Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 63
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 63
og lagði undir. Þá var fótboltinn nægilega
góður fyrir verkalýðinn, sem hefur þurft að
hopa af hólmi.
Ungir enskir knattspyrnumenn, sem hafa
alist upp í verkamannastéttinni og náð
frama á knattspyrnuvellinum, hafa margir
hverjir sýnt hroka og litið stórt á sig – ekki
höndlað frægðina og peningana: orðið
fallandi stjörnur, þannig að það er orðið
eftirsóttara hjá enskum félögum að fá til sín
útlendinga, sem eru ekki eins pöbbaglaðir
og heimamenn.
Verkalýðurinn hefur ekki lengur efni á að
fara á völlinn – verður að láta sér nægja að
standa fyrir utan vallarmúrana og heyra í
þeim sem eru fyrir innan þá.
Þegar ég fór fyrst á völlinn á Englandi sem
unglingur greiddi pabbi innan við pund fyrir
miðann, en nú þurfa menn að greiða allt
upp í 126 pund fyrir góðan stað á heimavelli
Arsenal, um 24 þús. ísl. kr. Miðar á verri
svæði fara yfir þessa upphæð á svörtum
markaði.
1 Gylfi SiGurðSSON, Tottenham;
540 milljónir króna í árslaun.
2. ArON EiNAr GuNNArSSON, Cardiff;
120 milljónir króna í árslaun.
3. KOlBEiNN SiGþórSSON, Ajax;
100 milljónir króna í árslaun.
4. SölVi GEir OTTESEN, urax í
rússlandi; 80 milljónir króna í
árslaun.
5. BirKir BjArNASON, Sampdoria;
70 milljónir í árslaun.
6. EMil HAllfrEðSSON, Verona,
70 milljónir í árslaun.
Í Norergi eru íslensku leik
mennirnir með þetta 1,5
til 2,5 millj. kr. í laun á
mánuði, fyrir skatt.