Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 95 ég konu minni frá þessu. Ég skil og á skilið reiði og vonbrigði vina minna og fjölskyldu. Ég hef engar afsakanir fram að færa og tek fulla ábyrgð á þeim sársauka sem ég hef valdið. Ég hef beðið Mariu fyrirgefningar, börn mín og fjölskyldu. Ég er í einlægni fullur eftirsjár.“ Þetta frávik í lífi Swarzeneggers virðist engin áhrif hafa haft á vinsældir hans og nýtur hann lífs ins sem aldrei fyrr og hefur endur heimt vinsældir sínar og ekki skortir tilboðin um að leika í kvik myndum. farSæll á mörgum SViðum Ekki er úr vegi að rifja upp ævi Arnolds Schwarzeneggers því burtséð frá hvað öðrum finnst um hann þá er ferill hans í lífinu merkilegur; hvort sem um ræðir keppnismanninn í vaxtarrækt, kvikmyndastjörnuna sem varð launahæsti leikari í heimi, ríkis­ stjórann sem þáði engin laun þau átta ár sem hann var ríkisstjóri eða fjármálamanninn sem sá um öll eigin fjármál með þeim árangri að hann er forríkur í dag þrátt fyrir að hafa sagt að hann hafi tapað tvö hundruð milljónum dollara á því að vera ríkisstjóri. Arnold Schwarzenegger fædd­ ist í Graz í Austurríki og byrjaði snemma í íþróttum fyrir tilstuðlan föður síns, sem hafði mikinn áhuga á íþróttum. Þegar hann var fimmtán ára byrjaði hann í líkams­ rækt og fimm árum síðar var hann fyrst kjörinn Herra alheimur. Á ferli sínum sem vaxtarræktar­ maður var Schwarzenegger ósigrandi og vann allar keppnir sem hann tók þátt í og hefur enginn vaxtar ræktarmaður fyrr eða síðar unnið jafnmarga stóra titla. Þeir urðu þrettán áður en yfir lauk. Á þessum árum dvaldi hann í Bandaríkj unum og gerðist ríkis­ borgari 1983 en fékk einnig að halda austurrískum ríkisborgara­ rétti, en einstakt er þar í landi að hægt sé að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Schwarzenegger sagðist alltaf hafa ætlað sér í kvikmyndirnar og ferill sinn í vaxtarræktinni hefði orðið mun styttri hefði hann náð frama í sínum fyrstu tilraunum. Svo var nú ekki og sjálfsagt vill hann gleyma fyrstu hlutverkunum. Honum bauðst snemma á ferli sínum að leika í Hercules in New York. Ekki fannst framleiðendum Schwarzenegger gott nafn og breyttu því í Strong og því var hann Arnold Strong í fyrstu útgáfum af myndinni, sem einnig gekk undir nafninu Hercules Goes Bananas. Þetta var árið 1970. Sjö árum síðar var gerð heimildamyndin Pumping Iron og þar vakti hann athygli leikstjórans Bobs Rafaelsons sem sá að Schwarzenegger var mjög eðlilegur fyrir framan kvikmynda­ tökuvélina og með talsverða útgeislun. Rafaelson fékk hann til að leika á móti Sally Field og Jeff Bridges í Stay Hungry og frammistaða hans var það góð að hann fékk verðlaun sem besti nýliðinn í kvikmynd við Golden Globe­verðlaunaafhendinguna. Þegar hér var komið sögu hafði Schwarzenegger lagt líkams­ ræktina á hilluna og hann þurfti ekki að bíða lengi eftir frægðinni. Hlutverk Conans í Conan The Barbarian (1982) var eins og skapað fyrir hann og þar með var framtíð hans ráðin. Það má með sanni segja að allt frá því Arnold Schwarzenegger lék í Conan the Barbarian hafi verið um sigurgöngu að ræða hjá honum og ef einhver annar hápunktur er á leikaraferli hans þá er það The Terminator (1984). Þá komst hann í röð þeirra allra hæst launuðu í Hollywood. Schwarzenegger tók fljótt í eigin hendur öll sín fjármál eins og áður segir og til að geta stjórnað þeim af einhverju viti sótti hann nám við háskólann í Wisconsin og útskrifaðist með gráðu í hag­ fræði og viðskiptum. Á tímabili rak hann ásamt Bruce Willis og Sylvester Stallone veitingahúsa­ keðjuna Planet Hollywood. Það var svo 2003, um sama leyti og Terminator 3: Rise of The Machines var frumsýnd, að hann tilkynnti framboð sitt til ríkisstjóra Kalifornníu í viðtali við Jay Leno. Hann bauð sig fram fyrir hönd repúblikana. Seinna það ár vann hann öruggan sigur í kosningun­ um með rúmlega 48% atkvæða. Hann var endurkjörinn í embætti árið 2007 og gegndi því til ársins 2011. terminator geniSyS Leikstjóri fyrstu tveggja Tortím­ anda kvikmyndanna, James Cam­ eron, hefur sagt að sér hafi verið boðið að vera með í undirbúningi Terminator: Genisys til að koma karakter Schwarzenegg ers inn í myndina á trúverðugan hátt. Nú er sagan látin gerast í upphafi ársins 2029 og enn fer John Connor fyrir uppreisn mann kynsins gegn vélmennum. Framtíðarkvíði sækir að honum. Rekur hann þennan kvíða til fortíðar og sendir besta vin sinn inn í fortíðina til að bjarga móður sinni, Söru Connor, sem hann telur að sé í mikilli hættu, og þar með tilvera hans sjálfs. Fortíðin er breytt frá því var í öðrum Tortímandamyndum og kemur í ljós að vélmennið T­800 hefur alið móður hans upp og þarf að verja hana fyrir fullkomnari vélmennum. Þess má geta að leikstjóri Terminator: Genisys er Alan Taylor, sem þekktastur er fyrir að leikstýra Game of Thrones­sjón­ varpsseríunni og kvikmyndinni Thor: The Dark World. Valdi hann eina af aðalleikkonunum í Game of Thrones, Emeliu Clarke, til að leika Söru Connor. Ef einkamálin eru látin liggja milli hluta þá er framtíðin björt hjá Arnold Schwarzenegger. Auk þess að hafa nóg að gera í kvikmyndum, m.a. annars er í undirbúningi framhaldsmynd um Conan, hefur hann látið mikið til sín taka í góðgerðarmálum og er sérstak­ ur verndari Special Olympics, ólym píuleika fatlaðra, og stofnaði samtök sem nefnast Inner City Games Foundation sem efla nám og þekkingu ungra krakka sem hafa fengið fá tækifæri og eru þessi samtök starfandi í fimmtán borgum. Schwarzenegger sagðist alltaf hafa ætlað sér í kvikmyndirnar og ferill sinn í vaxtarræktinni hefði orðið mun styttri hefði hann náð frama í sínum fyrstu tilraunum. Fyrsta Tortímandamyndin var gerð fyrir 30 árum og eins og sjá má var Schwarzenegger töluvert yngri. Þrír gamlir og góðir. Arnold Schwarzenegger, Sylvester Stallone og Bruce Willis við frumsýningu á einni expendables­myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.