Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Page 64

Fréttatíminn - 12.06.2015, Page 64
Margrét Eir og Sigríður Eyrún flytja lög úr söngleikjum við undirleik Karls Olgeirssonar um helgina. Ljósmynd/Hari Eric Silberger leikur í Hörpu um helgina.  Tónleikar alþjóðleg TónlisTarakademía Djöflafiðla í Hörpu Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Harpa International Music Academy, er alþjóðlegt sumarnámskeið og tónlistarhá- tíð sem haldin er í þriðja sinn í Hörpu dagana 6.-17. júní. Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur Akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Áhersla verður lögð á kammer- tónlist auk einkatíma, masterk- lassa og hljómsveitir. Í þetta sinn er einnig boðið upp á deild fyrir yngri nemendur. Lin Wei Sigurgeirsson er forsprakki og listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. Lin Wei hefur búið á Íslandi og starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1988. Hún veitir forstöðu minningarstofnun um föður sinn, Lin Yao Ji Music Foundation of China, sem er í Hong Kong. Það samstarf hefur einnig leitt af sér samstarf við Menuhin fiðlukeppnina. Bandaríski fiðlusnillingurinn Eric Silberger verður gestur hátíðarinnar í samstarfi við tónlistarhátíðina Reykjavik Midsummer Music. Hann er vinningshafi XIV Alþjóðlegu Tchaikovsky tónlistarkeppninn- ar og The Michael Hill alþjóð- legu fiðlukeppninnar árið 2011. Á sunnudaginn leikur Eric í Norðurljósum allar 24 kapr- ísur Paganini undir heitinu Djöflafiðla. Það er einstakur viðburður að þær skulu leiknar allar í einu af sama fiðluleikar- anum. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. -hf  HannesarHolT margréT eir og sigríður eyrún Kunna eitthvað úr öllum söngleikjum Söng- og leikkonurnar Margrét Eir og Sigríður Eyrún halda tónleika í Hannesarholti, sunnudag- inn 14. júní klukkan 16. Dagskráin er helguð tónlist úr söngleikjum, en þær stöllur eru þjáðar af mikilli söngleikjabakteríu og hafa komið margsinnis fram með dagskrá sem tengist þessari grein leikhússins. Þær hafa um árabil verið áberandi þegar söngleikir eru settir upp hér á landi og hafa sterkar skoðanir á söngleikjum. Þær eiga sína uppáhaldssöngleiki og dreymir um að íslensk leikhús verði frumlegri í vali á söngleikjum í framtíðinni, af nógu er að taka. V ið höfum verið að syngja þessi lög í mörg ár og við erum bara svo miklir nördar að við erum báðar búnar að vera að grúska í þessari músík síðan við vorum litlar,“ segir Sigríður Eyrún leikkona. „Við kunnum eitthvað úr næstum því öllum söngleikjum,“ segir Margrét Eir. „Kannski ekki mikið úr þeim nýjustu, en úr flestum sem eru 5 ára eða eldri,“ segir hún. Söngleikir hafa í gegn- um tíðina haft þann stimpil á sér að laða mjög til sín samkynhenigða áhorfendur og þá helst karla. Þær stöllur segjast ekki alveg vita ástæðu þess, en hafa sínar skoð- anir. „Þetta er auðvitað mjög „outrovert“ listform,“ segir Sigríður. „Kannski eiga samkynhneigðir menn auðveldara með að tjá tilfinningar sínar í tónlist og brjótast út í söngleikjum,“ segir Margrét. „Annars veit ég það ekki. Galdrakarlinn í Oz er auðvitað táknrænn fyrir það að vilja eitt- hvað stærra og meira. Allir eiga að fá sinn stað í heiminum og svoleiðis. Kannski er það einhver pæling,“ segir Sigríður. „Hann er fyrir mörgum söngleikur allra söngleikja.“ „Orðrómurinn í New York er t.d. sá að söngleikirnir í dag séu ekki eins og þeir voru,“ segir Margrét. „Fólk er ekki eins mikið að fara á þá og sumir tala um að þessi listgrein sé bara hrein- lega á niðurleið,“ segir hún. „Ég held líka að formið sé að breytast,“ segir Sigríður. „Bara eins og breytingin úr Sound of Mu- sic yfir í Rocky Horror. Þetta breytist og þróast með árunum eins og annað.“ Margrét og Sigríður munu fara um víðan völl á tónleikunum í Hannesarholti á sunnudag. Á dagskránni eru m.a lög úr Hárinu, Wicked, Rent, Chicago, Ha- irspray, Showboat o.fl. Þær eiga þó sína uppáhaldssöngleiki og draumahlutverk. „Minn uppáhaldssöngleikur heitir Gipsy og mig dreymir um það hlutverk,“ segir Margrét. „Ég fékk að syngja það í námi erlendis, en ég var bara svo ung þá. Ég er á fullkomnum aldri fyrir það í dag,“ segir hún. „Ég væri mest til í að syngja í Avenue Q, en sá söngleikur sem mér þykir vænst um er Fiðlarinn á þakinu,“ segir Sigríður. „Íslensku leikhúsin mættu vera frum- legri í vali á söngleikjum,“ segir hún. „Það verður að vera alltaf uppselt því þetta eru dýrar uppfærslur svo maður skilur það, en samt mættu koma einhverjir ferskir á svið á Íslandi,“ segir Margrét. Miðasala er á www.midi.is. Undirleikari á tónleikunum er Karl Olgeirsson. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bara eins og breyt- ingin úr Sound of Music yfir í Rocky Hor- ror. Þetta breytist og þróast með árunum eins og annað. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Laugardaginn 13.júní kl.17 Kóraperlur og Ljóðalestur Sönghópurinn Veirurnar og Eyþór Árnason skáld sameina krafta sína í söng og ljóðalestri. Stjórnandi Margrét S.Stefánsdóttir Aðgangseyrir IKR 2000 Miðasala á midi.is Sunnudaginn 14.júní kl.16 Söngleikir að sumarlagi Margrét Eir & Sigga Eyrún syngja uppáhalds söngleikjalög úr Hárinu, Wicked, Chicago, Hairspray og Showboat m.a. Með þeim á tónleikunum er Karl Olgeirsson. Aðgangseyrir IKR 2500 Miðasala á midi.is 64 menning Helgin 12.-14. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.