Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 65

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 65
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 65 íbúa Kópavogs. Við erum ánægðir með leik skólamálin – erum að byggja nýjan leikskóla – og skólamál eru á oddinum. Stærsti liðurinn í skólamálunum er nýting upplýsingatækninnar, þar sem við ætlum að fara að spjaldtölvuvæða grunnskólana frá fimmta bekk upp í tíunda bekk á tveimur árum. Það er mjög spennandi og metn aðar ­ fullt verkefni.“ FjölbReytt AtVinnulÍF Ármann segir að fjölbreytnin í atvinnu ­ lífinu í Kópavogi hafi aukist á undan förn­ um árum og sé orðin gífurlega mikil á öllum sviðum þjónustu. „Framan af voru atvinnu svæðin fyrst og fremst Kárs nesið og Smiðjuhverfið. Síðan kom Smára ­ lindar svæðið, sem býður upp á fjöl ­ breytta þjónustu og atvinnu líf og liggur vel við – er orðið hjarta höfuð borgar ­ svæðis ins. Smárinn er öðrum megin við Reykjanesbrautina, en á móti Bæjarlindin og aðrar verslunar­ og þjónustugötur. Það er mikil uppbygging framundan á svæðinu. Þá hafa Hvörfin komið inn, hafa eflst hraðar eftir hrun en ég reiknaði með. Það er afar ánægjuleg þróun fyrir okkur. Markaðsstofa Kópavogs hefur haft það starf að opna glugga fyrir atvinnulífið. Hennar hlutverk er að hafa góð samskipti við alla sem eru í atvinnulífinu; auka sam ­ skipti við fyrirtækin í bænum, þannig að þau og við getum skapað betra samfélag, sem allir eru sáttir við,“ sagði Ármann. StyRKjuM gAMlA HjARtAð Ármann segir að Kópavogsbúar séu spenntir fyrir nýrri andlitslyftingu gamla mið bæjarins – hjartanu í Kópavogi – við Hamraborgina. „Það er svæðið frá Nýbýla ­ vegi upp að Hamraborg, sem er andlit bæjarins þegar komið er frá Reykjavík eftir Kringlumýrarbrautinni (Hafnar ­ fjarðar veginum). Þá blasir Kópa vogur við. Það er afar skemmtilegt verk efni að lífga upp á svæðið. Þar eru bygg ingar sem hefur ekki verið mikil prýði að. Ásýnd bæjarins mun batna stórlega með þeim breyt ingum sem gerðar verða á svæðinu. Þar á eftir að verða fjölbreytt mannlíf „Við eigum núna betri möguleika á að standa okkur betur í að þjónusta íbúana. Vera með vakandi auga fyrir hvar betur má gera. Við höfum fengið spennandi tækifæri til að fegra um­ hverfi okkar þannig að öllum líði vel. “

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.