Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 146

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 146
146 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Þ etta er skemmtileg ­ asta og mest gefandi starf sem ég hef verið í til þessa,“ seg­ ir Þórunn Pálsdóttir sem hóf störf sem sölufulltrúi hjá Remax Lind í fyrra. „Starfsmenn eru um tuttugu og er líf og fjör í vinnunni. Andinn er gríðarlega góður og góð stemning. Það er eitthvað við fasteigna­ bransann sem hefur alltaf kveikt í mér. Ég var í fimmtán ár fjármálastjóri hjá Ístaki og sá um fasteignamálin. Ég seldi þá fjölda eigna sjálf og í samvinnu við fasteignasala og var í fast ­ eignaþróunarverkefnum. Það er góð tilfinning að finnast allt sem ég hef verið að gera í námi og starfi til þessa vera undirbúning­ ur fyrir að verða framúrskarandi í þessu nýja starfi; fyrst byggingar ­ verkfræðinám við Háskóla Ís­ lands og síðan MBA­nám í San Francisco. Löggildingar nám í verðbréfamiðlun og reynsla úr einkabankaþjónustu og lánaeftirliti í Íslandsbanka er líka mjög dýrmæt. Ég ákvað að fara strax í haust í löggild ingarnám í fasteignasölu og verð hálfnuð með það í vor. Það er mjög praktískt og skemmtilegt. Það nýtist manni samdægurs í vinnunni og ég vil kunna þetta upp á tíu til að geta veitt sem allra besta þjónustu. Það er einstaklega mikilvægt að vanda til verka í fasteignasölu en oftast er verið að höndla með aleigu fólks og þetta er eitt af stóru augnablikunum í lífinu.“ Varðandi fyrri störf þá starfaði Þórunn í eitt ár sem sérfræðing­ ur hjá lánaeftirliti Íslandsbanka, hún var viðskiptastjóri í einka­ bankaþjónustu bankans í fimm ár og hún vann í fimmtán ár sem fjármálastjóri og yfirmaður fasteigna hjá Ístaki. Hún situr í nokkrum stjórnum og segir að það sé gaman að geta miðlað af reynslunni úr rekstri og atvinnulífinu með þeim hætti og haldið sér við á sama tíma. Hún er í stjórn Íþrótta­ og sýningarhallarinnar hf. sem rekur Laugardalshöll og hún er í varastjórn Framtakssjóðs Íslands slhf. og í varastjórn Trygg ingamiðstöðvarinnar. Þórunn á þrjú börn með fyrr­ verandi eiginmanni sínum. Hvað með áhugamálin: Jú, þau eru líkamsrækt, skíði, golf, ferðalög, dans og söngur. „Ég hef alltaf verið svolítil íþróttamanneskja. Ég var í hand bolta og fimleikum í gamla daga og í samkvæmisdönsum í Dansskóla Heiðars Ástvalds­ sonar fram að tvítugu og seinna í nokkur ár hjá Auði Haralds. Svo byrjaði ég fyrir um fjórum árum í zumba og dansfitness sem mér finnst vera mjög skemmtilegt. Ég mæti allavega tvisvar í viku í dansfitness í Hreyfi ngu og svo lyfti ég í World Class þegar ég má vera að. Svo finnst mér ofsalega gaman að fara á skíði og reyni að komast árlega í Alpana auk þess sem mér finnst líka gaman að fara á skíði á Akureyri. Svo byrjaði ég aðeins í golfi fyrir nokkrum árum en hef ekki náð að festa rætur í því ennþá en ég geri það kannski þegar ég verð eldri.“ Þórunn fór til Danmerkur í sumar fríinu í fyrra. „Ég fædd­ ist í Danmörku og bjó þar þar til ég var þriggja ára og ég var í miklum samskiptum við Dani þegar ég vann hjá Ístaki. Danmörk á alltaf svolítið stóran hlut í mér og ef ég hef ekki farið mjög lengi til Köben er eins og það vanti eitthvað. Það eru ein hverjar rætur þar. Spurning hvort ég fer til Köb en í sumar. Eða eitthvað allt annað.“ Þórunn Pálsdóttir – sölufulltrúi hjá Remax „Ég hef alltaf verið svolítil íþróttamanneskja. Ég var í hand bolta og fimleikum í gamla daga og í samkvæmisdönsum í Dansskóla Heiðars Ástvalds sonar fram að tvítugu.“ Nafn: Þórunn Pálsdóttir Fæðingarstaður: Kaupmannahöfn, 6. október 1965. Foreldrar: Sigríður Gísladóttir og Páll Sigurjónsson. Börn: Jóhanna Edwald, 22 ára, Páll Edwald, 17 ára, og Erling Edwald, átta ára. Menntun: Löggildingarpróf í verð­ bréfaviðskiptum frá HR, MBA frá University of San Francisco og próf í byggingarverkfræði frá HÍ. TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson fólk frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.