Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 37

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 37
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 37 Thomas Möller segir að í nýlegum pistli í Business Insider sé fjallað um hvern­ ig hægt sé að tengja heilsu rækt við tímastjórnun. „Kjarni málsins er að við erum oftast að vinna við aðkallandi verkefni en látum þau mikilvægu sitja á hakanum. Það á sérstak­ lega við heilsuna sem er mikil­ vægt langtímaverkefni en ekki mjög aðkallandi í augnablikinu. Glíman við streituna og hreyf ­ ingar leysið auk hollustu í fæðuvali eru ekki forgangsmál hjá mörgum þar sem þau eru ekki nægilega aðkallandi en eru mikilvæg til langs tíma. Lykil spurningin er hvernig við ein beitum okkur að mikilvægum mál um eins og heilsunni ásamt því að sinna skammtímaverkefn um sem eru aðkallandi. Ráðin í pistlinum eru þau að hætta að vera með hálfkláruð verk. Ljúk um því sem við byrjum á í stað þess að slíta vinnuna í sundur með áreiti tölv­ unnar, símans eða sam starfsfólks. Það á að klára líkams ræktarátakið og ekki láta nýtt prógramm eða „æði“ stoppa sig. Önnur regla er að klára mikil­ vægu málin strax í upphafi dags. Sama á við um líkamsræktina; það á að reyna að setja hana á dagskrána í upphafi dags. Í lok dags eru svo margar afsakanir fyrir frestun á þessu mikilvæga verkefni. Þriðja ráðið er að við höldum okkur við áætlunina en minnkum umfangið og höfum minni áherslu á lokatímann. Þannig er mikilvægt að setja líkamsræktina í dagbókina og hafa hana hæfilega.“ THomaS mölleR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRnUn Ein af mörgum kynningar­leiðum, og sú sem oft er líklegust til þess að auka sölu, er notkun söluhvata. Þegar rætt er um söluhvata get ur ver ið átt við þrennt; söluhvata til neytenda, til viðskiptavina og endursöluaðila á fyrirtækja­ markaði og til sölufólks.“ Ásmundur Helgason segir að dæmi um söluhvata til neyt enda sé til dæmis smakk í búðum, afsláttarmiðar, afslættir, samkeppni og viðskiptavina­ klúbbar. Sem dæmi um sölu ­ hvata á fyrirtækjamarkaði má nefna afslætti, fundi og uppá ­ komur, viðburði og stuðning í formi markaðsfjár. Söluhvatar til starfsfólks geta verið sölusam­ keppnir, annaðhvort innanhúss eða á milli verslana, og bónus­ ar til einstaklinga eða hópa. „Kostir við notkun söluhvata eru ýmsir. Söluhvatar ýta undir kaup eða aðra hegðun sem reynt er að ná fram og þá er afar auðvelt að mæla árangur af notkun söluhvata. Stöðug notkun á söluhvötum getur þó verið varasöm því þá geta kaup ­ endur vanist því að kaupa ekki nema með einhvers konar hvata. Notkun söluhvata er yfirleitt árangursríkari ef aðrar kynn­ ingar leiðir eru notaðar þannig að skilaboð séu samhæfð og í heildrænni framsetningu. Auglýsing í sjónvarpi, í dag­ blaði eða á netinu styður sem dæmi vel við sýnishornasmakk í matvöruverslun. Söluhvati án annarrar kynningar er þannig ekki líklegur til að virka eins vel.“ Notkun söluhvata ÁSmuNduR HelgaSoN – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSinGAR Það er ekkert óraunveru­legt við Tom Enders, forstjóra Airbus Group, eða EADS eins og fyrirtækið hét til loka síðasta árs. Hann hefur lúmskt gaman af viðurnefninu sem hann hefur fengið meðal samstarfsmanna þó að hann sé ekki beinlínis geimfari eins og karakter Davids Bowie. En framleiðsluvörur Airbus Group eru aftur á móti meira eða minna í lausu lofti og reksturinn hefur gengið vel að undanförnu. Tom var áður forstjóri stærsta fyrirtækis innan Airbus Group­samstæðunnar, þ.e. Airbus. Í þeim herbúðum er daglegt brauð að selja einn „hlut“ fyrir tíu milljarða króna. Velta Airbus er um 2/3 af heildarveltu samstæðunnar og vöxtur hefur verið mikill að undanförnu enda farþegaflug­ vélar nánast selst eins og Clairol­fótanuddtæki. Pantanir á A320neo­vélum Airbus slógu öll met og A380­risavélin er rós í hnappagat fyrirtækisins þótt flugtakið hafi ekki gengið þrautalaust. Menn þurfa ekki að kvíða verkefnaskorti í verk smiðjum fyrirtækisins en fyrir liggjandi pantanir samsvara tíu ára veltu. Ofuráhersla verður lögð á betri afkomu af rekstri á næstunni en Airbus Group stendur helsta keppinautinum, Boeing, þar að baki. Tom hefur sett fram svo háleit markmið í þeim efnum að samstarfsmönn­ um hans rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. „Við skiluð um góðu verki árið 2103 en við getum ekkert hvílt okkur og náð andanum í rólegheit­ um.“ Tom Enders var valinn forstjóri ársins 2013 í Frakklandi. Vel af sér vikið hjá manni með dokt orsgráðu í stjórnmálafræði, fyrrverandi starfsmanni á plani í þýska sambandsþinginu, þyrlu flugmanni og fallhlífarstökk­ vara.“ lofTuR ÓlafSSoN – sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLEnDi FORSTJÓRinn Major Tom Heilsan og tímastjórnun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.