Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 98
98 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
KAUPHÖLLIN
Áframhaldandi góður taktur
NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki heims. Það veitir viðskipta og kauphallarþjón
ustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex heimsálfum og með yfir 3.300 félög í viðskiptum er
það í fararbroddi stærstu markaða heims.
TexTi: Hrund HauKsdóTTir Myndir: Geir ólafsson
Aðspurður um horfurnar á hluta bréfamarkaði 2014
segir Páll Harðarson, forstjóri
Kaup hall arinnar, að hann sé
bjartsýnn á að áframhaldandi
góður taktur verði í uppbygg
ingu hlutabréfa mark aðar á árinu:
„Þar kemur margt til. Nýjum
fyrir tækjum á markaði hefur
verið vel tekið, eins og t.d. mik
il þátt taka í útboðum sýnir,
og horfur í efna hagslífinu eru
sæmilegar. Þá eru skráðir fjár
festingarkostir enn af skorn um
skammti og hluta bréfa mark
aður „á inni“ tvö földun til
þreföldun til að ná því sem oft
telst eðlileg stærð í hlut falli af
hagkerfinu. Sífellt fleiri fyrir
tæki eru líka að átta sig á kost
um skráningar og þar hjálpa
efl aust nýleg dæmi af skráðum
fyrir tækjum sem hafa náð að
lækka fjármögnunarkostnað
sinn um tals vert eftir að á
markaðinn var komið. Þá
bind um við vonir við að brátt
muni smáfyrirtæki nýta sér
skráningu á First Northmark
aðinn til vaxtar. Tvennt gæti
skipt þar miklu máli. Annars
veg ar að heimildir lífeyris
sjóða til kaupa á verðbréfum
skráð um á First North verði
rýmkaðar. Hins vegar að til
lögur starfshóps fjár mála og
efnahagsráðherra um skatta
ívilnanir vegna kaupa á hluta
bréfum í litlum fyrirtækjum
í vexti nái til lítilla fyrirtækja
á First North. Líkur eru á að
slíkar skatta ívilnanir nýtist allra
mest þeim smáu fyrirtækjum
sem taka skrefið á First North.“
Hvaða ný félög verða skráð
á árinu 2014?
„Það er erfitt að segja nákvæm
lega til um hvernig árið verður
varðandi skráningar, en þó
ber um við vonir í brjósti um að
þau fyrirtæki sem tilkynnt hafa
áætlanir sínar þar að lútandi,
þ.e. Sjóvá, Promens, Reitir, Eik,
Skipti og MP banki, muni láta
sjá sig á markaði á þessu ári
eða snemma á því næsta. Þá
hafa bæði Landsbankinn og
Ís landsbanki viðrað mögu leik
ann á skráningu á næstu miss
erum.“
fjöldi skráðra félaga og
markaðsvirði í árslok:
fjöldi skráðra félaga 18
þar af á aðalmarkaði 14
þar af á first North iceland 4
Heildarmarkaðsvirði 582,8
milljarðar kr.
þar af á aðalmarkaði 536,3
milljarðar kr.
þar af á first North iceland
46,6 milljarðar kr.
Stærstu félög í árslok:
félag/ markaðsvirði
össur hf. 103,9
milljarðar kr.
marel hf. 97,8
milljarðar kr.
icelandair group hf. 91,0
milljarðar kr.
eimskipafélag Íslands hf. 52,4
milljarðar kr.
Hagar hf. 46,8
milljarðar kr.
Velta og möguleg hækkun
vísitölunnar
dagleg meðalvelta alls 1.018
milljónir
Breyting vísitalna á árinu 2013:
Úrvalsvísitalan (OmXI6) 18,9%
Heildarvísitala (OmXIPI) 27,5%
Veltumestu hlutabréf:
félag/ Heildarvelta (milljarðar kr.)
dagleg meðalvelta (milljónir kr.)
Veltuhraði
icelandair group hf.
73,8 299 109%
eimskipafélag Íslands hf.
40,3 163 79%
marel hf.
28,8 116 28%
Vátryggingafélag Íslands hf.
27,8 163 152%
Hagar hf.
22,3 90 59%
„Sífellt fleiri fyrirtæki
eru líka að átta sig á
kostum skráningar
og þar hjálpa eflaust
nýleg dæmi af skráðum
fyrirtækjum sem
hafa náð að lækka
fjármögnunarkostnað
sinn umtalsvert eftir
að á markaðinn var
komið.“
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
fjÁrMÁl