Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 29 B andaríska stórfyrir tæk­ ið General Electric á nokkra virðingu skilið, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að það er enn hluti af Dow Jones­vísitölunni. Eitt fyrirtækja eftir 119 ár. Þegar hinn tápmikli Jack Welch stýrði GE haslaði fyrirtækið sér m.a. völl í fjármálaþjónustu. Einna hæst bar þar kaup á einum stærsta fjárfestingarbanka Bandaríkj­ anna. Kaupin enduðu nánast með sjálfsmarki og bankamenn voru Jack töluvert til ama eftir þær raunir. Jeff Immelt var klár í baráttuna þegar hann tók við af Jack í byrjun september 2001. Örfáum dögum seinna var ráðist á tvíburaturnana í New York og GE varð fyrir skakkaföllum í fjármála­ og tryggingarstarfsemi sinni. Og mjög varð á brattann að sækja í þeirri „deild“ GE sem framleiðir þotuhreyfla. Í fjár málakreppunni datt þessi risi nánast kylliflatur og þurfti að teygja sig í hönd ríkisins, og Warrens Buffetts og kumpána hjá Berkshire Hathaway, til að ná aftur áttum. Undanfarin ár hefur Immelt lagt áherslu á að minnka umsvif sem tengjast fjármálastarfsemi. Það sem áður var á köflum mjög ábatasamt fyrir GE er orðið dragbítur á arðsemi fyrirtækisins. Í síð­ asta mánuði var tilkynnt að stór hluti starfsemi GE Capital hefði verið seldur. Fjármálaarmur GE snarminnkar, verður nánast „the biggest loser“. Nú verður áherslan á, með orðum Immelts, að GE verði „iðnaðarfyrirtæki … með meiri vexti, meiri skerpu og minni áhættu“. Og ofuráhersla á þróun og sköpun enda rennur þar fyrirtækinu (Edison) blóðið til skyldunnar. Hluthafar gætu svo uppskorið sæmilega með tíð og tíma en hlutskipti þeirra hefur að mörgu leyti verið eins og aðdáenda Liverpool undan­ farin ár. Iðulega miklar vonir en uppskeran í rýrara lagi.“ Heim í heiðardalinn loFtur ólaFSSon sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN „Nú verður áherslan á, með orðum Immelts, að GE verði „iðnaðar fyrir ­ tæki … með meiri vexti, meiri skerpu og minni áhættu“.“ Á sta Bjarnadóttir seg­ ir gallann við flest ráðningarferli og þar með talin atvinnuviðtöl að of mikið sé um staðreynda­ spurningar og almennt spjall en of lítið um gagnlega og skipu lega upplýsingaöflun. Hún segir þetta leiða til þess að sá sem ræður í starfið kynnist kandídötun um ekki nógu vel og hafi í raun ekki nógu góðan grunn fyrir samanburð. „Það er ekki heppilegt að treysta á umsagnaraðila því niðurstöður rannsókna sýna að umsagnir segja ekkert sérstak­ lega vel fyrir um hegðun eða frammistöðu í starfi. Ráðningar- viðtöl hafa því mikið vægi í flest- um ráðningum og það er mikil­ vægt að nota þau virkilega vel til að kynnast hverjum og einum. Aðalreglan í ráðningarviðtölum er að spyrja alla sömu spurn­ inga. Því má bæta við sem meginreglu að mikilvægt er að spyrja líka erfiðra spurninga. Það má ekki óttast of mikið að viðkomandi móðgist og afþakki starfið; þvert á móti er líklegra að erfiðar spurningar auki bara virðingu hæfra umsækjenda fyrir bæði starfinu og vinnustaðnum. Þær spurningar í atvinnuviðtölum sem oft eru mest gefandi eru spurningar sem fara inn í erfið atriði í fyrri reynslu og hegðun kandídatsins. Þá er mikilvægt að reyna að fá fram skýringar á því hvað viðkomandi gerði og hvers vegna. Hver var hugsunin á bak við erfiðar ákvarðanir sem hann eða hún tók eða á bak við erfiðar aðgerðir sem farið var í? Þá er hægt að spyrja um mistök sem viðkomandi hefur gert, t.d. ráðningarmistök ef hann er stjórn andi, áhættu sem hann tók sem skilaði ekki árangri, hverju viðkomandi myndi breyta ef hann gæti byrjað aftur á starfs­ ferlinum eða hvenær hann eða hún hafi lent í erfiðum samskipt- um við samstarfsmenn. Það sem maður er að leita eftir er að kynnast hugsunar­ hætti einstaklingsins og líklegri hegðun í gegnum þessi svör. Við erum líka að leita eftir því hvort umsækjendur hafi áttað sig á eigin takmörkunum, hvort þeir hafi lært af reynslunni, hvort þeir hafi metnað fyrir því að laga það sem úrskeiðis fer, hvort þeir séu meðvirkir og síðast en ekki síst hvort einstaklingurinn er ein lægur og tilbúinn að segja frá óþægilegri reynslu.“ óhreina tauið í atvinnuviðtalinu Dr. ÁSta BJarnaDóttir ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐSSTJÓRNUN „Aðalreglan í ráðningar­ viðtölum er að spyrja alla sömu spurninga. Því má bæta við sem meginreglu að mikilvægt er að spyrja líka erfiðra spurninga. Það má ekki óttast of mikið að viðkomandi móðgist og afþakki starfið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.