Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 28
28 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 S agt er, og það ugg ­ laust með tals verðum rétti, að al þjóð leg sam keppnis staða þjóða ráðist ekki fyrst og fremst af auðlindum þeirra eða stærð held ur miklu fremur menntunarstigi þeirra. Mennt un er auðvitað marg slungið fyrirbæri og degin um ljósara að fólk til ­ einkar sér hana ekki einungis á skólabekk. Hitt liggur jafnframt fyrir að menntun hefur í vax­ andi mæli færst inn í formlegar skólastofnanir. Láta mun nærri að Íslendingar á skólaskyldu­ aldri verji nú orðið meira en helm ingnum af vökutíma innan skólaveggja eða við skólanám í heimahúsum. Sama skipulag gildir í aðalatriðum meðal ann­ arra þróaðra þjóða. Því hlýtur það að vera nokkurt áhyggjuefni fyrir okkur Íslend­ inga að vísbendingar eru uppi um skólakerfi okkar sinni ekki hlutverki sínu svo viðunandi sé og þjóðin sé í því efni að dragast aftur úr öðrum. Meðal annars hafa alþjóðlegar mælingar, eink­ um svokallaðar PISA­kannanir, sem Efnahags­ og framfarastofn­ un Evrópu stendur fyrir, reglu­ lega komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólamenntun hér á landi sé slök í samanburði við flestar nágrannaþjóðir okkar svo ekki sé minnst á hagvaxtarþjóð­ irnar í Austur­Asíu. Hvað sem þessu veldur er það örugglega ekki fjárskortur. Fyrir liggur að í grunnskólakerf­ ið íslenska er veitt hvað mestu fé af OECD­löndum. Sá hluti menntakerfisins sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma stendur sig skást í alþjóðlegum sam­ anburði, þ.e. háskólakerfið, nýtur hins vegar hvað minnstra fjárveitinga í alþjóðlegum sam ­ anburði. Því má ljóst vera að orsökin liggur dýpra. Sennilega er hana fyrst og fremst að finna í skipulagi og stjórnun mennta­ kerfisins. Þessir þættir hafa sem alkunna er verið á könnu hins opinbera áratugum saman. Þar hefur greinilega skort alvarlega á þann skilning á menntun og því samspili aðhalds og hvata sem fyrir hendi þurfa að vera til að ná viðunandi árangri á þessu mikilvæga sviði þjóðlífsins.“ texti: sVaVa jÓnsdÓttir ragnar ÁrnaSon prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL Hvað er að í menntakerfinu? Álitsgjafar „Mennt un er auðvitað marg slungið fyrirbæri og degin um ljósara að fólk til einkar sér hana ekki einungis á skólabekk.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.