Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 44

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Íslendingar eru hrifnir af hug myndum um meira beint lýð ræði. Eftir hrun treysta þeir kjörn um fulltrúum minna en áður og vilja að almenning­ ur hafi aukna aðkomu að ákvarðanatöku. Kjörnir fulltrúar hafa ýtt undir hugmyndir um beint lýðræði. Ekki síst þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Á síðasta kjörtímabili lögðu stjórnar andstæðingar t.d. nokkrum sinnum fram tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur s.s. um Icesave og um ESB­ aðildarviðræður. Þáverandi þingmeirihluti lagðist hins vegar gegn þessum tillögum jafnvel þótt flestir stjórnarþingmenn virtust styðja hugmyndir Stjórn­ lagaráðs um aukna aðkomu almennings að lagasetningu. Fyrir síðustu þingkosningar töluðu forystumenn Sjálfstæðis­ flokksins fyrir hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri­ hluta nýs kjörtímabils um hvort halda skyldi áfram viðræðum við ESB. Reyndar gekk þessi nálgun gegn þá nýsamþykktri landsfundarályktun Sjálfstæðis­ flokksins um að viðræðum skyldi hætt. En þar sagði líka í sömu setningu að ekki yrðu aftur hafnar viðræður nema að undangenginni þjóðarat­ kvæðagreiðslu um málið. Þessi ályktun landsfundar lagðist reyndar illa í suma kjósendur sem enn töldu ekki útséð um að mögulegt væri að tryggja Íslandi aðild að ESB án mikils fórnar­ kostnaðar. Það skýrir kannski frávikin frá landsfundarályktun­ inni sem forystan boðaði. En ári síðar er afstaða foryst­ unnar breytt. Ríkisstjórnin hefur ekki sannfæringu fyrir því að ESB­aðild verði þjóðinni heilladrjúg. Því beri að enda umsóknarferlið með formlegum hætti þegar í stað. Spurðir um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fást þau svör að í framtíðinni sé mjög gott mál að halda þjóðaratkvæðagreiðslu láti menn sér koma í hug að sækja aftur um aðild að ESB. Hugmyndin um þjóðaratkvæða­ greiðslu lifir því enn góðu lífi – en bara í orði en ekki á borði.“ Þjóðaratkvæða- greiðslur hvað? dR. STefaNÍa ÓSkaRSdÓTTiR – lektor við HÍ STJÓRnMÁL Einar Guðbjartsson segir að oft blandi fólk saman ein ingaflæði og kostnaðar­ flæði í reikningsskilum, t.d. vegna vöru birgðatalningar eða jöfnunar reglunnar. Vörubirgðir, t.d. hjá framleiðslufyrirtækjum, geta haft mikil áhrif á niðurstöðu rekstrarreikn ings og fjárstærðir í efnahagsreikningi, eftir aðstæðum. „Algengustu og mest þekktu vörubirgðamatsaðferðirnar eru FIFO og LIFO. LIFO­aðferðin er ekki leyfð á Íslandi eða í alþjóð­ legu reikningsskilastöðlunum. Þess ar aðferðir halda nefnilega utan um hvort tveggja. Niður stað­ an úr þessum aðferðum verður hins vegar ekki sú sama.“ Einar segir að í Bandaríkjunum þar sem LIFO­aðferðin er leyfð sé sérstök skýring á því hversu há fjárhæðin „LIFO reserve“ er. Þessi fjárhæð er hinn reiknings­ skilalegi munur á þessum tveimur aðferðum, en af hverju að sýna þessa tölu sérstaklega? Að nota LIFO­aðferðina, við eðlilegar aðstæður, gefur alltaf hærri kostn­ að vegna kostnaðarverðs seldra vara (lægri hagnað) og lægri fjárhæð í vörubirgðum. „Greining og samanburður á árs reikningum er marklaus ef ekki hefur verið tekið tillit til að notaðar hafa verið mismunandi reiknings­ skilaaðferðir. Það er jú eitt af aðal­ markmiðunum með samhæfingu alþjóðlegu reikn ingsskilastaðlanna og þeirra bandarísku, að sam­ ræma reiknings skilaaðferðir og þar með saman burðarhæfnina.“ eiNaR guðBJaRTSSoN – dósent við HÍ REiKninGSSKiL Vörubirgðatalning í fullum gangi ÁRNi ÞÓR ÁRNaSoN – stjórnarformaður oxymap ehf. - FyRiRTæKJA- REKSTUR Árni Þór Árnason segir að þegar hann var nemandi við Verzlunarskólann hér áður fyrr hafi nemendur fræðst allnákvæmlega um þá einokunar ­ verslun sem ríkti á Íslandi að boði danskra konunga. „Það var ein af fáum leiðum fyrir þá til að ná einhverjum peningum frá þessu náskeri sem Ísland var talið. Undir góðri handleiðslu fræðimannsins Lýðs Björnssonar var það kristaltært hjá verðandi íslenskri verslunarstétt að einok ­ un arverslun var versta tegund verslunar sem hugsast gat. Eftir að hafa þjónað verslunargyðj­ unni í yfir þrjátíu ár er ég ennþá sannfærður um að ég er á móti einokunarverslun nema þar sem ég hefði hugsanlega sjálfur getað náð einokunaraðstöðu. Er þetta ekki kjarni málsins? Íslensk valdastétt á Alþingi heldur því dauðahaldi í ÁTVR sem selur brennivín og bjór til landsmanna. Hvar varan er á boðstólum og hvað er selt er ákveðið á skrif ­ stof um þessarar verslunar. Nú er hún áttatíu ára og því er við hæfi að verja 22 milljónum til að skrifa sögu fyrirtækisins að sögn aðstoðarforstjórans. Til að reka okurbúllur eins og þessa þarf greinilega forstjóra, aðstoðarfor ­ stjóra og alla hina til að gæta jafnræðis og fjalla um hvort lands lýður megi drekka hvalabjór. Hver ætli hafi svo áhuga á að lesa sögu fyrirtækisins, er þetta ekki eitthvað sem við eigum að skammast okkar fyrir? Kom til greina að sleppa takinu og spara sögubókina og allar verslanirnar í öllum sparnaðar­ tillögunum sem fjallað var um í haust hjá sérstakri nefnd á vegum Alþingis?  Til upprifjunar mátti í áratugi bara selja mjólk í sérstökum mjólkur búðum. Í dag þykir þetta brandari. Draumurinn er líklega að taka búlagið í Svíþjóð til fyrirmyndar. Þar eru þeir búnir að kaupa vín ­ búgarð í Borðeyri hinni frönsku þar sem starfsmenn geta fullnum­ að sig í fræðunum.“ Á móti ein - okunar verslun skoðun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.