Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 121
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 121
ICELANdAIR
Öll ferðamál fyrirtækisins á einni hendi
Með fyrirtækjasamningi er veittur veltutengdur afsláttur af
fargjöldum til allra áfangastaða Icelandair og fyrirtæki getur
nálgast nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
TexTi: Hrund HauKsdóTTir Myndir: Geir ólafsson
Fyrirtæki sem gera samning við Icelandair njóta þess í
hagkvæmari rekstri, betri tím
anýtingu og ánægðara starfs
fólki, segir Sigríður Björns dóttir
Verkefnastjóri Fyrir tækjasölu
Icelandair.
„Við gerð samnings fá fyrir
tækin tengilið, ferðaráðgjafa í
við skiptasöludeild, sem ann
ast öll ferðamál fyrir tæki sins.
Ferðaráðgjafinn nýtir reynslu
sína til að finna bestu ferða
áætlun og hag stæðustu far
gjöld in hverju sinni og heldur
utan um allar upplýsingar sem
nauð synlegt er að gefa upp
við bókun. Þetta fyrirkomulag
tryggir flýti og hagræði fyrir
viðskipta vininn auk þess sem
kynni þjónustufulltrúa af við
skiptavini og vitneskja um
sérstakar óskir hans gera okkur
kleift að veita honum enn betri
þjónustu.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á
vefnum
Þeim fyrirtækjum sem gera
samning við Icelandair fyrir
starfs menn á sínum vegum
stendur til boða beinn að
gang ur að afmörkuðu vef
svæði. Þar er alltaf hægt að
nálg ast upplýsingar um stöðu
við skipta ásamt yfirliti yfir
flugleiðir, ferðadaga og nöfn
starfsfólks sem ferðast á vegum
fyrir tækisins á hverjum tíma.
Þeir sem gera fyrirtækja
samn ing njóta strax góðs af
sérstöku afsláttar fyrir komu
lagi sem nær til flughluta
Ice landair. Afslátturinn tekur
mið af heildarfargjaldanotkun
fyrirtækisins og reiknast á
þriggja mánaða tímabili. Ekki
er gerð krafa um lágmarks
upp hæð og afslátturinn reikn
ast strax frá fyrsta flugi eftir
undirritun samningsins.
Við fjárfestum nýlega í upp
færslu á vefnum; hann er nú
orðinn mjög notendavænn
og hægt að taka nákvæmar
skýrslur þar út.
Neyðarsími
Icelandair býður fyrirtækjum
með fyrirtækjasamning upp
á sólarhringssímaþjónustu.
Ef viðskiptavinur þarfnast
aðstoðar utan almenns af
greiðslu tíma á Íslandi (9:00
17:00 alla virka daga) getur
hann hringt í neyðarsímann
og fengið aðstoð m.a. með
eftirfarandi:
Breytingar á farseðli
Breytingar á áætlun
Bókunarbreytingar
Almennar leiðréttingar
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur
umsjón með hverju fyrir tæki og
við erum með neyðar núm er sem
er opið allan sólar hring inn.“
„Þeir sem gera fyrir
tækjasamning njóta
strax góðs af sérstöku
afsláttarfyrirkomulagi
sem nær til flughluta
Icelandair.“Efri röð: Jensína Helga, Dröfn, Guðrún Helga, Helga, Sigurlína og Kolbrún.
Neðri röð: Þórdís, Ásta, Kristín, Guðný og Sigríður Sól. Á myndina vantar Agnesi og Guðbjörgu.
Sigríður Björnsdóttir, verkefnastjóri fyrirtækjasölu Icelandair.