Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 60

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 60
60 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Burtséð frá skattlagningunni finnst mér réttlætanlegt að þrotabú eða slitabú þessara fyrirtækja greiði ákveðnar bætur eins og þau hafa verið látin gera víða um lönd, ekki síst í Bandaríkjunum. Slík skattlagning eða greiðslur hafa tekið á sig ýmsar myndir en rökin fyrir þeim eru þau að það sé eðli legt að lögaðilar sem ollu ríkjunum eða samfélögunum fjárhagslegu tjóni taki þátt í að greiða fyrir það. Verðtryggingin er enn eitt stóra málið. Sérðu fyrir þér að verðtryggð lán verði alveg afnumin eða fest í lög að vextir verði ekki hærri en 2% ofan á verðtryggð lán í einhverjum tilfellum? Maður hefur svo sem velt þessu mikið fyrir sér vegna þess að það er svo skrítið hversu háir vextir eru lagðir ofan á verð ­ tryggingu. Ef maður skoðar vaxta stigið víða erlendis þar sem þó er einhver verðbólga og berum þá vexti saman við vexti sem tíðkast hér ofan á verð tryggingu þá nær þetta náttúrlega ekki nokkurri átt. Ég er því kominn inn á að það sé æskilegast að hverfa frá verðtryggða kerfinu í neytenda lánum. Ýmis rök hníga að því, meðal ann ars þau að verðtrygging neytendalána, þar með talið fasteignalána, veldur því að lögmál markaðarins virka ekki sem skyldi. Svo ég útskýri hvað ég á við: Það virðist vera alveg ljóst að fólk tekur ákvarðanir um hvaða húsnæði það kaupir, og hversu há lán það tekur, ekki út frá raunverulegum kostnaði, verðinu á peningunum, heldur út frá fyrstu afborgunum. Það er það sem þetta kerfi gerir – það felur kostnaðinn, blekkir neytandann svo að segja með því að henda kostnaðinum aftur fyrir. Á sama hátt er óæskilegt að stýrivextir Seðla bank ans, tækið sem hann notar, virki ekki vegna þess að verðtryggingin kippir virkni þess úr sambandi. Til að byggja upp heil ­ brigðara fjármálakerfi og betri virkni markaðarins tel ég að við verðum að fara út úr þessu verðtryggða umhverfi. En það er ekki þar með sagt að verð ­tryggð sparnaðarform eigi ekki rétt á sér og að ríkið geti kom ­ ið að útgáfu slíks enda eðlilegt að ríkið fjármagni sig verðtryggt, a.m.k. að hluta. Nú, greiðslubyrðin af óverð tryggðu lánunum er auðvitað mjög mikil framan af en greiðist hraðar niður. Bent hefur verið á að það gæti verið skil virkari nýting á vaxtabótakerfinu að veita fólki auk inn stuðning fyrst eftir að það tekur óverðtryggð lán og þá minni stuðning þegar á líður þegar fólk er byrjað að greiða lánið niður og greiðslubyrðin að minnka. Þú starfaðir eitt sinn sem fréttamaður á RÚV? Hvað finnst þér um RÚV núna? Við ræddum áðan hvort ég væri hörund ­ sár en ég get sagt ykkur að það eru engir hörundsárari en fréttamenn. Sé bent á að þeir hafi farið rangt með vilja þeir ekki leiðrétta það í lengstu lög né viðurkenna að þeim hafi orðið á í messunni. En um RÚV vil ég almennt segja að mér finnst mikilvægt að sú stofnun sinni því lög ­ bundna hlutverki sínu að fræða og halda uppi menningarstarfsemi en líka að gæta hlutlægni í fréttaflutningi sínum. Ég tel ekki að Ríkisútvarpinu sé stjórnað af einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum eða að bein tenging sé þangað inn frá einhverjun ákveðnum flokkum. Hins vegar er ákveðinn kúltúr ríkjandi á fjölmiðlum eins og öðrum vinnustöðum, og það hefur verið reynslan, ekki aðeins hér heldur víðar, að vinstrisinnað fólk leitar meira í þessi störf. Fjölmiðlamenn verða að gæta sín á því að vera ekki að koma sinni Hvernig flokkur er Framsóknar - flokkurinn? Ég hef skilgreint flokkinn þegar ég hef verið spurður að þessu sem flokk róttækrar rökhyggju. Hann er frjálslyndur miðjuflokkur, þ.e. stefna hans miðast ekki við fyrirfram mótaða hugmyndafræði til hægri eða vinstri heldur þá skoðun að rétt sé að rökræða alla hluti til að komast að bestu mögulegu niðurstöðu. Með öðrum orðum að þessi frjáls ­ lyndis þáttur í stefnu hans er að allir eigi rétt á sinni skoðun og til að rökstyðja hana. En þar með er ekki sagt að allar skoðanir séu jafnréttháar. Takið þið þá hvert mál fyrir sig og rökstyðjið það? Já, flokksþing til dæmis (sem hjá öðrum flokkum kallast lands ­ fundur) markast nokkuð af því að menn taka upp mál sem eru til umræðu í þjóðfélaginu og rökræða það hver sé besta nálgunin í hverju tilviki. Ef menn trúa því að rökræðan leiði í ljós að eitthvað sé rétt en annað rangt, eitt sé betra en annað, þá verða menn líka að vera reiðubúnir að berjast af hörku eða töluverðri festu fyrir því sem þeir telja að sé rétt. Þess vegna tala ég um róttæka rök hyggju. Það hefur kannski endurspeglast í stefnunni á undanförnum árum að við höfum tekið stóra slagi út af ákveðnum málum og gerðum það vegna þess að við höfðum komist að þeirri niðurstöðu að það væri rétt nálgun. Skuldamálin eru dæmi um þetta þar sem við stóð um frammi fyrir óvenjulegu vandamáli og veltum því mikið fyrir okkur, ekki aðeins innan ­ flokks heldur við hvern þann sem hafði skoðun á þessu máli, hvað væri hægt að gera við þessar óvenjulegu aðstæður. Svo komumst við að því að þessar óvenjulegu aðstæður kölluðu á óvenjulegar lausnir, með öðrum orðum að í þessu tilviki væri óvenjulega lausnin sú rökrétta, og vorum þá tilbúin að fylgja henni eftir. Andstæðingar ykkar hafa jafnvel kallað ykkur lýð skrums - flokk sem daðri við þjóð - ernishyggju? Já, þetta er auðvitað ævin ­ týralega vitlaust en það hefur orð ið aðeins vart við þetta og þá aðallega eftir að fylgið jókst í aðdraganda síðustu kosn inga. Augljóslega gramdist andstæð ­ ingunum, sérstaklega á vinstri vængnum, hvað flokkurinn fékk mikið fylgi í kosningunum. Ég held að þeir hafi verið bara undrandi, talið að þetta ætti ekki að geta gerst. Vinstriflokkarnir lögðu greinilega annað mat á eigin frammistöðu en við gerðum og fannst niðurstaða kosn inganna hreinlega röng. Kjósendur hefðu komist að rangri niðurstöðu og gripu þá til þess ráðs að segja okkur hafa verið með poppúlískan áróður og reyndu svo að setja það í sam hengi við það sem væri að gerast í öðrum löndum án þess að rökstyðja þetta á nokkurn hátt annan en þann að fylgi flokksins jókst og vísuðu til þess að fylgi ein hverra annarra flokka sem þeir tilgreindu hefði gert það líka. Þú hafnar því þá að þú hafir verið að taka Framsóknar - flokk inn langt til hægri líkt og hægri- og þjóðernissinnuðustu flokkarnir víða í nágranna lönd - unum, iðulega á grundvelli innflytjendamála? Við höfum lítið sem ekkert fjall ­ að um innflytjendamál og þau nánast ekkert verið á dagskrá hér. Það sem ég held að hafi verið rótin að þessum tilraunum eða tilburðum andstæðinga okkar vinstra megin til að setja á okkur ein hvern slíkan stimpil er að við vorum með tillögur sem mæltust vel fyrir en voru að þeirra mati poppú lískar. En hvað varðar umræðu um innflytjendamál hef ­ ur hún verið mjög lítil og nán ast ekki nein á Íslandi undan farin ár. Á hinn bóginn hefur Fram ­ sóknar flokkurinn alltaf verið þjóð legur flokkur. Meira að segja Jón Sigurðsson, sem var formaður flokksins um skeið, lagði áherslu á þetta og bjó til orðið þjóðhyggja; að Fram sóknarflokkurinn væri þjóð hyggjuflokkur sem tryði á þjóð ina og möguleika hennar og landsins. Þetta er auðvitað búið að vera gegnumgangandi stef í sögu þessa flokks allt frá því að hann var stofnaður í aðdraganda þess að Ísland varð fullvalda ríki. Flokkurinn spratt upp úr sjálf stæðisbaráttunni á margan hátt, eins og aðrir flokkar, og frá upphafi hefur áherslan verið á það að Íslendingum vegnaði best ef þeir hefðu sjálfir stjórn á eigin málum, hefðu fullt forræði sinna eigin mála. Það er ekkert nýtt að Framsóknarflokkurinn sé þjóðlegur. Big Brands Online Reykjavik Internet Marketing Conference 2014 Framundan er glæsilegasta Reykjavik Internet Marketing Conference (RIMC) ráðstefna sem haldin hefur verið. Aðalþema hennar er „Stór vörumerki á netinu“ með áherslu á félagsmiðla og samspil þeirra á markaðshagkerfi fyrirtækja. Meðal fyrirlesara eru topparnir í félagsmiðlum, leitarmarkaðssetningu og netsamskiptum frá KLM, Heineken, Geox, Roland, Nokia, Dell og Money & Travel Supermarket. Auk þeirra koma framkvæmdastjóri Google í Noregi, Jan Grønbech og framkvæmdastjóri Lenovo.com, Ajit Sivadasan. RIMC 2014 fer fram 28. mars á Grand Hotel Reykjavík Sjá allar nánari upplýsingar á heimasíðunni www.rimc.is European Search Awards 2014 European Search Awards er alþjóðleg samkeppni, meðal þeirra virtustu í internet markaðssetningu í Evrópu. Hátíðin er í boði Manual Link Building og SEMPO og verða verðlaunin afhent í tengslum við RIMC 2014. Verðlaunahátíðin verður á Grand Hotel Reykjaví k að kvöldi 28.mars. Hér má sjá allar tilnefningarnar: www.europeansearchawards.com/2014-shortlist forsætisráðherra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.