Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 46

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 Stokkaði gataspjöldin Fyrstu kynni Guðjóns af tölvun tengjast gataspjöldum. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir gataspjöldunum sem rennt var í gegnum lesara á ábúðarmiklum IBM­tölvum. Guðjón komst í spjaldabunka hjá föður sínum, Guðjóni Hafsteini Bernharðssyni, og stokkaði þessi spil fyrir hann upp á nýtt. Á spjöldunum var launabókhald Reykjavíkurborgar en Guðjón eldri vann hjá Skýrr. Þrátt fyrir þessa óumbeðnu aðstoð sonarins er ekki vitað annað en að borgarstarfsmenn hafi fengið sín laun. Þetta var á áttunda áratug liðinnar aldar og tölvur hafa alltaf verið viðfangsefni Guðjóns. Aðeins ellefu ára byrjaði Guðjón að forrita og bjó til fyrsta seljanlega forritið þegar hann var ennþá í grunnskóla. Svo þegar kom að því að stofna fyrirtæki varð nafnið OZ fyrir valinu vegna þess að færni Guðjóns og félaga hans á tölvur þótti göldrum líkust, þetta voru Galdrakarlarnir frá OZ. almiðlun – margmiðlun Upphaflega hét fyrirtækið OZ almiðlun. Almiðlun var nýyrði sem síðar vék fyrir orðinu margmiðlun. Bæði þessi orð urðu til hjá OZ en Guðjón segir að samkvæmt ráðum frá Orðabók há ­ skól ans hafi verið ákveðið að veðja á „almiðlun“ því það væri líklegra til að ná fóstfestu. Skömmu síðar var orðið „margmiðlun“ komið í almenna notkun. Guðjón Már segir þessa sögu þegar við ræðum um þróunina í tölvuheiminum. Það er engin leið að sjá fyrir hvað gerist næst. Einu sinni voru gataspjöld nýjung. Þau eru merki ­ legur safngripur núna. Einu sinni var sýndar ­ veruleikinn nýjung en er of sjálfsagður núna til þess að vera hissa yfir. Þrívíddar­ myndir í tölvum eru ekki lengur fréttaefni. Og hvað gerist næst? Hvenær verður tölvutækni okkar daga brosleg og komin á safn? Afkomendur okkar eiga eftir að benda á tölvurnar okkar á söfnum og flissa. Enginn veit hvert þróunin leiðir okkur og eina ráðið er að reyna að vera í fararbroddi. Það er það sem Guðjón Már og þeir hjá OZ eru að gera. Bylting stendur yfir Núna stendur yfir bylting í dreifingu sjónvarpsefnis. Gamla góða sjónvarpsdagskráin á undir högg að sækja. Þessi elskulegi gamli miðill, sem áður sameinaði fjölskyldur og vinahópa fyrir framan skjáinn og viðhélt félagstengslum og mannlegri greind, er að hverfa. Sjónvapið var að vísu einu sinni kallað „imbakassi“ og þótti forheimskandi en nú ræður söknuðurinn. Hver sem er getur rekið sína eigin sjónvarpsstöð heima við eldhúsborðið. Það er í það minnsta mögulegt á oz.com og þegar komnar fram yfir 600 stöðvar þar – samkvæmt nýjustu talningu. Í raun og veru hafa menn lengi séð fyrir sér þróun af þessu tagi en það er fyrst nú sem vinnsluhraði, bandvídd og upptökubúnaður er kominn á það stig að allir geta nýtt sér þessa tækni. „Við getum sagt að það séu samlegðaráhrif margra þátta sem valda þessari byltingu, ekki endilega ný tækni núna,“ segir Guðjón. T.d. er nú orðið mögulegt að gera óaðfinnanlegar upptökur á venjulegan farsíma og úrvinnsla efnis krefst hvorki dýrra tækja né flókinna forrita. margar smáar stöðvar Nú þegar er miklu af sjónvarpefni dreift um netið og þessar nýju aðferðir þurfa ekki að marka endalok hefðbundinnar sjón­ varpsdagskrár. En framboðið eykst og innihaldið breytist. „Ég sé fyrir mér að til verði mjög sérhæfðar stöðvar sem ef til vill ná ekki til margra en samt svo margra að það sé hægt að lifa af áskriftartekjunum,“ segir Guðjón. Þetta geta verið stöðvar þar sem fjallað er um tiltekið áhugamál – t.d. hjólabretti – eða íþróttafélag sem aldrei er getið í dagskrá stóru sjónvarpsstöðvanna. Guðjón nefnir líka beinar útsendingar frá viðburðum sem ein­ hver hópur hefur áhuga á. Það eru engin takmörk önnur en þau sem hugmyndaflugið setur. „Aðalatriðið er að miðillinn sé öllum aðgengilegur og að þeir sem hyggjast nýta hann geti haft af því tekjur. Við uppfyllum vissar tæknilegar grunnþarfir og það á að vera einfalt mál að nýta þessa tækni,“ segir Guðjón. forsíðuViðtal Hver sem er getur rekið sína eigin sjónvarps­ stöð heima við eldhúsborðið. Það er í það minnsta mögulegt á oz.com og þegar komnar fram yfir 600 stöðvar þar – samkvæmt nýjustu talningu. Kerfið snýst ekki eingöngu um tónlist því skapandi einstaklingar úr öllum geirum eru að setja upp rásir á OZ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.