Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 Fjárhættuspilavíti frekar en markaður Mikill veltuhraði er stundum merki um að hlutabréfamarkaður sé farinn að líkjast fjárhættuspilavíti en markaði þar sem ígrundaðar fjárfestingar ráða ríkjum. texti: Már WolfGanG Mixa M et voru sett í veltuhraða rétt áður en bandaríski hlutabréfa­ mark að­ urinn snarféll árin 1929-1932. Sama átti sér stað í mars árið 2000 þegar æðið í kringum hlutabréf tengd ver aldar vefnum náði hámarki. Nýtt met í veltu­ hraða var slegið og ekki leið á löngu þar til NASDAQ­vísitalan, sem mælir að stórum hluta til gengi hlutabréfa í tæknigeir­ anum, féll um tæp 90%, sem var svipað fall á gengi hlutabréfa og átti sér stað árin 1929-1932. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjun­ um og flestum vestrænum mörkuðum hefur hins vegar hækk að síðustu ár. Sú staðreynd að mikill veltuhraði var á banda ­ rískum hlutabréfamörkuðum árin 2010 og 2011 hefði í huga margra verið fyrirboði um lækkun á gengi hlutabréfa – en það hef­ ur sannarlega ekki gengið eftir. Hugsanlega hafa ofurfjárfestar haft mikil áhrif á þeim tímapunkti enda átti töluverð hækkunarhrina sér stað mestallt það tímabil á bandarískum hlutabréfum. Svipuð staða var á Íslandi þegar velta hlutabréfa var um tíma vart mælanleg. Mynd 1 dregur saman veltuhraða og gengi íslensku OMXI8­hluta ­ bréfa vísitölunnar síðustu 25 mánuðina. Engin merki sjást um að breytingar í veltu hafi verið fyrirboði um hækkun eða lækkun hlutabréfa. Vorið 2013 var mikil velta á hlutabréfum þegar VÍS og TM voru skráð í kauphöllina Nasdaq Iceland og svo aftur í ársbyrjun 2014 en hlutabréfa­ vísitalan féll í kjölfar þeirrar veltu­ aukningar. Töluverður kippur var síðan aftur í veltunni í október og nóvember á síðasta ári en þá jókst virði hlutabréfavísitölunnar í framhaldi af henni. Hugsanlega er þetta merki um að íslenskur markaður sé tiltölulega virkur í dag í ljósi þess að veltan er í alþjóðlegum sam anburði ekki há en þó það stöðug að hér ríkir ágætis seljan­ leiki á hlutabréfum. Má því leiða líkum að því að á Íslandi sé gott jafnvægi á milli seljanleika og kostnaðar fyrir hlutabréf. Gengi hlutabréfa í Banda­ ríkjunum og flestum vest­ rænum mörkuðum hefur hækkað síðustu ár. Hlutabréf Magn viðskipta árin fyrir hrun S jálfur minnist ég þess vel hversu mikið viðskipti jukust með hluta­ bréf árin fyrir hrun. Ég hafði starf að á innlendum verð bréfa ­ markaði samfleytt í átta ár fram að ársbyrjun 2005 þegar ég tók mér hlé frá slíkri vinnu. Þegar ég hóf störf á nýjan leik á verðbréfamarkaði í upphafi árs 2007 varð ég orð laus yfir því aukna viðskiptamagni sem hafði átt sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði. Ekki var óalgengt að viðskipti fyrir meira en milljarð króna ættu sér stað á fyrstu augnablik unum eftir að Kauphöllin opnaði fyrir viðskipti dag hvern, með einstök viðskipti sem námu oft yfir 100 milljónum króna (hvert hlutabréf Kaupþings banka var til dæmis verðlagt í kring um þúsund krónur á þessum tíma og voru því hver viðskipti með bréf bankans oft í kringum 100 milljónir króna). Þetta mikla magn viðskipta hélst stöðugt fram að falli bankanna og íslensks hlutabréfamarkaðar. Met voru sett í veltuhraða rétt áður en bandaríski hlutabréfa mark­ að urinn snarféll árin 1929­1932. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Árlega stendur VR fyrir kjöri á Fyrirtæki ársins. Niðurstöður stærstu vinnumarkaðskönnunar á Íslandi liggja nú fyrir. Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015. Stór fyrirtæki 1. Johan Rönning 2. Öryggismiðstöð Íslands 3. Nordic Visitor Iceland 4. S4S 5. Bræðurnir Ormsson 6. Opin kerfi 7. Securitas 8. Lex 9. Vistor 10. TM Software Yfir helmingur fyrirmyndarfyrirtækja í ár eru ný á lista. VR óskar fyrirmyndar­ fyritækjum, stórum sem smáum, til hamingju með frábæran árangur! Millistór fyrirtæki 1. Miracle 2. Expectus 3. Basis 4. Sjónlag 5. Libra 6. Tengi 7. Fálkinn 8. Hugsmiðjan 9. Margt smátt 10. Árnason Faktor Lítil fyrirtæki 1. Vinnuföt 2. Skattur og bókhald 3. Bókhald og uppgjör 4. S. Guðjónsson 5. Sigurborg 6. xRM Software 7. Spölur 8. Fossberg 9. Artasan 10. Iðnmennt/Iðnú Fyrirtæki ársins 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.