Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 38
38 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Árelía Eydís Guðmundsdóttir segir að flestir stjórnendur hafi reynslu
af því að stjórna hópi þar sem er
að finna starfsmenn sem kalla
mætti „skemmd epli“.
„Starfsmenn sem eru „skemmd
epli“ eru það oftast vegna þess
að þeir vinna ekki vinnuna sína,
s.s. þeir framkvæma ekki það
sem þeir eiga að gera. Það
getur verið vegna leti eða að
þeir séu óhæfir til þess. Hitt
er kannski algengara að það
tengist einhverjun viðhorfum
sem smita út frá sér. Þetta gætu
verið starfsmenn sem eru alltaf
neikvæðir, slúðra endalaust
eða sýna stjórnendum og
starfshópn um enga hollustu.
Það er jafnvel til að starfsmenn
eyðileggi og skemmi í bókstaf
legri merkingu t.d. með því að
stela eða níðast á eignum.“
Rannsóknir hafa sýnt að
frammistaða hópsins versnar
um 35% að meðaltali ef það er
að finna skemmt epli í hópnum.
„Þess vegna hvet ég stjórnend
ur til að íhuga vel, fara yfir
hópinn reglulega og einbeita sér
jafnmikið að því að stýra þess
um skemmdu eplum eða koma
í veg fyrir að þau skemmi eins
og að einbeita sér að stjörnu
starfsmönnunum.“
Skemmdu eplin í
starfsliðinu
ÁRelÍa eydÍS guðmuNdSdÓTTiR
– dósent við viðskiptafræðideild
HÍ og ráðgjafi
STJÓRnUn
S
igurður B. Stefánsson
segir að í upphafi
ársins hafi orðið um
skipti á alþjóðleg um
hlutabréfamarkaði til lækkunar
eftir fjórtán mánaða hækkun
frá nóvember 2012. Hækkun
inni er misskipt á milli landa og
heimsálfa en hækkun heims
vísitölu árið 2013 er 24,1%. Í
árslok náði heimsvísitalan upp
undir hæstu gildi ársins 2007 en
ekki yfir hæstu sögulegu gildi.
Síðustu tuttugu ár var árshækk
un heimsvísitölu meiri árin 2003
og 2009 en í bæði skiptin eftir
4045% lækkun árið áður.
„Hækkun hlutabréfa í Banda
ríkjunum árið 2013 var 2530%
og meiri en víðast hvar.
Árin 20112013 myndaðist
djúp gjá milli hlutabréfa í stórum
iðnríkjum og í BRIClöndunum.
Árið 2013 náðu hlutabréf á
Indlandi sögulegum hágildum
frá 2007 og 2011 en hlutabréf í
Brasilíu, Kína og Rússlandi standa
langt að baki. S&P 500 á Wall
Street er 45% yfir upphafsgildi
ársins 2011 og DAXvísitalan í
Þýskalandi er 35% yfir því gildi.
Til samanburðar eru Shang
haivísitalan í Kína og Bovespa
í Brasilíu nærri 30% undir upp
hafsgildi 2011.“
Sigurður segir að framvindan
sem stýri þessum mikla mun sé
margslungin og vísi til þátta sem
alþjóðlegir fjárfestar byggja á.
„Árið 2013 varð umbreyting á
hlutabréfum í Bandaríkjunum.
Hlutabréfin brutust yfir hæstu
gildi áranna 2000 og 2007 en í
þettán ár hafði hágildið frá 2000
ekki rofnað nema stuttlega 2007.
Árið 2014 eru horfur á að nýtt
skeið bolamarkaðar sé runnið
upp á Wall Street eftir þrettán
ára bjarnarmarkað. Sá hækkun
arleggur gæti líkst hækkun
áranna 19421965 og áranna
19822000. Verð á hlutabréfum
á Wall Street tífaldaðist í hvort
skipti á tuttugu árum.
Nýr hækkunarleggur í mótun
í Bandaríkjunum gæti náð til
næstu 1520 ára. Langvarandi
bjarnarmarkaður 20002013 er
að baki. Jákvæðar aðstæður
eru í þjóðarbúskapnum með
lágri verðbólgu, lágum vöxtum
og vaxandi framleiðni með nýrri
framleiðsutækni á ótalmörgum
sviðum. Þessi nýju viðhorf er
að finna í fleirum af stærstu
iðnríkjum svo sem í Þýskalandi,
Bretlandi og jafnvel í Japan.
Bjartsýni í þjóðarbúskap
Bandaríkjamanna eftir mikil áföll
á fjármálamarkaði á síðasta
áratug er ekki síst að rekja til
öflugs stuðnings bandaríska
seðlabankans undir forystu
Bens Bernankes, sem tók við
stöðu seðlabankastjóra 2006
en lét nýverið af störfum sem
formaður bankastjórnar. Enginn
vafi leikur á því að traust hand
tök seðlabankastjórans og
djarf ar ákvarðanir á ögurstundu
leiddu til þess að afleiðingar fjár
málahrunsins 20072008 urðu
ekki alvarlegri en raun ber vitni.
Eitt sérsviða Bernankes sem
háskólamanns er einmitt kreppu
áratugurinn eftir hrun á Wall
Steet í október 1929 og þeirra
tíma stjórn á peningamálum.
Á næstunni mun seðlabankinn
draga úr kaupum sínum á ríkis
skuldabréfum á markaði (e. QE
tapering). Þar er farið gætilega
í sakirnar í bráð uns fram
leiðsla og atvinna hefur náð fyrri
styrk. Janet Yellen, nýskipaður
eftirmaður Bernankes á stóli
seðlabankastjóra en einnig sam
starfsmaður hans til margra ára,
hefur hlotið góðar viðtökur – jafnt
á meðal fjárfesta sem annars
staðar. Ekki er að sjá að hægt
minnkandi skuldabréfakaup
seðlabanka hafi afdrifarík áhrif á
framvindu á hlutabréfamarkaði.
Í janúar og fyrri hluta febrúar
2014 kom bakslag í hækkun al
þjóðlegra hlutabréfa en bakslög
er að finna í hækkunarleggjum
allra tíma. Eftir tvö skref áfram
fylgir eitt aftur á bak. Bakslög
standa yfir í þrjár til tólf vikur
að jafnaði og þetta á við um
sterkasta hluta alþjóðlegra
hlutabréfa. Skref fjárfesta í átt
að varfærni nær til veikari hluta
markaðarins líka og þar gætir
aukins framboðs að jafnaði í
ríkari mæli.“
Tvö skref áfram en
eitt aftur á bak
SiguRðuR B. STefÁNSSoN
– sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans
ERLEnD
HLUTABRÉF
Dow Jones síðustu tólf mánuðina.
skoðun
RADISSON BLU HÓTEL SAGA BÝÐUR UPP Á FRÁBÆRA FUNDARAÐSTÖÐU OG GÓÐAR VEITINGAR
Í HRÍFANDI UMHVERFI. RÁÐSTEFNU- OG FUNDARSALIRNIR ERU ALLIR BÚNIR BESTA FÁANLEGA
TÆKJAKOSTI OG HENTA JAFNT STÓRUM SEM SMÁUM HÓPUM TIL FUNDARHALDA.
FERSKAR VEITINGAR, HÁHRAÐA NETTENGING OG GLÆSILEGIR FUNDARSALIR GERA
GÓÐAN FUND ENN BETRI. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR OG HÓPNUM ÞÍNUM.
E X PER I EN C E
M EE T I N G S
RADISSON BLU SAGA HOTEL
Hagatorg, 107 Reykjavik, Iceland
T: +354 525 9900 F: +354 525 9909
sales.saga.reykjavik@radissonblu.com radissonblu.com/sagahotel-reykjavik
152906 REKZH NB Ad magazine (210x297).indd 1 28/01/14 11:28