Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 36
36 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Ö
ll þekkjum við að
ýmsir stjórnmála
menn, einkum þeir
sem aðhyllast ríkis
forsjá, hafa ríka tilhneigingu til að
hampa sjálfum sér sem sérstök
um talsmönnum velferðarkerfis
ins. Um það standi þeir dyggan
vörð gegn árásum kaldrifjaðra
markaðssinna sem vilji kerfið
feigt. Hér er sannleikanum snúið
á haus. Hvítt er sagt svart og
svart hvítt.
Hinir sjálfskipuðu verndar engl
ar velferðarkerfisins eru nefni lega
einnig ákafir baráttumenn fyrir
háum sköttum. Hvernig eig um við
að borga velferðarkerfi ð, spyrja
þeir hróðugir, nema með skött
um? Háir skattar jafn gilda mikilli
velferð í þeirra munni en lágir
skattar þýða litla velferð.“
Ragnar segir að á hinn bóginn
sé það hafið yfir allan skynsam
legan efa að skattar dragi þrótt
úr atvinnulífinu. Þeir minnki
vinnuvilja, fjárfestingar, framtak
og nýsköpun. Þeir minnki því
hagvöxt og lækki tekjur á mann
miðað við það sem að öðrum
kosti hefði orðið.
„Þeir veikja einnig alþjóðlega
samkeppnisstöðu þjóðarinnar og
þeim mun meira sem skattarnir
eru óhóflegri. Þetta hagræna
samhengi þýðir einfaldlega að
séu skattar háir verður erfiðara
að finna peninga til að greiða
fyrir velferðarkerfið. Sé það reynt
með enn hærri sköttum mun
einfaldlega verða enn minna um
skattfé, einkum er fram í sækir.“
Ragnar segir að sannleikurinn
sé sá að til þess að unnt sé að
halda uppi öflugu og sjálfbæru
velferðarkerfi sé nauðsynlegt
að þjóðar framleiðsla sé mikil
og ráðstöfunartekjur þeirra sem
greiða fyrir kerfið ekki lakari en í
nágranna löndunum.
„Þetta krefst hóflegar skatt
heimtu. Það eru þessi sannindi
sem hinir sjálfskipuðu verndar
englar velferðarkerfisins vilja
hvorki heyra né sjá. Þeim virðist
raunar meira í mun að refsa hin
um efnameiri en bæta og treysta
velferðarkerfið. Undir þeirra
forsjá mun því velferðarkerfið
smám saman molna niður, eins
og þjóðin hefur þegar fengið að
kenna á.“
Raunverulegir
RagNaR ÁRNaSoN
– prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
EFnAHAGSMÁL
TexTi: svava jónsdóTTir
óvinir velferðarkerfisins
Hinum sjálfskip
uðu verndarenglum
velferðarkerfisins
virðist meira í mun
að refsa hin um
efnameiri en bæta
og treysta velferðar
kerfið.
skoðun