Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 84

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 kvöðla og það fólk sem óhrætt tekst á við ný verkefni og þorir að taka áhættu; skapa eitthvað áður óþekkt og ryðja nýjar brautir. Þetta er að minnsta kosti niðurstaða Michaels A. Free­ mans, sálfræðings og prófess­ ors við Læknaháskólann í San Francisco, sem rannsakað hef ur frumkvöðla og stjórnen­ dur fyrir tækja í heilan áratug. Og niður staða hans er sláandi: Um helmingur allra stjórnenda og frum kvöðla stríðir við einhver geðræn vandamál, ADHD, þung­ lyndi eða kvíða. Ríflega helming ur þeirra stjórnenda sem tóku þátt í þessari viðamiklu rannsókn sagð­ ist koma úr fjölskyldu þar sem geðræn vandamál fyrirfynd ust. Veikleikar verða styrkleikar Þeir vísindamenn sem unnið hafa þessar rannsóknir, eins og Free­ man og fleiri, benda hins vegar á að oft geta geðræn vandamál frekar verið til bóta. Veikleikar verða styrkleikar; breikka sýn, víkka út hugsun, efla mann- eskjuna og gefa henni þrótt; gera eitthvað sem er ókunnugt hinum heilbrigða meðalmanni. Þetta er nokkuð sem allir ættu að kannast við sem fylgdust með stjórnmálaferli Jóns Gnarrs eða lásu ævisögu Steves Jobs. Það er stundum bara gott fyrir mann að vera dálítið skrítinn og öðruvísi. Það er vel þekkt að jákvæðir fylgifiskar þunglyndis geta verið sköpunarkraftur, samúð og skilningur. Martin Luther King og Gandhi glímdu til að mynda báðir við þunglyndi og gerðu tilraunir til sjálfsvígs sem ungling­ ar, en urðu síðan óumdeildir foringjar og fyrirmyndir sem breyttu heiminum sannarlega til góðs. Báðir voru áhrifamiklir og slungnir stjórnendur samkvæmt öllum stjórnunarfræðum. Samúð og skilningur eru mikil­ vægir eiginleikar í viðskiptum til þess að skilja þarfir viðskipta- vina. Sköpunarkraftur er svo hjarta allrar frumkvöðlastarfsemi; að fá hugmynd og fylgja henni úr hlaði. Skapa og búa til. Því eru alltaf ákveðin tengsl á milli lista og viðskipta. Í viðskiptum og fyrirtækjarekstri er verið að skapa og búa eitthvað til. Þess vegna Af þessu öllu er ljóst að viðkunnanlegi jakkafata­ klæddi lögfræðingurinn er ekki endilega besti stjórn­ andinn. Góður stjórn­ andi og frumkvöðull þarf nefnilega að vera opinn, hugrakkur, samúðarfullur, sókndjarfur, hugmynda­ ríkur, víðsýnn og kannski bara örlítið … galinn! engum dylst eftir lestur ævisögu snillingsins Steves Jobs, stofnanda Apple, að hann var kynlegur kvistur. Jón Gnarr hefur lýst sér í æsku sem ofvirkum og með athyglisbrest. kynlegir kVistir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.