Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 38
38 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015
frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02
klippt á borðann
til Portlands
Icelandair flýgur núna á fjórtán áfangastaði í NorðurAmeríku. Portland er þriðja borgin sem
félagið flýgur til á norðvesturströnd Kyrrahafsins, hinar eru Seattle og Vancouver.
texti: jÓn G. HauKsson
Þ
að var hátíð í bæ
á Keflavíkurflug-
velli þegar
Iceland air fór
fyrsta áætlunar
flugið til borgar-
innar Portlands í Oregonríki í
Bandaríkjunum. Þeir Hlynur Sig
urðsson, framkvæmdastjóri Ke
flavíkurflugvallar, og Birkir Hólm
Guðnason, framkvæmda stjóri
Icelandair, klipptu á borðann til
að fagna tímamótunum.
Farþegum í fyrsta fluginu var
boðið upp á sérbakaða og
skreytta tertu á Keflavíkurflugvel
li, eins og hefð er fyrir.
Portland er 14. áfangastaður
félagsins í NorðurAmeríku
og þriðja borgin sem Iceland
air flýgur til á því svæði sem
gjarnan er kallað Pacific North
west eða „Kyrrahafsnorðvestr
ið“. Hinar borgirnar eru Seattle
og Vancouver. Íbúafjöldi á Port
landssvæðinu nemur um 2,3
milljónum, en sem ferðamanna
borg er hún einkum þekkt fyrir
náttúrufegurð og mikinn fjölda
sjálfstæðra bjórgerðarhúsa.
Flogið verður til Portlands tvis
var í viku, á þriðjudögum og
fimmtudögum, til 20. október
nk. Alls flýgur Icelandair í ár til
fjórtán áfangastaða í Norður
Ameríku og tuttugu og fimm í
Evrópu. Auk Portlands er Birm
ingham á Englandi nýr áfanga
staður Ice landair á þessu ári.
Portland er 14. áfanga
staður félagsins í Norður
Ameríku og þriðja borgin
sem Iceland air flýgur til á
því svæði sem gjarnan er
kallað Pacific North
west eða „Kyrrahafs
norðvestr ið“.
fréttir
Klippt á borðann í fyrsta fluginu til Portlands. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Keflavíkurflugvallar, klipptu á borðann til að fagna tímamótunum.