Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 20
Steinunn Björgvinsdóttir, yfirmaður barnaverndarmála hjá IMC í Jórdaníu. Gætum gert betur við flóttamenn Steinunn Björgvinsdóttir hefur unnið við friðargæslu og flótta- mannaaðstoð frá því hún fluttist til Palestínu árið 2007. Í dag býr hún og starfar í Jórdaníu sem yfirmaður barnaverndarmála International Medical Corps (IMC). Steinunn ver miklum tíma í flóttamannabúðum Sýrlendinga en um 630.000 af þeim fjórum milljónum Sýrlendinga sem flúið hafa landið eru í Jórdaníu. Steinunn flutti erindi á „Fundi fólksins“ í Norræna húsinu í gær, fimmtudag, þar sem hún lýsti veruleika fólks á flótta. Hún segir Ísland geta gert betur við flóttamenn en í dag veitum við 0,005% af þeim Sýrlendingum sem sækja um að komast til Evrópu hæli. É g sé um að þjálfa starfs-menn og halda utan um alla gæðastjórnun fyrir IMC í samstarfi við barnavernd Jórdaníu, UNICEF og Flótta- mannastofnun SÞ,“ segir Stein- unn Björgvinsdóttir aðspurð um störf sín í Jórdaníu en Stein- unn kom til landsins í vikunni til að taka þátt í Fundi fólksins í Norræna hússins um helgina. „Ég vinn mikið á vettvangi og fer reglulega í flóttamannbúðirnar. Nú eru um 630.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu og um helmingur þeirra eru börn.“ Í hverju felst þitt starf á vettvangi? „Öll börn þurfa á sálrænum stuðningi að halda. Stuðning- urinn getur komið frá foreldr- unum sjálfum, hann getur verið í gegnum barnvæn svæði UNICEF í búðunum, eða komið frá félags- legri aðstoð sem við veitum hjá IMC, þetta fer algjörlega eftir barninu. En flóttamenn búa líka við mjög erfiðar fjárhagslegar aðstæður og mikið óöryggi þar sem engin veit hvað er fram- undan. Því fylgir að sjálfsögðu mikil streita sem skilar sér oft á tíðum í ofbeldi á heimilunum. Við reynum að vinna í þessu öllu.“ Strákarnir halda mér gangandi. Er vinnudagurinn einhvern tímann búin hjá þér? „Ég reyni nú að eiga mér líf og hætta í vinnunni þegar ég kem heim til fjölskyldunnar klukkan fimm. Ég á tvo litla stráka og ég held að þeir haldi mér gangandi. Vegna þeirra þá læt ég lífið ganga sinn vanagang en ég viðurkenni að það getur oft á tíðum verið erf- itt. Ég er líka alveg sérstaklega meðvituð um það hversu ótrúlega heppin mín börn eru miðað við börnin sem ég vinn með alla daga.“ Er spenna á milli Jórdana og flóttamanna? „Já, það er það. Jórdanir hafa staðið sig vel og tekið vel á móti flóttamönnum en það er ekki endalaust hægt að taka við. Það er mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks og mörgum Jórdönum líður eins og það sé verið að yfirtaka landið þeirra. Það er mikið rætt um lagalega stöðu flóttamanna en Jórdanía hefur til að mynda ekki skrifað undir flóttamannasamning Sam- einuðu þjóðanna og veitir þar af leiðandi ekki hæli. Flóttamenn- irnir eru því gestir og fá ekki jórdanskt ríkisfang eftir ákveðið langan tíma, eins og gerist í löndum sem hafa skrifað undir samninginn. Flóttamannastofn- unin áætlar að í kringum 10% af öllum sýrlenskum flóttamönnum þurfi virkilega á því að halda að fá hæli á nýjum stað. Áætlaður fjöldi flóttamanna í Jórdaníu er um 630.000 sem þýðir að um 63.000 manns þurfa hæli, bara af flóttamönnum í Jórdaníu. En í ár hafa ekki nema um 1500 hælis- mál verið tekin upp í Jórdaníu.“ Stór hluti hælisleitenda sendur til baka. Og hversu stór hópur sækir um að fara til Evrópu? „Rúmlega 250.000 Sýrlend- ingar hafa sótt um hæli í Evrópu frá árinu 2011. Það eru bara 6% af þeim fjórum milljónum sem eru flóttamenn í nágrannaríkj- um Sýrlands, en hin 94% vilja annaðhvort ekki fara til Evrópu eða hafa ekki tök á að komast þangað. Flestir vilja vera í Mið- Austurlöndum en fæst lönd þar hafa skrifað undir flóttamanna- samning Sameinuðu þjóðanna. Sem þýðir að þetta fólk mun aldrei verða fullgildir þegnar í því ríki. Svíþjóð og Þýskaland eru þau lönd í Evrópu sem hafa tekið við mest af flóttamönnum, eða rúmlega 50%. Ísland er því miður ekki mjög ofarlega á listanum yfir þau lönd sem bjóða flótta- mönnum hæli. Sýrlendingar sem koma til Íslands eru 0,005% af þeim sem sækja um að komast til Evrópu en það eru um 0,0003% af þeim fjórum milljónum Sýrlend- inga sem hafa formlega stöðu flóttamanna. Talan er fáránleg lág og ég held að við gætum gert betur.“ „Við sendum stóran hluta hælisleitenda sem hingað koma til baka út af Dyflinarsáttmál- anum sem segir að fólk eigi að sækja um hæli í landinu sem það kemur fyrst til. Að sjálfsögðu eru mjög fáir flóttamenn sem koma fyrst til Íslands, það er varla hægt. En það sem Ísland hefur sagst ætla að gera, þar sem við höfum skrifað undir alla sáttmála, er að við munum taka á móti kvótaflóttamönnum. Við erum að gera það en talan er bara ofboðslega lág. Ef að við berum okkur saman við Svíþjóð í þessum málum, eins og við gerum í svo mörgum öðrum, þá ætti Ísland að taka við um 1500 flóttamönnum á ári.“ Afhverju er talan svo lág á Ís- landi? „Góð spurning en ég veit það ekki. Ég held að Rauði krossinn hafi sýnt fram á það að það er mikill vilji fyrir hendi. Kannski eru Íslendingar ekki enn komnir yfir hrunið, við höldum enn að við eigum afskaplega bágt. Kannski eigum við bágt en það fer auðvitað bara eftir því hvað við miðum okkur við.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 20 fréttaviðtal Helgin 12.-14. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.