Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 111

Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 111
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 111 Það var mikið um dýrðir í Hörpu þegar FKA; Félag kvenna í atvinnu - lífinu, afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda fólks úr atvinnu lífinu. FKA fagnar fimmtán ára afmæli á þessu ári. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félagsins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskipta ráðherra þrjár viðurkenningar. FKA-verðlaunin veisla fka í Hörpu: Liv Bergþórsdóttir hlaut FKA-viðurkenn- inguna: átti ekki far- síma Liv Bergþórsdóttir, for - stjóri Nova, hlaut aðal - viður kenn ingu FKA í ár. Undir stjórn henn ar hefur félagið vaxið ört á hörð- um samkeppnismark aði og var Liv kosin Markaðs - mað ur ársins 2012. Hún hafði sjálf aldrei átt far- síma þegar hún hóf störf í símageiranum. Nova hefur náð nærri þriðj ­ ungi af markaði í farsímaþjón­ ustu hér á landi og fyrir tæpu ári hlaut Nova hæstu eink unn allra fyrirtækja í Ís­ lensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð. Ennfremur mældust viðskiptavinir félags ins þeir ánægðustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Þá var Nova í öðru sæti í VR­ könnun ársins yfir ánægju starfsmanna í flokki stærri fyrirtækja. Það var tilnefnt til markaðsverðlauna ársins 2013 í þriðja skipti en Nova var markaðsfyrirtæki ársins 2009. Í dag vinna um 140 manns hjá fyrirtækinu – á „stærsta skemmtistað í heimi“, eins og slagorðið hljómar. Liv hóf þakkarræðu sína í Hörpu á því að mæla með nýju lögunum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. „Ég hef fengið mörg tækifæri til að vaxa í starfi og sum þeirra hafa einmitt komið til vegna þess að ég er kona og vegna þessarar lagasetningar,“ sagði hún. Frjáls verslun hitti Liv daginn eftir þar sem hún sagðist fjarri því að hafa verið á þessari skoðun áður fyrr. Þegar norska símafyrirtækið Telio auglýsti eftir konu í stjórn var Liv mjög efins um að sækja um þótt í auglýsing unni væri verið að leita eftir stjórn­ ar manni með reynslu á hennar sviði. „Ég man að það truflaði mig mikið að sérstaklega væri auglýst eftir kvenkyns stjórnar manni,“ rifjar hún upp. Á þeim tímapunkti þurfti símafyrirtækið Telio að ráða tvo nýja stjórnarmenn og út af kynjakvótanum varð a.m.k. annar þeirra að vera kona. „Ég spurði mig seinna af hverju ég hefði verið svona ofsa lega upptekin af því að vera konan sem var ráðin. Af hverju var eitthvað verra að vera stelpan sem var ráðin en ekki strákurinn?“ spyr Liv og telur að þetta sé nauðsynleg leið og gagnleg til að auka fjölbreytni í stjórnum landsins, öllum til hagsældar, og senni ­ lega þyrfti að viðhalda regl ­ unni í þrjú til fimm ár. „Í stað þess að neita þessari aðferð ákvað ég frekar að nýta tækifærin til að sýna sjálfri mér og öðrum að ég ætti fullt erindi í hópinn,“ segir hún. „Maður sér hve hægt hlutirnir breytast og eitthvað róttæk ara þarf að gerast þegar maður hefur öðlast reynslu í viðskiptalífinu. Þetta snýst um að breyta öllu kerfinu, ekki bara fjölga konum í stjórnum,“ leggur hún áherslu á. Bendir einnig á þá staðreynd að í fyrra voru konur aðeins 10 pró s ent framkvæmdastjóra og for stjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. átti ekki farsíma Ferillinn á fjarskiptamarkaði hófst árið 1998. „Ég planaði ekki neinn frama á þessu sviði, en í geirum þar sem er mikill vöxtur og miklar breyt ingar eru líka oft mikil tæki færi. Ég bjó í London frá 1994­1995 og fylgdist með því þegar farsímaæðið var að byrja. Ég hafði sjálf aldrei átt farsíma þegar ég hóf störf í símageiranum en upphafs­ árin hjá Tali voru gríðarlega Mynd: Geir ólafsson LEGGJA ALLT UNdIR Um FKA sem veitti henni viðurkenningu ársins segir Liv að sér finnist heiður að fá viðurkenningu frá þessum félags skap í atvinnulífinu. „Þarna eru að stórum hluta konur sem hafa margar lagt allt sitt undir í stofnun eigin fyrirtækis. Ég er meira eins og atvinnustjórnandi og hef sjálf ekki tekið mikla áhættu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.