að hún ætli ekki að taka að sér að framfylgja stefnu síðustu ríkisstjórnar í þessu máli, stefnu sem sú stjórn gat ekki einu sinni klárað og setti í bið. Ákvörðunin um að sækjast eftir aðild að ESB var ekki sett í þjóðar ­ atkvæðagreiðslu og því er hér aðeins um það að ræða að ein ríkisstjórn lýsi því yfir að hún fylgi ekki stefnu annarrar. Hvað þjóðaratkvæðagreiðslu varðar hef ég hins vegar gert ráð fyrir því að einhvern tíma kæmi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland færi í ESB, a.m.k. er ljóst að það ætti ekki að sækja um aðild öðruvísi en að þjóðin yrði spurð. Nú er gert ráð fyrir að stjórnarskránni verði breytt á þann veg að hægt verði að halda bindandi þjóðar atkvæðagreiðslur. Eins og sakir standa er bara hægt að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þingið er ekki bundið af þeim, raunar þvert á móti, sam ­ kvæmt stjórnarskránni eru þingmenn að ­ eins bundnir af sannfæringu sinni en ekki fyrirmælum kjósenda eins og sérstak lega er tekið fram. Það sem hefur þó komið mér mest á óvart við viðbrögðin er hvað fjölmiðlar hafa gengið langt í málinu. Í þessu máli höf um við að öllum líkindum horft upp á mestu fjöl miðlaherferð Íslandssögunnar. Það er ekki einu sinni reynt að fela það að her ferð sé í gangi, hún var beinlínis boðuð opin ­ berlega og öllum brögðum beitt, allt frá því að skipuleggja hvernig fréttirnar geti sem best unnið saman á milli miðla og yfir tíma til að ná tilætluðum áhrifum, eins og mér skilst að stærsta fjölmiðlaveldið hafi gert, og að því að dreifa persónuníði um þá sem hafa ekki réttar skoðanir í málinu. Þótt það sé vissulega hálfóhugnanlegt að sjá að menn skuli vera tilbúnir að beita því mikla valdi sem fjölmiðlaveldi hefur á þennan hátt má segja að maður hafi að minnsta kosti fengið augljósa staðfestingu á réttmæti „loft árásagreinarinnar“ sem ég skrifaði á sínum tíma. En hefur þú skilning á þeirri kröfu sem margir gera nú til dags um að almenn ­ ingur fái beinni aðkomu að ákvarð ­ anatöku? Svo sannarlega, enda hef ég sjálfur verið mikill talsmaður þess. Það á að sjálf ­ sögðu við um risamál eins og Evrópu ­ sam bandsaðild rétt eins og mörg önnur mál. Hér er hins vegar eingöngu um það að ræða að ríkisstjórn lýsi afstöðu sinni til stefnu fyrri ríkisstjórnar eins og gerð var krafa um. En hvað varðar að komu þjóðarinnar að ákvarðanatöku og lýðræðið almennt er að sjálfsögðu mikil vægt að fram fari opin og sanngjörn rökræða en ekki reynt að móta afstöðu með áróðurs her ­ ferðum þar sem aðeins annarri hliðinni er hleypt að. Ýmsir forystumenn atvinnurekenda hafa verið mjög áfram um Evrópusam­ bandsaðild. Hefur þú ekki áhyggjur af viðbrögðum þeirra? Það eru mjög skiptar skoðanir á Evrópu ­ málum hjá atvinnurekendum en kannanir sýna að meirihluti þeirra er and vígur aðild að Evrópusambandinu. Forystumenn nokkurra hreyfinga hafa hins vegar verið miklir talsmenn aðildar, eða voru það þar til þeir skilgreindu sig sem „viðræðusinna“. Ég hef svarað forystumönnum úr atvinnu ­ lífinu sem þannig tala með því að spyrja þá hvort þeir teldu eðlilegt að stjórn í hlutafélagi gengi frá samningi um sam ­ runa við annað fyrirtæki vitandi það að meirihluti hluthafa væri andvígur sam ­ run anum, og ekki aðeins það heldur væri öll stjórnin, hver einasti stjórnarmaður í fyrirtækinu, andvíg samrunanum. Hvort það væri eðlilegt að ætla samt að verja einhverjum árum í að gera ráð stafanir til að undirbúa samrunann, miða öll störf fyrirtækisins við þann undir bún ing, undirrita svo sam ­ komulag um samruna með fyrirvara um samþykki hlut hafafundar, til þess eins að geta mætt á hluthafafund og sagt: við teljum samn inginn sem við vorum að undir rita ekki fyrirtækinu í hag, og að mjög óráð legt væri að staðfesta hann. Telur þú þá að aðild yrði atvinnulífinu til framdráttar? Aðild að ESB væri samfélaginu ekki til framdráttar og þar með ekki atvinnulífinu, því að hagsmunirnir haldast í hendur. Það er stundum talað eins og aðild sé forsenda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fer vítt og breitt yfir stöðuna í þessu forsíðuviðtali. Hann lýsir því hvers konar flokkur Framsókn er og segir hann flokk róttækrar rökhyggju; sambland af miðjuflokki og frjálslyndum flokki. Þrátt fyrir ungan aldur telur hann sig hafa nógu sterkan skráp fyrir hin pólitísku átök. Hann segir að leiðréttingin og hallalaus fjárlög séu stærstu mál ríkisstjórnarinnar til þessa og að vaxtastigið á Íslandi sé með ólíkindum hátt; hvað þá þegar hér hafi verið verðtrygging í um þrjátíu og fimm ár. Hann segir að fjármagnshöftunum verði aflétt um leið og viðunandi niðurstaða fæst í uppgjörum þrotabúa bankanna – og það geti gengið hratt fyrir sig þegar þar að kemur. forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.