Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 42
Æ tlar þú að rækta garðinn þinn í sumar? Góður jarðvegur er grunnurinn að farsælli ræktun, hvort sem um er að ræða krydd- og
matjurtir eða annars konar plöntur. Besti jarðvegur
sem hægt er að fá er sá jarðvegur sem garðræktandi
býr til sjálfur og í hann er tilvalið að nota ýmislegt sem
fellur til í eldhúsinu. Talið er að frá þriggja manna fjöl-
skyldu komi um 1200 kíló af sorpi á ári og að helm-
ingur þess sé endurnýtanlegur, svo sem ýmis konar
afgangar. Hér er dæmi um þrenns konar lífrænan úr-
gang sem stuðlar að öflugri jarðvegi og ætti því ekki
að fara í ruslið, heldur beint í garðinn.
Kaffikorgur: Kaffikorgur er
dæmi um úrgang sem á aldrei
að fara í venjulegt rusl. Hann
er lífrænn og því tilvalinn sem
almennur áburður. Kaffikorgur
inniheldur nitur sem eykur vöxt
gróðursins. Korgurinn hefur ekki
áhrif á sýrustig jarðvegsins nema
að hann sé notaður í mjög miklu
magni.
Bananahýði: Skerðu banana-
hýðið í smærri bita og bættu
beint út í jarðveginn. Hýðið
brotnar hratt niður og stuðlar
þannig að gómsætum næringar-
efnakokteil fyrir plönturnar, sem
inniheldur til dæmis kalsíum,
magnesíum, fosfat, kalín og
sódíum, sem hafa blómstrandi
áhrif á plöntur.
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Kúlutjöld - fjölskyldut
jöld - gö
ngutjöl
d Tjaldasalur - verið
velkom
in
Savana Junior
(blár og rauður)
Kuldaþol -15˚C
Þyngd 0,95 kg
Trekking
(Petrol og Khaki)
Kuldaþol -20˚C
Þyngd 1,65 kg
Micra
(Grænn og blár)
Kuldaþol -14˚C
Þyngd 1 kg
VERÐ KR 11.995,-
VERÐ KR 13.995,-
VERÐ KR 16.995,-
FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS
20% afsláttur af
tjöldum í dag
Eggjaskurn: Safnið saman eggjaskurn og geymið í íláti við sólríkan
glugga (eða þar sem er tiltölulega hlýtt) í nokkra daga. Þurr eggja-
skurn brotnar auðveldlega niður og því er auðvelt að blanda henni
saman við jarðveginn. Eggjaskurnin er rík af kalsíum sem hjálpar
til við vöxt plantna. Skurnin fælir einnig burt snigla, en þeir forðast
víst eggjaskurn eins og við forðumst að ganga á glerbrotum. Einn-
ig er hægt að mylja eggjaskurn út í vatn og nota til vökvunar, en
skurnin er fínasti kalkgjafi.
Nýtum afgangana
í garðræktina
Frjókornamælingar: Á vef Náttúru-
fræðistofnuna Íslands (www.ni.is) má
finna frjódagatal. Þannig er hægt að
fylgjast með magni frjókorna í lofti dag
hvern.
Afmælisdagur getur skipt máli:
Rannsóknir benda til þess að börn fædd
á frjókornatímabilum séu líklegri en
önnur börn til að fá frjókornaofnæmi
þegar þau vaxa úr grasi. Pör í barn-
eignahugleiðingum gætu því haft það
í huga.
Minni garðvinna: Þeir sem eru haldnir
ofnæmi fyrir grasi ættu að reyna að fá
einhvern annan til að slá blettinn.
Nota þurrkarann: Ekki þurrka þvott
á snúru utandyra þegar mikið er af
frjókornum í loftinu því að þau setjast í
föt og lín.
Hárþvottur: Frjókorn festast auð-
veldlega í hári, sér í lagi ef það er sítt.
Hárþvottarnir ættu því að vera fleiri yfir
sumartímann.
Ofnæmislyf: Margir sem eru illa hrjáðir
af frjókornaofnæmi þurfa einnig að
grípa til lyfjanotkunar. Mikilvægt er að
slík lyf séu aðeins notuð í samráði við
lækni.
Sex góð ráð gegn
frjókornaofnæmi
Nú er tími frjókorna að renna upp og mun hann ná hámarki í
byrjun ágúst. Þau frjókorn sem algengast er að valdi ofnæmi
hér á landi eru frjókorn frá ýmsum grastegundum, en einnig frá
súrum, birki og túnfíflum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að
hafa í huga til að draga úr einkennum frjókornaofnæmis.
42 heimili Helgin 12.-14. júní 2015