Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 35

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 35
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 35 og skiparekstri. Í framhaldinu tók félagið að fjárfesta í rekstri kæli­ og flutn ingageymslna víða um heim, óháð aðalmörkuðum félagsins og siglingaleiðum. Árið 2007, eftir tugmilljarða fjárfestingar, var Eimskipafélagið orðið stærsta frystigeymslufyrir ­ tæki heims. Þessar stórtæku fjárfestingar reyndust flestar mjög óheppilegar og voru ekki byggðar á nægri þekkingu og yfirsýn. Þegar kreppa skall síðan á í fjármálageiranum árið 2008 riðaði félagið á barmi gjaldþrots. Endurreisn Eimskipa­ félagsins Umskipti urðu haustið 2009 þegar lánardrottnar Eimskipa ­ félagsins samþykktu að félagið fengi að leita nauðasamninga við skuldunauta sína. Með þess ­ um hætti urðu til forsendur fyrir endurreisn félagsins og áfram­ haldandi starfsemi. Þetta hafði þó tekið sinn toll og valdið skaða því fyrri hluthafar töpuðu öllu sínu og ótryggðir kröfuhafar urðu að gefa skuldir eftir. Stærstu kröfuhafarnir, og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Yucaipa, eignuðust þá Eimskipafélagið og skráðu það af markaði. Endurreisn Eimskipafélagsins undanfarin ár hefur gengið vo­ num framar. Fjárhagsstaða þess er traust og það hefur á ný verið skráð í kauphöllina. Nýir eigend ur hafa bæst í hluthafahópinn, svo sem lífeyrissjóðir. Stjórnendur félagsins leggja nú höfuð áherslu á að hefja til vegs og virðingar gömul gildi þess og að byggja á upprunalega meginhlutverkinu, flutningastarfseminni, sem það var stofnað til að sinna 1914. (Stiklur byggðar á bók Guð­ mundar Magnússonar; Eimskip­ afélag Íslands í 100 ár.) á fullum skriði Eimskipafélagið er að nýju kom ið á fullan skrið. Um þessar mund ir er starfsemi þess hvað öflugust á Norður­Atlantshafi en teygir einnig framsýna anga sína um allan heim. Félagið, sem rekur 16 skip og er með um 50 starfsstöðvar í 19 löndum, hefur 1.300 starfsmenn og er um helmingur þeirra á Íslandi. Í áranna rás hefur hlutverk Eim­ skipafélagsins breyst þar sem áherslan er ekki lengur helst sú að rjúfa einangrun við önnur lönd heldur mun félagið vinna að nýt ingu ýmissa tækifæra sem gef ast í íslensku atvinnulífi á næstu árum og áratugum. Það dylst engum hversu miklir mögu leikar fylgja opnun sigl ­ inga leiða yfir norðurpólinn og hefur verið í athugun hvort nýj um gámaskipum, sem eru í smíðum fyrir Eimskip í Kína, verði siglt hingað til lands í sum ar eftir heimskautsleiðinni. áhugavert efni í tilefni aldarafmælisins Eimskipafélag Íslands í 100 ár – Skipaskrá er byggð á bókinni Hf. Eimskipafélag Íslands, Skipa saga í 75 ár frá 1988 eftir Hilmar Snorrason. Bókin er ein stök heimild um skipakost Eim askipafélagsins í gegnum tíðina en í henni er rakin er saga skipa Eimskipafélagsins í 100 ár eða „Fossanna“ eins og þeir eru oftast kallaðir af landsmönnum. Að auki er fjallað um önnur skip sem félagið hefur eignast eða leigt á síðastliðnum 100 árum. Myndir fylgja af öllum skipunum. Höfundur: Hilmar Snorrason. Eimskipafélag Íslands í 100 ár eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing var gefin út í til ­ efni aldarafmælisins og er um að ræða sérlega fróðlega og áhuga verða bók. listaverkaeign og stuðn ingur Eim skips við myndlist skrá settur Eimskipafélag Íslands í 100 ár – Listaverkasafn – kynnir lista verka eign Eimskipafélagsins en félagið hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega við bakið á listum og listafólki. Höfundur Þorsteinn Jónsson. Heimildarmynd á rÚv Nýlega var sýnd á RÚV heim ­ ildarmynd í tveimur 40 mín ­ útna þáttum sem rekur sögu Eimskipa félagsins. Myndin fjallar um stofnun félagsins og þann sess sem það skipar í sögu þjóð arinnar. Myndin er framleidd af Windowseat ehf. fyrir Eimskip en Windowseat er stýrt af Jóni Þór Hannessyni, sem lengi var kenndur við Sagafilm. Hátíðartónleikar í Hörpu Hátíðartónleikar Eimskipafélags­ ins voru haldnir í Eldborgarsal Hörpu dagana 17. og 18. jan úar síðastliðinn og komu þar m.a. fram dáðustu söngvarar landsins. Tónleikarnir voru hljóð ­ ritaðir og verða sýndir á Stöð 2 um páskana. Stórleikarinn Björn Hlynur Har aldsson var kynnir kvöldsins og fór hann yfir sögu Eimskipa ­ félagsins af mikilli list og fékk allan salinn til að hlæja. Var það mál manna að Björn Hlynur hefði farið á kostum. Í 100 ára afmælisveisluna mættu starfs menn, viðskiptavinir og margt þekktasta fólks landsins. Af mælisveislan hófst á hanastéli en síðan var öllum gestum boðið á fyrrnefnda afmælistónleika. Söngvararnir Stefán Hilmars­ son og Eyjólfur Kristjánsson sungu Draum um Nínu í sömu jökkum og þeir klæddust árið sem þeir kepptu með lagið í Eurovisjónkeppninni. Auk þeirra kom Björgvin Halldórsson fram í skipstjórafötum, Björn Jörundur söng um hana Álfheiði Björk og Magnús og Jóhann sýndu góða takta. Þegar tónleikunum var lokið var gestum boðið í Silfur­ berg þar sem boðið var upp á ljúff eng ar veitingar. Veislugest ­ irn ir virtust á eitt sáttir um að þetta hefði verið glæsilegasta og skemmtilegasta veisla í manna minnum. fTímamótasamningur Fjölmargir fulltrúar erlendra fyrir ­ tækja heimsóttu Eimskip í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Þar á meðal voru fulltrúar frá COSCO, sem er stærsta skip­ afélag í Kína og fimmta stærsta skipafélag í heimi. Í tengslum við heimsóknina var undirrit að­ ur samningur milli félaganna um samstarf – með sérstakri áherslu á flutninga á Norður­ Atlantshafi og á alþjóðlega frystiflutningsmiðlun. Að auki var gert samkomulag um framtíðar­ samstarf á milli félaganna tengt mögulegum siglingum yfir norður heimskautið. Tilhlökkun ríkir hjá félaginu vegna ýmissa krefjandi verkefna í nán ustu framtíð og nú, á þeim tímamótum sem aldarafmælisins er minnst, er framtíð Eimskipafé ­ lagsins björt og spennandi. Gylfi Sigfússon forstjóri og Richard D‘Abo stjórnarformaður heiðra starfsfólk Eimskipafélagsins sem hefur unnið hjá félaginu í 25 ár. Eimskipafélagið er að nýju komið á full­ an skrið. Um þessar mundir er starfsemi þess hvað öflugust á Norður­Atlantshafi en teygir einnig fram sýna anga sína um allan heim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.