Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 16
Væntingastjórnun Árelía segir að rannsóknir á lífsánægju sýni U- laga graf þar sem lífsánægjan nær botninum við 46 ára aldur en fer svo aftur upp á við. „Þessi þróun skýrist af því að þegar við erum á tvítugs- og þrítugsaldri höfum við miklar væntingar til framtíðarinnar og allt er mjög spennandi. Á fertugsaldri er fólk almennt mjög upptekið við að koma undir sig fótunum, vinna mikið og ala upp börn. Þetta er tímabil álags þar sem fólk leggur heilmikið á sig til að ná árangri. Þegar fólk er komið á miðjan fimmtugsaldur gerir það sér oftar en ekki grein fyrir að raunveru- leikinn er alls ekkert í líkingu við vænting- arnar, og fólk upplifir þetta sem við köllum „mid-life crisis“. Ég tala um að konur þurfi að fara í persónulegt uppgjör á þessum árum því það eru bara tvær leiðir fram undan – að verða betri eða bitrari. Þarna minnka væntingar til framtíðarinnar og því verður framhaldið mun ánægjulegra en fólk á von á, öfugt við það sem gerðist þegar fólk var yngra. Það má því segja að þetta snúist um væntingastjórnun,“ segir hún. Miðaldra fólk eldra í dag Árelía er sjálf 48 ára, verður 49 ára í haust. „Ég er því komin aðeins upp aftur í lífsánægju,“ seg- ir hún í léttum tón. Hún á tvö börn með seinni manni sínum, Sigurði Áss Grétarssyni verk- fræðingi, en yngsta barnið er 7 ára. Alls eiga þau sex börn. „Ég er kannski svolítið dæmi- gerð fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað hjá konum á síðustu áratugum. Mín kynslóð er sú síðasta sem horfði upp á konur verða gaml- ar fimmtugar. Staðan er hins vegar sú að fólk um sextugt í dag er á sama stað og fertugt fólk var fyrir ekki svo löngu síðan. Formæður okkar voru orðnar slitnar og þreyttar af lík- amlegri erfiðisvinnu og barneignum á sama aldri og konur eru jafnvel á hátindinum í dag.“ Með þessu breytingum hefur einnig breyst hvað kallast skuli miðaldra. „Breytingar á lífsháttum og betri heilbriðgisþjónusta hefur leitt til þess að fólk er virkt mun lengur. Miðjan er nú milli fimmtugs og sextugs, en var áður þegar fólk var á aldrinum 40-45 ára,“ segir hún. Seinna kynþroskaskeiðið Árelía tekur fram að þó margir segi upp í vinnunni, skilji við makann eða fari í heimsreisu upp úr 46 ára aldrinum þá geti uppgjör á þessum aldri einnig leitt til þess að viðkomandi finnur sig enn betur í þeirri stöðu sem hann er í. „Það eru ekki allir sem hafa þörf fyrir gagngerar breyt- ingar á lífi sínu,“ segir hún. Þá talar Árelía gjarnan um aðdraganda breyt- ingaskeiðsins sem „seinna kynþroskatímabilið“ þar sem hormónar eru á fleygiferð og fólk fer jafn- vel að fá ávísuðum þunglyndis- og svefnlyfjum frá lækni. „Það er fullkomlega eðlilegt að upplifa depurð á þessum tíma, og nú er ég ekki að tala um raunverulegt þunglyndi sem vitanlega ber að meðhöndla, heldur almenna depurð og ringul- reið. Þegar unglingar haga sér á órökréttan hátt hefur enginn áhyggjur af því vegna þess að allir vita að þetta tímabil gengur yfir. Það ættu allar konur að reikna með því að verða kannski eilítið áttavilltar á þessum árum, og reikna líka með því að lífsgleðin aukist að nýju áður en líður á löngu. Frelsið sem þær upplifa þá er svo mikið að það er eins og þær fái vængi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is L ífsgleði fólks er minnst þegar það er 46 ára. Þetta sýna nið-urstöður rannsókna. Þetta er sá aldur þar sem algengt er að fólk leggist í mikla sjálfsskoðun og geri upp líf sitt,“ segir Árelía Eydís Guð- mundsdóttir, rithöfundur og dós- ent við Viðskiptadeild Háskóla Ís- lands. „Þetta er tíminn þegar flestir eru búnir að byggja upp starfsferil, kaupa íbúð, eignast börn, búnir að gifta sig og jafnvel gifta sig aftur. Á þessum aldri stendur fólk á tíma- mótum og þarf að gera upp við sig hvort það er sátt á þeim stað sem það er, eða hvort það finnur þörf fyrir breytingar,“ segir hún. Árelía kennir leiðtogafræði við HÍ, skrifar pistla á Smartlandið, hefur gefið út þrjár fræðibækur um vinnumarkaðinn, um stefnumótun í eigin lífi og Á réttri hillu, leiðina til aukinnar hamingju í lífi og starfi. Nú hefur Árelía söðlað um hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu: „Tapað – Fundið“ sem einmitt fjallar um konur nálægt miðjum aldri. „Aðalpersónan í þeirri bók heitir Halla Bryndís. Hún er lögfræðingur, starfar sem formað- ur slitastjórnar og er á leið til London á mikilvægan fund með kröfuhöfum. Hún tekur ferðatöskuna í flýti af færi- bandinu á flugvellinum og lætur líða úr sér kvöldið fyrir fundinn á hótel- herberginu með glas af rauðvíni. Það vill ekki betur til en svo að hún hellir óvart rauðvíninu yfir hvítu dragtina sína þegar hún dettur um skóna sína á gólfinu. Eftir góða sturtu ætlar hún að finna sér önnur föt í ferðatöskunni og sér þá að þetta er ekki hennar taska. Í töskunni eru föt konu sem eru í allt öðrum stíl en fatnaður Höllu Bryndísar, en sem betur fer passa þau og hún fer í fötum konunnar á fund morguninn eftir. Í fram- haldinu hefst atburðarás sem knýr Höllu Bryndísi til að horfast í augu við sjálfa sig, en við kynnumst líka konunni sem á þessa tösku,“ seg- ir Árelía en bókin fór beint í þriðja sæti á metsölulista Eymundssonar á sinni fyrstu viku í sölu. Frelsið sem þær upplifa þá er svo mikið að það er eins og þær fái vængi. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segir að eftir miðjan fimm- tugsaldur verði konur annað hvort betri eða bitrari og mikil- vægt sé að þær fari í persónu- legt uppgjör á þessu tímabili til að geta orðið enn betri. Mynd/Hari Árelía Eydís sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu á dögunum og fór hún beint í 3ja sæti á metsölulista Eymundsonar. Konur verða betri eða bitrari 46 ára upplifum við minnsta lífsgleði, samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent, segir eðlilegt að á þessum tímamótum fari fólk í uppgjör á lífi sínu. Í aðdraganda breytingaskeiðsins upplifa margar konur depurð, sem Árelía segir fullkomlega eðlilegan hluta af þessu tímabili, sem hún kallar raunar seinna kynþroskaskeiðið. Árelía hefur skrifað ýmsar fræðibækur en var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Tapað – Fundið, sem fjallar um tvær konur sem leggjast í ítarlega sjálfsskoðun. VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 5 4 8 16 viðtal Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.