Fréttatíminn - 12.06.2015, Page 8
FLUTTIR
Velkomin í einn stærsta sýningarsal
notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13.
Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi.
VW Golf
A7 GTI 2.0 DSG
5.190.0002013
12
Skoda Octavia
Combi 1.6 TDI
Kia Rio
1.4 LX
3.490.000
2.590.000
2013
2014
45
9
Ekinn þús. km.
Myndir á vef
Dísil
Fjórhjóladrif
Metan & bensín
Sjálfskiptur
Beinskiptur
Rafmagnsbíll
30
Skoda Fabia
Ambient 1.2
2.450.0002015
0,5
MM Pajero
3.2 Instyle
Toyota Auris
Terra Eco
6.890.000
2.920.000
2012
2013
81
13
Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040
Þ essi þróun á eftir að ganga af frétta-ljósmyndun dauðri,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, fréttaljósmyndari og
verkstjóri PressPhotos á Íslandi, að forsvars-
menn ýmissa viðburða gera í auknum mæli
þær kröfur til ljósmyndara að þeir skrifi
undir framsal á höfundarrétti á myndum
sem teknar eru á viðburðunum.
Ásgeir, einnig þekktur sem Geirix, segir
PressPhotos hafa þurft að hverfa frá fjölda
viðburða á síðustu árum vegna þessa en
honum fannst þó enn lengra gengið þegar
forsvarsmenn Color Run – hlaups sem fór
fram á götum úti – reiddu fram slíka papp-
íra. „Ég var með 3 ljósmyndara bókaða fyrir
7 miðla, þar af tvo erlenda. Ég aflýsti öllum
þessum tökum. Við getum ekki verið í sjálf-
boðavinnu fyrir Color Run eða aðra við-
burði,“ segir hann.
Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að
skipuleggjendur tónleika og annarra innan-
húss viðburða láti ljósmyndara skrifa undir
framsal á höfundarrétti, til að mynda vegna
viðburða á vegum tónlistarhátíðarinnar
All Tomorrows Parties (ATP) og Icelandic
Airwaves. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lög-
fræðilegur ráðgjafi Myndstefs, segir ekkert
ólöglegt við þetta. Framsal á höfundarétti er
heimilað í íslenskum höfundalögum, en þó
er mikilvægt að sanngirnis- og samkeppnis-
sjónarmiða sé gætt, og einnig reglna samn-
ingaréttar, sem getur gert slíkt framsal eða
slíka samninga ógilda, ef til dæmis samn-
ingsforsendur eru þvingandi eða samn-
ingsstaða ójöfn. „Þó má aldrei framselja
sæmdarrétti, og því þarf ávallt að geta nafns
ljósmyndara þó svo að viðburðarhaldari fái
allar aðrar heimildir,“ segir hún.
Ásgeir tekur dæmi af tónleikum Nick
Cave á ATP fyrir tveimur árum. „Ljósmynd-
arar voru þá látnir kvitta undir pappíra og
eftir eitt lag mættu þeir í hliðarherbergi þar
sem starfsmenn ATP fóru yfir allar myndir,
afrituðu og eyddu út þeim sem ekki þóttu
nógu góðar,“ segir hann. Harpa Fönn segir
að þarna sé gengið ansi langt. „Ljósmyndari
á alltaf að halda sínum myndum jafnvel þó
viðburðastjóri velji myndir og fái af þeim
ráðstöfunar- og nýtingarrétt,“ segir hún.
Color Run er ólíkt tónleikum í lokuðu
rými að því leyti að það fer fram á opnum
vettvangi, nánar tiltekið á götum Reykja-
víkurborgar og í Hljómskálagarðinum. Í
tölvupósti til Fréttatímans sögðu forsvars-
menn hlaupsins að engum hafi verið meinað
að taka myndir af hlaupinu. „Hvorki myndir
sem ætlað var til einkanota eða sölu til
þeirra sem þær vilja kaupa. Þetta er hins
vegar viðburður á vegum The Color Run™
fyrirtækisins og sem slíkur er þetta við-
burður í þeirra eigu rétt eins og viðburðir
á borð við rokktónleika eða slíka viðburði.
Þar af leiðandi áskilur The Color Run™ sér
heimild til að nota myndir teknar úr hlaup-
inu til eigin nota án þess að borga fyrir það
sérstaklega.“
Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmynd-
arafélags Íslands, segir út í hött að fyrirtæki
ætli að eigna sér nýtingarrétt og höfundar-
rétt á myndum sem teknar eru á opnu svæði.
„Mér finnst þetta bara frekja og græðgi. Það
þyrfti að láta reyna á svona mál fyrir dóm-
stólum,“ segir hann. Hvað skilyrði Color
Run varðar segir Harpa Fönn: „Við myndum
beina því til skipuleggjanda slíkra viðburða
og mæla með því að þeir ljósmyndarar sem
taka myndir í og af viðburðinum, haldi
sínum höfundarétti að öllu leyti, og geti
þá á sínum eigin forsendum veitt eða selt
skipuleggjendum nýtingarrétt á ákveðnum
ljósmyndum eftir viðburðinn.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Réttindi sífellt lengRa gengið á Réttindi ljósmyndaRa
Græðgi af hálfu Color Run
Við
getum
ekki
verið
í sjálf-
boða-
vinnu
fyrir
Color
Run.
Forsvarsmenn Color Run líta svo að þeir megi nota allar myndir sem teknar voru í hlaupinu eins
og þeir vilja, án þess að greiða fyrir, enda sé hlaupið í þeirra eigu. Færst hefur í vöxt á undan-
förnum árum að forsvarsmenn ýmissa viðburða láti ljósmyndara skrifa undir samning þar sem
þeir fá að mynda í staðinn fyrir að framselja notkunarrétt á ljósmyndum sínum. Ásgeir Ásgeirs-
son ljósmyndari segir steininn hafa tekið úr þegar skipuleggjendur Color Run gerðu þessa kröfu
enda hafi það verið viðburður á götum úti. Formaður Ljósmyndarafélags Íslands segir þetta
dæmi um græðgi og frekju.
Þær myndir sem fylgja fréttinni eru teknar af þátttakendum Color Run en forsvarsmenn viðburðarins gefa sér að þeir megi
nota þessar myndir, sem og allar aðrar sem teknar voru, að eigin vild. Fréttatíminn fékk leyfi ljósmyndaranna til birtingarinnar.
Fullorðnir greiddu 6.499 krónur fyrir þátttöku í Color Run en unglingar 3.499 krónur. Ef þeir tóku ljósmyndir áskilur Color Run
sér rétt til að nota þær. Ljósmyndir/Gígja Þórðardóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir
8 fréttir Helgin 12.-14. júní 2015