Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 46

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 46
Sambýlin eru stór heimili Sambýlið á Skjólbraut la er talið hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Kópavogsbær braut blað í sögunni varðandi úrræði fyrir aldraða, þegar bærinn hóf þar reksturfyrir rúmum 18 árum. Sambýlisform fyrir fatlaða var þekkt, en slíkt búsetu- form var nýmæli fyrir aldraða. Hugmyndafræðin að baki var að skapa öldruðum, sem ekki gátu lengur séð um eigið heimilishald, öruggt heimili með aðstoð og umönnun, án hjúkrunar. Heimilisfólk á sambýli þarf að vera nokkuð sjálfbjarga í daglegu lífi, en mikið er lagt upp úr því að virkja hvern og einn til þátttöku í heimilislífinu. Elín Kröyer var forstöðukona á Skjólbraut í 17 ár. „Við töluðum aldrei um Skjólbrautina sem stofnun, heldur heimili. Margir gestanna töluðu um hvað væri heimilislegt að koma til okkar, enda var húsið byggt sem einbýlishús. I svona búsetuformi verður allt miklu nánara, heimilisfólk og starfsfólk. Sambýlið er ólíkt skemmtilegra og mannlegra en þessar stóru stofnanir," segir Elín. Sambýlin í Kópavogi eru rekin á daggjaldakerfi og dvalar- heimilisuppbót frá ríkinu, einnig mánaðargjöldum frá heim- ilisfólki, þ.e. ellilífeyri og tekjutryggingu, en heimilismenn halda vasapeningum eftir. Kópavogsbær sér um rekstur húsanna. Ijj „Ég hefnotað SagaPro um nokkurn tíma og er afar ánægður með árangurinn. Ég tek eina töflu áður en ég fer að sofa og hef verið nær laus við salernisferðir á nóttunni og m 1 þakka það notkun á SagaPro." Vaknar þú oft á nóttunni? SagaPro er ný vara frá SagaMedica sem sérstaklega er ætluð karlmönnum. Hún er unnin úr ætihvönn sem er ein þekktasta íslenska lækningajurtin. Rannsóknir sýna að jurtin inniheldur efni sem gagnast blöðruhálskirtlinum. sagaMedica www.sagamedica.is LITADYRÐ Bútasaumsefni í sívaxandi úrvali Rómantísk ítölsk náttföt, alltaf sígild Prjónagarn í öllum regnbogans litum Nál og tvinni í miðbænum á ný íslensk hönnun, frá tehettum til værðarvoða Verið velkomin að líta inn, alltaf einhver tilboð. Diza s: 561 4000 Ingólfsstræti 6 www.diza.is 46

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.