Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 103

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 103
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 103 Fyrst ber að nefna nýlega skráningu olíu fé ­ lags ins N1. Var rúmlega fjórðungur hlutafjár boðinn almennum fjárfestum og eins og samkvæmt venju var margföld eftirspurn eftir hlutabréfunum. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands seint á árinu og veitti mörgum ágætis jólabónus. Þeir sem skráðu sig í almennu útboði fengu rúmlega 12 þúsund hluti á geng inu 15,3 krónur á hlut. Síðan félagið var skráð á markað hefur gengið verið á bilinu 18­19 krónur á hvern hlut, þó nær 19 krónum mestallan tímann. Einstaklingar sem ákváðu að selja sinn „skammt“ fengu að teknu tilliti til kostnaðar og fjármagnstekjuskatts um það bil 30 þúsund krónur í hagnað fyrir skammtinn. Gengi N1 er nú þegar hærra en það verð mat sem tvær greiningardeildir mátu fyrir tækið á við útboð þess, en þau verðmöt voru fyrir hvern hlut 15 krónur og 18,3 krónur. Sé litið á markaðsvirði félagsins saman borið við innra virði þess, það er eigið fé félagsins, þá virðast hlutabréf þess ekki vera dýru verði keypt. Miðað við núverandi hagnað þarf hins vegar tölu verðan bata til að hlutabréfin geti talist áhugaverður fjárfestingarkostur. Almennt er gert ráð fyrir tekjusamdrætti í rekstri olíu fyrir ­ tækja með tilkomu sparneytnari farar tækja, sem reiða sig jafnvel einungis á raf magns orku varðandi keyrslu. Því er líklegt að fram tíðar ­ möguleikar N1 í aukningu hagnaðar liggi fyrst og fremst í hagræðingu rekstrar. Það voru tvö útboð sem vöktu mesta at hygli á árinu. Bæði útboðin voru í trygg ingar fé ­ lögum og áttu þau sér stað með nokk urra daga millibili í apríl (annað var skráð í Kaup ­ höllina snemma í maí). Fyrra út boðið voru hlutabréf í VÍS á genginu 7,95. Lokagengi fyrsta dagsins sem viðskipti áttu sér stað með þau var 9,22. Á sjötta við skipta degi bréf anna var gengi bréfanna komið í 10 sem þýddi að þeir sem keyptu í frumútboðinu höfðu ávaxtað fé sitt um 25% og gott betur á þeim stutta tíma. Eftir gott hálfsársuppgjör hækkaði gengi hlutabréfa félagsins enn frekar og var komið yfir 11 krónur fyrir hvern hlut í byrjun ágústmánaðar. Síðan þá hefur gengi VÍS aftur á móti lækkað örlítið. Kemur það aðallega til vegna undirliggjandi eigna félagsins. Þó svo að ávöxtun innlendra hluta ­ bréfa hafi verið viðunandi síðari hluta ársins hefur ávöxtun skuldabréfa verið slök síðustu mánuði ársins, en stór hluti fjárfestinga trygg ingafélaga er almennt í slíkum bréfum (íslensku tryggingarfélögin eru þar engin undantekning). Því til viðbótar hefur styrk ing krónunnar síðustu mánuði ársins haft þau áhrif að verðmæti erlendra eigna trygg inga r félaga í íslenskum krónum er talið hafa minnkað. Hagnaður VÍS hefur undanfarin ár verið að mestu leyti bundinn við ávöxtun fjáreigna í safni fyrirtækisins en aðeins að litlum hluta vegna rekstrar í tengslum við tryggingar, sem er auðvitað undirstaða sköpunar á auknu virði þess. Erfitt er að meta hvaða áhrif gengis ­ sveifl ur eignasafnsins hafa á væntingar fjár ­ festa. Það sem skiptir fjárfesta þó mestu máli varð andi afkomu VÍS til lengri tíma er afkoma rekstrarins á tryggingarstarfsemi félagsins. Vísbendingar sjást í uppgjörum félagsins um að vænta megi betri afkomu af þeim hluta starfsemi félagsins næstu misseri. Verði þau að veruleika gætu hlutabréf félagsins hækkað enn meira en valdi sá liður afkomunar vonbrigðum er hætt við að fjárfestar sýni þeim minni áhuga. Hagnaður VÍS hefur undanfarin ár verið að mestu leyti bundinn við ávöxtun fjáreigna í safni fyrirtækisins en aðeins að litlum hluta vegna rekstrar í tengslum við tryggingar, sem er auðvitað undirstaða sköpunar á auknu virði þess. Tæplega tveimur vikum eftir að bréf VÍS voru skráð í Kauphöllina bætust hlutabréf TM í hóp skráðra félaga á skipulögðum mark aði. Útboðsgengið var 20,10 en gengi bréfanna hækkaðiskarptog var lokagengi fyrsta viðskiptadags þeirra í Kauphöllinni 26,70. Rekstur félagsins gekk vel á árinu 2013 og var afkoma vegna rekstrar þess í trygg ­ ingargeiranum afar góð. Sú afkoma endur ­ speglaðist í virði hlutabréfa þess en gengi þeirra náði um tíma að fara yfir 33 krón ur fyrir hvern hlut. Eins og með gengi hluta bréfa í VÍS dalaði gengi hlutabréfa í TM síðustu vikur ársins 2013 því líklegt er að fjárfestar hafi tekið tillit til slakrar afkomu í eigna safni félagsins vegna styrkingar íslensku krón ­ unnar og almennrar lækkunar á skulda bréfa ­ mörkuðum. Fjárfestar gera ráð fyrir betri afkomu frá rekstri TM en VÍS sé litið á verðlagningu hluta bréfa félaganna á markaði út frá innra virði þeirra (svokallað V/I­hlutfall). Segja má að markaðsaðilar geri ráð fyrir að reksturinn verði tiltölulega svipaður og hann hefur verið síðastliðið ár sem þýðir að flökt í afkomu félagsins varðandi tryggingarstarfsemi muni koma fram með nokkuð beinum hætti í gengi hlutabréfa þess. Frumútboð 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.