Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 77

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 77
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 77 APPle WAtcH HeitAStA gRæjAn Í SuMAR Nú styttist í það sem svo margir hafa beðið eftir – að Apple hefji innreið sína á snjallúramarkaðinn. Fyrir ­ tækið hefur áður umbylt tónlistarspilaramarkaðnum með iPod, snjallsímamarkaðnum með iPhone og spjald tölvumarkaðnum með iPad. Nú er komið að snjall úramarkaðnum, sem hefur farið heldur brösug­ lega af stað. Apple Watch er komið á markað erlendis og benda fyrstu viðbrögð til að úrið sé ekki alveg sú bylting sem margir vonuðust eftir. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Apple Watch verði ein heitasta græjan í sumar. Þegar blaðið fór í prentun var hvorki búið að gefa út nákvæman útgáfudag né áætlað verð úrsins hér á landi. SAMSung SnýR AFtuR Með gAlAxy S6 Galaxy S-línan hefur löngum verið helsta tromp Samsung í dýrari snjallsímum. Á síðasta ári þótti S5 ekki standast fyllilega væntingar og Samsung tapaði talsverðri markaðshlutdeild í kjölfarið. Því skipti miklu máli að vel tækist til með S6 sem kom út nú í vor. Það tókst svo sannarlega, því síminn hefur fengið frábæra dóma. Sérstaklega skipti máli að Samsung sagði skilið við plastrammann og notar í staðinn ramma úr málmi og gleri sem gerir símann rennilegri og flott­ ari í alla staði. Einnig þykir myndavélin með þeim betri sem hafa fengist í snjallsímum. Fyrir þá allra vandlátustu er S6 Edge svo ómótstæðilegur, með rúnnaðan skjá sem gerir hann einstakan í sinni röð. Samsung galaxy S6 kostar frá u.þ.b. 125.000 kr. í helstu símaverslunum og Samsung galaxy S6 edge frá u.þ.b. 150.000 kr. Galaxy S6.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.