Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 113

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 113
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 113 Rakel í Skema fékk Hvatningarviðurkenningu FKA: Syndum á móti straumnum Rakel Sölvadóttir, stofn andi Skema, segir að fyrir tækið syndi á móti straumn um. Hún vill rót tækar breyt - ingar á kennslu háttum en Skema kennir ungu fólki frá sex ára aldri að forrita. „Það er rosalega gott að finna að maður hafi stuðning því að við í Skema erum í raun að synda á móti straumnum. Okkar verk efni snúa að róttækum breytingum á kennsluháttum og koma inn á pólitík. Við viljum umbylta menntakerfinu og það er gott að fá hvatningu til að halda því áfram,“ segir Rakel Sölvadóttir, tölvunarfræðingur og stofnandi Skema, sem hlaut hvatningarverðlaun FKA. Í byrjun síðasta árs komst sprotafyrirtækið Skema á lista tímaritsins Forbes yfir þau tíu sprotafyrirtæki sem vert væri að fylgjast með árið 2013 og talsverðrar eftirvæntingar hefur orðið vart í íslenska sprotaheim­ inum vegna þeirra tækifæra sem Skema er talið standa frammi fyrir. Þá hafa kraftur og áræði Rakelar Sölvadóttur vakið mikla athygli. Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum – með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og hyggst stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn­ og framhalds ­ skól um landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á ýmsa þætti þroska og námsgetu barna. Segja má að aðferðafræði Skema sé studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hefur það áhuga verða markmið að kenna ungu fólki frá sex ára aldri að forrita. Rakel hefur kynnt viðskipta ­ módel sitt undir merkjum re Kode Education á ráðstefn­ um bæði í New York og San Francisco undanfarin misseri og um mitt síðasta ár var tekin ákvörðun um að hefja starf­ semi vestanhafs síðar á þessu ári, nánar tiltekið í Redmond í Washingtonríki. Rakel segist finna fyrir því að konur standi meira saman núna en áður: „Það er ekki það sama að vera kona, og einstæð móðir eins og ég, og karl að reka fyrirtæki. Ég fer t.d. frekar ein á fundi en með karlkyns starfs­ manni því þá færist athyglin mest á hann, þótt ég sé þarna í mínum töffaragalla og allt. Okk ur FKA­konum finnst gott að fá ráð hver hjá annarri,“ segir Rakel. Fleiri munu fylgja „Ég kem bara til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Rakel og bendir á að það þurfi konur að gera hvernig sem viðrar. „Við þurfum að stíga fram. Ef við erum t.d. beðnar að halda fyrirlestra eigum við að segja já, þótt það fari út fyrir þægindamörkin. Því meiri sem sýnileiki kvenna er því fleiri munu fylgja á eftir.“ Skema kennir ungu fólki frá sex ára aldri forritun sem tungu­ mál framtíðarinnar, en Rakel telur að hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, þekkingu og tæknilæsi. Rakel hefur gagnrýnt kennsluhætti skólakerfisins en sjálf hefur hún reynslu af því að vera „týnd“ í skólanum, nokkuð sem sonur hennar upplifði líka. Upp úr því spratt Skema. Yngsti kennari Skema er átta ára en meira en 2.000 börn hafa lært að forrita á námskeiðum þess. Skema hyggst opna tæknisetur á fimm ólíkum stöðum í Banda­ ríkjunum en einnig er horft til nokkurra Evrópulanda. Rakel Sölvadóttir, frumherji í Skema, segir að konur verði að stíga fram og t.d. aldrei að neita því að halda fyrirlestra þótt það fari út fyrir þæg­ indamörkin. „Við viljum um­ bylta menntakerfinu og það er gott að fá hvatningu til að halda því áfram.“ Svana Helen Björnsdóttir og Rannveig Rist. Ester ólafsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir og Þóra ólafsdóttir. Margrét Tryggva­ dótt ir, Gunnar ólason, Elías Guð­ mundsson og Guðrún Einarsdóttir.Auður Húnfjörð, Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Sunna Jóhannsdóttir. VEiSlA fKA í HörPu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.