Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 KORT SEM GLEÐUR FJÁRMÁLASTJÓRA VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands FLUGFELAG.ISFYRIR ATHAFNAFÓLK OG FYRIRTÆKI SM ELL PA SSA R Í VE SK IÐ FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ FLUGKORTINU. Með því færðu drjúgan afslátt af farg jöldum og skilmálar kortsins henta vel þeim sem fljúga mikið innanlands. ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 6 78 42 0 2/ 14 HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTA KORT SEM VEITIR ÞÉR: • Afslátt af flugi innanlands • Sérþjónustu og fríðindi • Viðskiptayfirlit Sæktu um kortið á flugfelag.is eða sendu okkur tölvupóst á flugkort@flugfelag.is Hérna er planið: Á kjörtímabilinu klár ­ um við að leysa stóru vandamálin sem landið hefur setið uppi með undanfarin ár og nýta þau stórkostlegu tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir. Við ætlum að koma heimilunum úr skuldafjötrum og gera þau í stakk búin til að taka virkan þátt í efnahagslífinu, við erum markvisst að bæta starfsumhverfi fyrirtækja, við munum gera lífeyrissjóðunum kleift að fjárfesta í nýrri verðmætasköpun í land ­ inu, menntakerfið mun skila því fólki sem þarf til að þróa atvinnulífið og skapa verðmæti. Breytingar á fjármála­ og hús ­ næðiskerfinu munu gera fólki kleift að eignast húsnæði hraðar en áður. Ríkis ­ sjóður verður rekinn með afgangi svo að hægt sé að greiða niður skuldir og tryggja stöðugleika, einkum lægri verð ­ bólgu. Við stefnum að því að uppfylla Maastrichtskilyrðin þannig að þótt gjald ­ miðillinn verði áfram íslensk króna mun stöðugt undirliggjandi efnahagslíf endur ­ speglast í gjaldmiðlinum. Skattar verða áfram lækkaðir og hindrunum skipt út fyrir jákvæða hvata í atvinnulífinu. Við munum byggja upp aukin viðskipti við vaxandi nýmarkaðssvæði sem þegar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga. Við munum gera enn meiri verðmæti úr hinum eftir ­ sóttu auðlindum okkar og sækja fram á norður slóðum sem miðstöð í flutningum og hágæðaframleiðslu og jafnvel olíu­ og gasframleiðandi. Planið er að trúa á Ísland og gera þær ráðstafanir sem virkja krafta þess, fólksins og fyrirtækjanna. Afraksturinn getur hæglega orðið land þar sem velmegun og framfarir eru með því sem gerist allra best í veröldinni. Þú ert yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Finnst þér þú stundum vera of ungur fyrir starfið? Ja, einhverjir félagar mínir höfðu greint mig þannig þegar ég var fimmtán ára að ég væri sjötugur að innan. Reyndar held ég að ég hafi verið að yngjast síðan þá, sé yngri í anda. Núna er ég 38 ára, varð formaður flokksins 33 ára og búinn að sitja á þingi rúmt kjörtímabil svo að þetta hefur allt haft sinn aðdraganda og ég tel að ungur aldur minn sé ekki til trafala í störfum mínum sem forsætisráðherra. Ertu kominn með nægilega harðan skráp fyrir hinni pólitísku gagnrýni? Það tel ég vera. Það var ágætt að hafa starfað í fjölmiðlum áður en ég fór í póli ­ tíkina og maður vissi við hverju var að búast í stjórnmálunum, að þetta væri ekki allt sanngjörn eða eðlileg umræða. Eftir rúm fimm ár í pólitík þar sem umræðan hefur verið óvenjuóvægin er mað ur líka orðinn ýmsu vanur. Mér hefur virst að frá fyrstu vikum eftir að ég tók við sem forsætisráðherra hafi ég verið að ergja vissa hópa alveg óskaplega og raunar alveg frá því að ég hóf þátttöku í stjórn ­ málum. Í þessu samhengi má þó nefna – og það kemur þá kannski ekki heim og saman við það sem ég sagði áðan að ég væri alltaf að yngjast – að mér hefur fund ­ ist að með aldrinum hafi ég minni þolin ­ mæði gagnvart alls konar rugli. Minna umburðarlyndi gagnvart hvers kyns vit leysu. Það tengist því líklega að þegar mað ur er í stjórnmálum finnst manni alltaf hlut irnir ganga of hægt, maður vill sjá þá gerast hraðar, þannig að þegar verið er að eyða tímanum í eitthvert bull finnst manni að verið sé að sóa verðmætum tíma og kröft um sem nýta ætti í leit að lausnum og að framkvæma í samræmi við það. Þú skrifaðir fræga blaðagrein og talaðir um margvíslega gagnrýni á þig sem „loftárásir“ sem ýmsir töldu til marks um að þú værir afar hörundsár. Greinin snerist nú bara um að lýsa því sem blasti við og því hversu mikilvægt það væri fyrir lýðræðið að það ætti sér stað rökræða byggð á staðreyndum þar sem ólík sjónarmið kæmust að. Ég benti líka á dæmi um hversu ólík nálgunin væri í um ræðu um núverandi ríkisstjórn og þá síðustu. Fullyrðingarnar um að ég væri viðkvæmur fyrir gagnrýni komu einkum fram eftir viðtal í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem ég benti á að alls konar rangfærslur væru í gangi, slúðursögur um mig sem verið var að dreifa, jafnvel skipulega. Þá voru viðbrögðin við þætt ­ inum og þá aðallega úr einni átt, sem ég get alveg nefnt, frá Samfylkingunni, á þá lund að ég væri „viðkvæmur fyrir gagn rýni“. Nú er Samfylkingin kannski ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur frekar eitthvað sem kalla mætti regnhlífar samtök áhugafólks um eigið ágæti. Það veldur því að áherslan þar á bæ snýst meira um pólitíska leiki og spuna en eiginlega rök ræðu. Stundum verð ur þetta mjög augljóst og nánast skemmti legt því að flokk urinn hefur á kveðn ar starfsaðferðir sem eru orðnar býsna fyrir sjáanlegar. Ein af þeim er sú að gefa alltaf út línuna fyrir vikuna. Maður sér allt af þegar þingmenn Samfylkingarinnar og blogg ararnir þeirra byrja allir samtímis með sömu frasana eða setningarnar, eins og í þessu tilfelli skyldu allir segja að Sig mundur væri ofsalega „viðkvæmur fyrir gagnrýni“ og reyna að stimpla þetta inn. Meira að segja fyrrverandi for sætis ráðherra, Jóhanna Sigurðar dóttir, var tekin í viðtal og þá var það þetta sem stóð upp úr, að Sigmundur væri svo „viðkvæmur fyrir gagnrýni“, þótt það væri alls ekki svarið við spurningunni. Sama þegar Samfylkingin fór að reyna að stimpla það inn að við hefðum einhvers staðar talað um að skuldaleiðrétting heimil anna ætti að kosta 300 milljarða. Þá kom eng inn samfylkingarmaður fram öðru vísi en að koma þessu að. Þá vissi mað ur að þetta væri það sem ætti að koma næst. Í áðurnefndri grein, sem þú vitnar í, taldi ég óhjákvæmilegt að draga fram hvað ýmsir fjöl miðlar tækju ríkisstjórn þessara flokka öðrum tökum en síðustu ríkisstjórn, sem gerði þó verulegar bommertur og axar sköft. Hvernig meturðu stöðu Framsóknar ­ flokksins í Reykjavík fyrir borgar­ stjórnar kosningarnar sem verða eftir þrjá mánuði? Það hefur alltaf verið á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn í borginni. Eftir tvær síðustu kannanir, þar sem við vor um með 7,5% í annarri en tæp 3% í hinni, fletti ég því upp hvernig þetta hefði verið hér á árum áður. Flokkurinn var auðvitað þátttakandi í R­listanum en bauð fram undir eigin merkjum 2006 og 2010. Árið 2006 og áratuginn þar á undan virðist það hafa verið svo í aðdraganda borgarstjórnarkosninga að mjög fáir gáfu sig upp sem stuðningsmenn flokksins. Ég held ég fari rétt með að mánuði fyrir kosningarnar 2006 hafi flokkurinn mælst með 3%. En í kosningunum sjálfum gekk dæmið samt upp. Það er mikið verk fram undan á næstu þremur mánuðum við að ná fylginu upp en ég er viss um að það mun takast. Ég held við náum inn manni. Ég ætla jafnvel að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að við getum náð inn tveimur mönnum. Ég trúi því að fylgi BF eigi eftir að dala Einhverjir félagar mínir höfðu greint mig þannig þegar ég var fimmtán ára að ég væri sjötugur að innan. Reyndar held ég að ég hafi verið að yngjast síðan þá. forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.