Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 126

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 126
126 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 HILTON REYKJAVÍK NORdICA Fyrsta flokks ráðstefnuhótel Eitt glæsilegasta hótel landsins, Hilton Reykjavík Nordica, hefur tekið miklum breytingum sem miða að því að auka þægindi gesta og auka þjónustu. Að auki hafa ný rými verið opnuð á hótelinu og frekari breytingar eru á framkvæmdastigi. TexTi: Hrund HauKsdóTTir Myndir: Geir ólafsson Gestir upplifa notalegar breytingar um leið og geng ið er inn um aðalinngang hó telsins og óhætt að fullyrða að umgjörðin sem tekur á móti gestum sé hlýrri og heimilis­ legri en áður og endurspegli um leið þann glæsileika sem ein kennir hótelið. Ingólfur Har aldsson hótelstjóri segir að mark miðið hafi verið að ná fram betri nýtingu á jarðhæð hótelsins með því að brjóta það upp og útbúa í raun nokkrar litlar setustofur. litlar setustofur Allir gestir hótelsins geti nú fundið sitt uppáhaldssvæði til þess að lesa blöðin, fá sér kaffi ­ bolla eða undirbúa sig fyrir dag inn. „Við sjáum að fólk er í auknum mæli að setjast niður á litla fundi í alrýmum og við vild um vera í takt við það,“ segir Ingólfur Haraldsson hótel ­ stjóri. VOx lounge „Nýtt rými, VOX Lounge, hef ur að auki bæst við á jarð­ hæð hússins; þar sem áður var útisvæði er nú komin eink ar hlýleg og glæsileg arin stofa. Þetta rými nýtist jafnt fyrir fundi og hvers kyns einka ­ sam kvæmi en er að auki kær ­ komin viðbót við VOX Bar, sem jafnan er þéttsetinn. Það er Björgvin Snæbjörnsson, arkitekt hjá Apparat, sem á veg og vanda af innanhússhönnun hótelsins og hefur unnið náið með stjórnendum til að ná sem bestum árangri. Framundan eru þó frekari breytingar og á næstu mán ­ uð um bætist við fjölnota við ­ burða rými sem fengið hefur nafnið VOX Club. Hugmyndin að baki VOX Club er að þar sé boðið upp á hrárri umgjörð en hefur þekkst á Hilton Reykjavík Nordica. Rýmið kemur til með að nýtast sem skemmtilegt fundarherbergi fyrir þá sem vilja hugsa aðeins út fyrir kass ­ ann eða skapa sinn eigin ævin ­ týraheim. Nýtt rými – ný upplifun Í þessu rými verða innréttingar og húsgögn færanleg og áhersla lögð á að búa til nýja upplifun fyrir gesti hótelsins. Að auki tengist þetta rými bæði VOX Restaurant, sem kemur um leið til með að geta þjónustað allt að 350 manns í sitjandi borðhaldi á VOX Restaurant og VOX Club. Enn fremur verður hægt að opna inn í ráðstefnu­ og veislusali á jarðhæð sem aftur eyk ur möguleika á nýtingu. Þessar framkvæmdir opna skemmtilega möguleika fyrir stórviðburði; sýningar, árshátíðir og fleira. Við getum nú tekið á móti allt að tvö þús ­ und manna viðburðum þar sem hægt er að setja upp mis ­ mun andi þemu á hverju svæði sem aftur eykur líkurnar á því að gestir geti notið fjölbreyttra Fjölmargir nýta sér opin rými á hótelinu fyrir smærri fundi. rÁðSTEfNur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.