Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 margir þættir sem leggjast á eitt BoGi Þór siGuroddsson, stjórnarformaður joHan rÖnninG oG s. Guðjónssonar: K annski er fyrsti mælikvarðinn af þeim átta sem spurt er um mikilvægastur; þ.e. trúverðugleiki stjórnenda. Hann hefur hugsanlega svolítil áhrif á hina líka. Laun geta hugsanlega verið lág í fyrirtæki en ef á sama tíma er mikil ánægja með trúverðugleika stjórn enda innan fyrirtækisins verður ekki eins mikil óánægja með launaþáttinn og yrði ella,“ sagði Bogi Þór Siguroddsson í þætti Frjálsrar verslunar á ÍNN, Viðskiptum, skömmu eftir könnunina. Bogi Þór er stjórnarformaður Johan Rönning og S. Guðjóns ­ sonar en bæði fyrirtækin skor­ uðu mjög hátt í vinnumark aðs­ könnun VR á dögunum. Johan Rönning varð í efsta sæti í flokki stórra fyrirtækja, fjórða árið í röð, en S. Guðjónsson í fjórða sæti í flokki lítilla fyrir tækja. Þegar Bogi Þór var spurður hver væri galdurinn á bak við þennan árangur beggja fyrir ­ tækja sagði hann að það væri ekki neitt eitt sem réði úrslitum heldur væru margir litlir þættir sem legðust á eitt. „Það eru auk þess margir huglægir þættir í þessu,“ segir Bogi Þór. „Við erum með góða stjórn­ end ur í báðum fyrirtækj um sem og starfsmenn – og vonandi hefur stefna okkar eigendanna líka eitthvað að segja. Við leggj um áherslu á þá þætti sem verið er að mæla; ég fer ekki í grafgötur með það. Þetta eru átta mælikvarðar sem eru skoðaðir og mér finnst að allir stjórnendur ættu að taka þá til umhugsunar. Sá fyrsti er trúverðugleiki stjórn­ enda, starfsandi, launakjör, vinnu um hverfi, sjálfstæði í starfi, sveigjan leiki í starfi, ánægja og stolt af fyrirtækinu – sem og af ímynd þess. Á bak við þessa mæli kvarða eru sextíu spurn ­ ingar.“ Bogi Þór segir að það séu til alls konar stjórnunarstílar. „Ég trúi því að lykilárangur í mannauðsstjórnun sé trú ­ verðug leiki. Að stjórnendur segi það sem þeir meina og meini það sem þeir segja. Þegar við hjónin keyptum Johan Rönning árið 2003 óskuðum við eftir því að allir starfsmenn tækju þátt í könnuninni en ekki bara þeir sem væru í VR. Við skoruðum ágætlega en okkur fannst ýmsir þættir koma einkennilega út, eins og t.d. sveigjanleiki í starfi. Okkur fannst við vera mjög sveigjanleg. En það segir sig sjálft að sum fyrirtæki geta boðið upp á meiri sveigjanleika en önnur. Sum hafa opið frá níu til fimm en önnur frá sjö á morgnana til þrjú á daginn. Við erum með opið frá átta til fimm og breytum því ekki; okkar sveigjanleiki er því í öðrum þáttum. Þetta bar þann árangur að árið 2010 urðum við hástökkvarar í þessari könnun.“ Mikil umræða er innan stjórn ­ unarfræða um kúltúr fyrir tækja; fyrirtækjamenningu. Ekki er til nein ein stöðluð tegund af fyrirtækjamenningu sem leiði til árangurs fyrir utan þá auðvitað að þar ríki andrúm til árangurs. „Ég hef haldið því fram að fyrir tækjamenning sé eins misjöfn og mennirnir eru margir. Það eru engir tveir eins, mann eskjur eru mismunandi. Ásjóna fyrirtækja helgast því af þeim manneskjum, fólki sem starfar innan fyrirtækjanna – og hvernig það fær að njóta sín innan þess liðsanda sem ríkir. Fyrirtæki eru eins og einstaklingar, með mismunandi einkenni og karakter. Þetta er eins með hljóm sveitar ­ stíla. Hljómsveitir innan sama flokks geta verið mis munandi góðar – eins geta fyrir tæki með mismunandi stjórn unarstíl verið góð á sinn hátt og náð árangri. Á sama hátt geta fyrirtæki með ólíka stjórnendur náð sams konar góðum árangri.“ Bogi Þór segir að þau hjón hafi frá upphafi reynt að hvetja starfsmenn áfram og laða það jákvæða fram hjá þeim eftir bestu getu. „Starfsmenn njóta þess best að vinna í jákvæðu umhverfi,“ segir Bogi Þór. Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Johan Rönning og S. Guðjónssonar. fyrirmyndarfyrirtæKi 2015 Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Mörg þessi fyrirtæki eru í efstu sætun­um á hverju ári, hvernig sem staðan er. Það ber vott um styrka og skilvirka mannauðsstjórn un. Við óskum fyrirtækj­ unum innilega til hamingju með þennan titil. Hér að neðan má sjá lista yfir fyrirmyndarfyrirtækin í hverj um stærðarflokki fyrir sig. Í stórum fyrirtækjum starfa fleiri en 50 starfsmenn, í meðalstórum fyrirtækjum eru þeir 20­49 talsins og í litlum fyrir­ tækjum eru starfsmenn færri en tuttugu. Athugið að hér eru fyrirtækin birt í stafrófsröð. Stór FYrIrtæKI Johan rönning Öryggismiðstöð íslands nordic visitor iceland s4s bræðurnir Ormsson Opin kerfi securitas lex vistor tM software MEðaLStór FYrIrtæKI Miracle Expectus basis sjónlag libra tengi fálkinn Hugsmiðjan Margt smátt Árnason faktor LÍtIL FYrIrtæKI vinnuföt skattur og bókhald bókhald og uppgjör s. guðjónsson sigurborg xrM software spölur fossberg artasan iðnmennt/iðnú fyrirtæki Ársins 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.