Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 40
Ný og endur- bætt garðyrkju- deild í BYKO Grænland er glæsileg árstíðardeild sem opnuð hefur verið í BYKO Breidd. Þar er að finna mikið úrval af lifandi blómum, silkiblómum, blómapottum, garðhúsgögnum og grillum, auk nauðsynlegra verkfæra og efna í garðverkin. G rænland er rúmlega árs-gömul deild og er góð við-bót við allt sem er í boði hjá BYKO. Það má með sanni segja að við séum með allt fyrir garðinn og pallinn, svo sem pallaefni, skjól- veggi, garðhúsgögn, plöntur, áburð og verkfæri,“ segir Steinunn I. Stef- ánsdóttir, garðyrkjufræðingur í árs- tíðadeildinni, en Steinunn býr yfir tæpri 30 ára reynslu af garðyrkju og garðyrkjustörfum. Vegna mikillar kuldatíðar segir hún að vorverkin séu aðeins seinna á ferðinni. „En núna fer vonandi að hlýna aðeins og þá er tilvalið að bera áburð á lóð- ina, hreinsa beð og stinga upp mat- jurtagarða, setja niður sumarblóm og matjurtarplöntur, hreinsa mosa og fara að huga að garðslættinum.“ Aukinn áhugi á matjurta- ræktun „Það hefur verið gríðarleg vakning í matjurta-, krydd- og berjaræktun hér á landi og ég tek því fagnandi,“ segir Steinunn. Vegna kuldans segir hún að mikilvægt að nota akrýldúka yfir matjurtargarðinn. „Í timbursölunni eru fáanlegir sér- stakir vermireitir sem henta afar vel í matjurtarrækt. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af pottum í öllum stærðum og gerðum til að rækta plöntur í, bæði úti á svölum og á pallinum. Pottarnir eru fáanlegir í leir, plast og timbri.“ Íslenskar plöntur beint frá bónda Í BYKO eru fáanlegar plöntur frá átta íslenskum garðplöntufram- leiðendum. „Þeir eru staðsettir frá Borgarnesi og austur í Fljótshlíð. Við bjóðum því eingöngu upp á ís- lenska framleiðslu þegar kemur að plöntum. Við leggjum áherslu á plöntur eins og berjarunna og krydd- og matjurtir og eru ávaxta- trén okkar frá gróðrarstöðinni Nátt- haga. Svo erum við einnig með sum- arblóm, fjölær blóm, auk ýmissa trjáa og runna,“ segir Steinunn. Til að ná góðum árangri í ræktun þarf að huga vel að jarðvegi og áburðar- gjöf. „Ef notast er við ker er um að gera að setja góða mold, ef um er að ræða ker frá fyrra ári er tilvalið að skipta út efsta laginu og setja nýja og góða mold ofan á. Hægt er að nota bæði lífrænan og tilbúin áburð og í matjurtarræktun mælum við með að nota lífrænan áburð.“ Verkfæri af öllum stærðum og gerðum Í Grænlandi er einnig að finna fjöldann allan af verkfærum, stórum og smáum, sem henta vel í garð- ræktina. „Við bjóðum upp á vönduð rafmagnstæki frá Bosch og hágæða bensíntæki frá McCulloch. Eitt ný- legt tæki erum við með sem er fúgu- og helluhreinsir sem er tilvalinn til að fjarlægja gróður sem myndast milli gangstéttahellna. Svo eru einn- ig til sérstakir hnífar sem hægt er að setja undir sláttuvélina til mosa- tætingar. Þessi græja hentar vel til að koma garðinum í gott stand eftir veturinn,“ segir Steinunn. Aðspurð um hvernig best sé að hefja garð- verkin eftir langan vetur segir hún að gott sé að byrja á að hreinsa beðin, snyrta tré og runna og raka mosann eða nota mosatætara. „Gott ráð við mosa er að nota kalkáburð sem ger- ir jarðveginn basískan. Þegar mos- inn hefur verið fjarlægður er gott að setja grasfræ í grasið til að endurnýja svörðinn og bera svo góðan alhliða áburð eftir á. Þegar við sláum grasið er um að gera að stilla sláttuvélina hátt svo að mosinn sé undir með grasinu en nái ekki upp á yfirborðið, þó svo að það þýði að slá þurfi þeim mun oftar,“ segir Steinunn. Unnið í samstarfi við BYKO Steinunn I. Stefánsdótt- ir, garðyrkjufræðingur, starfar í Grænlandi sem er ný og endurbætt garðyrkjudeild í BYKO í Breiddinni, Kópavogi. Ljósmynd/Hari. Fúgu- og helluhreinsir er tilvalin græja til að fjarlægja gróður sem myndast milli gangstéttahellna. Sveinn.gestur@gmail.com Við leggjum mikla áherslu á að veita afbragðs þjónustu. Kappkostum að skila verkum okkar eins fallegum og vel frágengnum og kostur er. Láttu fagmenn sjá um garðinn þinn * Sólpallasmíði * Skjólveggir * Garðsláttur * Og öll önnur garðvinna * Trjáfellingar * Þökulagnir * Beðahreinsun * Hellulagnir * Trjáklippingar Aðal Garðaþjónustan -því garðurinn þinn á það skilið Aðal garðaþjónustan S. 770 0854 www.adalgardathjonustan.is adalgardathjonustan@adalgardatjonustan.is 40 heimili Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.