Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 24

Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 24
hann útskýrði fyrir henni niður- stöðurnar en vinur hennar sem hafi meira vit á slíku sérfræðitali hafi sem betur fer verið viðstaddur og hans viðbrögð: „Það eru frábær- ar fréttir!“ hafi létt á áhyggjunum. Hann hafi svo bætt við að fréttirnar væru góðar þar sem þá væri ljóst að einkennin gengju til baka auk þess sem engar skemmdir hafi komið í ljós á heilanum. „Ég óttaðist helst að ekki fynd- ist hvað ylli þessu og ég yrði áfram svona en ég gat ekki einu sinni gengið óstudd, og varð því mjög létt þegar læknirinn sagði að ég væri heppin og ætti að jafna mig að fullu. Ég hef alltaf verið mjög heilsuhraust og aldrei neitt amað að. Það var mikið áfall þegar fótunum er svona kippt undan manni. Mamma systr- anna Selmu og Birnu, vinkvenna minna, sem ég hef þekkt frá því ég var stelpa, sagði við mig þegar hún kom á spítalann: „Jæja, Björk. Þú ert þá ekki úr stáli eftir allt saman.“ Það var mikil áskorun fyrir mig að sleppa takinu og þiggja alla þá góðu hjálp sem ég fékk. Barnsfaðir minn bjó á mínu heimili með krakkana, það var hluti af því að sleppa takinu og var hreinlega frábært. Þetta var það besta fyrir börnin sem fengu þannig að vera á sínu heimili og eitt- hvað jákvætt og gott kom í staðinn fyrir erfiðleikana; mamma fór á spít- alann en pabbi kom heim. Hann fór svo með þau til Noregs í þessarri viku og verða þau þar fram í ágúst. Ég held að það sé best fyrir alla,“ segir hún. „Þetta er mikill lærdómur og til dæmis lét ég foreldra mína ekki vita að ég lægi á spítala fyrr en sólar- hring síðar og hef fengið þónokkr- ar áminningar frá þeim um að það séu ekki ásættanleg viðbrögð. Ég er þeim sammála núna, en á þeirri stundu vildi ég einfaldlega ekki valda neinum áhyggjum og var því frekar ein, með bullandi áhyggjur,“ segir hún og hristir höfuðið. Björk segir það hafa verið sér- lega erfitt að taka því að hún hafi fengið heilablóðfall því hún hafi alltaf hugað vel að heilsunni, jafn- vel þó læknar sögðu að svona gæti gerst án nokkurrar raunverulegrar skýringar. Hún er virk í hreyfingu, hefur gengið á þónokkuð mörg fjöll og gekk til að mynda á Hvannadals- hnúk árin 2012 og aftur 2013, fer í Tabata-tíma þrisvar í viku, hjólar og reynir að passa upp á að ná góðum svefni og borða skynsamlega. Þeg- ar fregnir af veikindunum tóku að breiðast út voru það fyrstu viðbrögð margra að Björk hlyti að hafa unnið of mikið og er Björk ósátt við það. „Ég held að karlmaður í sömu stöðu hefði ekki fengið þessi viðbrögð. Ég held að konum leyfist ekki að vinna jafn mikið og körlum því innst inni finnst okkur að konur eigi að verja meiri tíma í að sinna heimili og fjöl- skyldu. Ég hef alltaf verið orkumikil og virk, og það hentar mér að vinna mikið enda er vinnan mín virkilega skemmtileg og gefur mér mikið. Ég hugsa líka vel um börnin mín, við erum mjög náin og ég vona að ég sé þeim góð móðir þó ég sé ekki alltaf með heitan kvöldmat eða heima- bakað. Sumir lögðu til að við Auður myndum ekki gefa út júníblað af MAN vegna veikinda minna en það kom ekki til greina í okkar huga, enda erum við með fjölda hæfs fólks í vinnu sem kemur að hverju tölu- blaði og berum skyldur til lesenda okkar. MAN er okkar fyrirtæki, ég borga mín eigin laun og allir sem reka heimili einir vita að það er ekk- ert hægt að sleppa innkomu í einn mánuð.“ Svik Hönnu Birnu Björk segir það einmitt hluta af því að vera ábyrg móðir að vera börnum sínum góð fyrirmynd og sýna þeim í verki að stundum þarf blóð, svita og tár til að láta drauma sína rætast. „Mig hafði lengi dreymt um að gefa út mitt eigið tímarit og mig hafði dreymt um að stjórna mínum eig- in sjónvarpsþætti. Börnin mín eru einkar sjálfstæð en það auk góðs sjálfstrausts held ég að sé mikil- vægt veganesti út í lífið og legg ég mikla áherslu á hvoru tveggja í upp- eldinu.“ Björk sýndi sjálf mikið sjálfstæði og dirfsku þegar hún henti for- síðuviðtali maí tölublaðs MAN við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í heilu lagi þegar prentun blaðsins átti að vera hafin. Fjallað var um málið í fjölmiðlum en Hanna Birna fór í við- tal í Íslandi í dag þegar MAN átti að vera farið í prent og sagði allt það sem hún hafði sagt í viðtalinu í MAN og meira til. „Á 10 ára ferli í blaðamennsku hef ég aldrei lent í öðru eins. Setningar sem hún sagði í viðtalinu hjá okkur endurtók hún í Íslandi í dag. Hún sagði meira að segja forsíðufyrirsögnina orðrétta. Það gefur auga leið að það einfald- lega gengur ekki upp að vera í sams- konar viðtali á tveimur stöðum á sama tíma. Við gerðum með okkur sama samkomulag og við gerum við alla, að fólk sé ekki í viðtölum annars staðar í minnst tvær vikur frá því blaðið kemur út. Í hennar til- viki var hún að koma aftur á þing eftir lekamálið og því var það niður- staðan að hún myndi fara í frétta- viðtöl en engin persónuleg viðtöl.“ Björk segir að Hanna Birna hafi sent henni sms daginn fyrir viðtalið í Íslandi í dag og því ákvað Björk að bíða með prentun á MAN sem ann- ars var algjörlega tilbúið til prent- unar og horfa á þáttinn. Spurð hvort hún líti á þetta sem svik Hönnu Birnu við sig segir hún: „Auðvit- að eru þetta svik. Hún vissi að ég ætlaði að taka afstöðu eftir áhorfið og eftir það sendi ég henni póst um að þetta viðtal myndi ekki birtast,“ segir Björk sem síðan hefur ekki átt samskipti við Hönnu Birnu. „Hlut- irnir hafa tilhneigingu til að fara vel á endanum,“ bætir hún við. Grimm samkeppni Í ljósi þess að MAN er lítið fyrirtæki í eigu tveggja kvenna segir Björk að það hafi verið stór biti að henda for- síðuviðtali, auk forsíðumyndatöku sem fjöldi manns kemur að. „MAN verður tveggja ára í september. Við erum lítið fyrirtæki í samkeppni við útgáfurisana Birtíng og 365 á tíma- ritamarkaði, og við gerum miklar kröfur um að blaðið okkar sé vand- að og spennandi. Engu að síður þurfum við að reyna að halda kostn- aði í lágmarki. Við Auður erum bara nýhættar að sjá um dreifinguna sjálfar. Blaðinu var dreift fyrir okk- ur úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu fórum við tvær mánaðarlega í allar verslanir með MAN. Þetta var orðið fullmikið aukaálag ásamt öllu hinu sem viðkemur rekstrinum þegar komið var á annað ár en við getum nú leyft okkur að láta aðra sjá um dreifinguna. Það góða við að fara sjálfar á alla sölustaði er að við höfum getað tekið virkan þátt í baráttunni fyrir staðsetningu, sem skiptir öllu þegar tímarit eru seld í verslunum. Við verðum oft varar við að tímarit samkeppnisaðilanna eru sett ofan á okkar, þannig að þau sjást ekki. Það er ekkert leyndarmál að við höfum þurft að berjast við Birtíng, og svo núna líka 365. Sam- keppnin er grimm og þess vegna förum við tvær reglulega í verslanir til að tryggja að okkar tímarit sé á réttum stað og sýnileg. Svo finnst okkur líka svo gaman að vera í góð- um tengslum fólkið okkar og vera á ferðinni.“ Ég er búin að lofa að keyra Björk á skrifstofu MAN í Ármúla eftir viðtalið. Hún mætti þangað í fyrsta sinn viku áður, eftir þriggja vikna frí, og er enn ekki farin að keyra bíl. Björk segist hafa verið að taka því rólega en ég bendi henni á að það sé ekki beint slökun að hafa skilað tímariti í prent og tekið upp nýjan þátt af Kvennaráðum, jafnvel þó hún hafi lagt sig á skiladegi MAN. „Ég hef jafnað mig ótrúlega fljótt en ég hlusta sannarlega á líkamann, sem segja má að leyfi mér ekki annað. Það er alvarleg áminning að fá heila- blóðfall. Þó ég grínist stundum með þetta þá tek ég þessu af fullri alvöru og ætla bara að taka eitt skref í einu. Eða tvö.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Björk tók „selfie“ á sjúkrahúsinu til að eiga vitnisburð um spítalavist eftir heilablóð- fall. Hér sést berlega munurinn á hægri og vinstri hluta andlitsins. Myndin sem Björk sendi Birnu vinkonu sinni og Birnu grunaði þá strax að Björk hefði fengið heilablóðfall, eftir að hafa heyrt hana lýsa fleiri einkennum. Facebook.com/fundurfolksins – #fundurfolksins @fundurfolksins – Fundur folksins appið KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS FRÁ 58.900kr FRÁ 69.000kr SANDKASSAR BORÐ OG BEKKIR FRÁ 106.800kr Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is RÓLUR LEIKTÆKI LEIKFÖNG REIÐHJÓLAGRINDUR 24 viðtal Helgin 12.-14. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.