Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 70
Birgir Þór Ómarsson, formaður Frisbígolfsambands Íslands, heillaðist af íþróttinni þegar hann stundaði nám í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Hari  FrisbígolF Námskeið á klambratúNi Vilja fá fleiri konur til að stunda frisbígolf Frisbígolfsamband Íslands stendur fyrir námskeiði í frisbígolfi á Klambratúni á morgun, laugar- dag. Finninn Jenni Eskelinen er Evrópumeistari í greininni og mun hún halda tvö námskeið yfir daginn, annað er sérstaklega ætlað fyrir konur, en með því vill Frisbígolfsambandið auka áhuga kvenna á íþróttinni. F yrsti frisbígolfvöllurinn var tekinn í notkun á Úlfljótsvatni fyrir 15 árum, en á síðustu 5 árum hefur orðið algjör sprenging í greininni,“ segir Birgir Þór Ómarsson, formaður Frisbí- golfsambands Íslands. Hann kynntist íþróttinni þegar hann stundaði nám í Bandaríkjunum og varð algjörlega heill- aður. „Þetta er ódýrt og heilsusamlegt sport sem hentar öllum aldurshópum. Þú þarft að minnsta kosti að hafa ein- staka hæfileika til að geta ekki kastað frisbídiski,“ segir hann og hlær. Vellirnir hér á landi eru orðnir 20 talsins, þar af fimm í Reykjavík, og sífellt fleiri bætast við. „Segja má að íþróttin hafi farið á flug þegar Besti flokkurinn tók við í Reykjavík. Eitt af kosningaloforðum þeirra var að efla Klambratún sem útivistarsvæði og við gripum tækifærið og sendum Jóni Gnarr skeyti þess efnis að koma fyrir frisbígolf- velli og hann var ekki lengi að græja það,“ segir Birgir. Um helgina mun Íslenska frisbígolfsam- bandið í samvinnu við Frisbígolfbúðina standa fyrir námskeiði þar sem Jenni Eskelinen, Evrópumeistari í frisbígolfi, mun kenna áhugasömum réttu tæknina. „Námskeiðin verða tvö yfir daginn og fara fram á Klambratúni. Klukkan 13 verður námskeið einungis fyrir konur og klukkan 16 verður námskeið opið öllum. Með þessu fyrirkomulagi langar okkur að auka áhuga kvenna á þessu frábæra sporti og vonandi grípa þær tækifærið og læra handtökin af þessum snillingi,“ segir Birgir. Jenni hefur stundað frisbígolf í sex ár og fór að æfa af kappi þegar hún fattaði að hún kastaði töluvert lengra en aðrir í vinahópnum. Nú eru hún atvinnumaður í greininni. „Við Íslendingar eigum enga atvinnumenn í frisbígolfi ennþá en það er örugglega ekki langt í það,“ segir Birgir. Aðspurður um ástæður þess hvers vegna fleiri karlar en konur stundi frisbígolf seg- ist hann ekki vera viss. „Ég hvet hins veg- ar konur á öllum aldri til að mæta á morg- un.“ Ekki er þörf að skrá sig sérstaklega á námskeiðið. „Jenni mun ekki vísa neinum frá, hún er menntaður íþróttafræðingur og starfar sem íþróttakennari, hún mun því ekki eiga í neinum vandræðum með að kenna áhugasömum núverandi og tilvon- andi frisbígolfurum,“ segir Birgir. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Þetta er ódýrt og heilsusam- legt sport sem hentar öllum aldurs- hópum. Brian Muir með konu sinni en hann skapaði meðal annars útlit Svarhöfða.  Nexus star Wars dagur Hönnuður Svarthöfða á landinu Myndhöggvarinn Brian Muir, sem skap- aði útlit Svarthöfða og hannaði Storm Trooper búningana í Star Wars mynd- unum, mun verða viðstaddur Star Wars dag í versluninni Nexus á laugardaginn. Muir hefur verið 50 ár í bransanum og hannað fyrir fjölmargar Hollywood myndir eins og James Bond, Indiana Jo- nes, Avengers og Marvel og Disney, svo einhverjar séu nefndar. Skipuleggjandi dagsins, listamaðurinn Odee, segist hafa kynnst Muir þegar sá síðarnefndi keypti verk af Odee. „Hann keypti af mér verk og síðan hef ég verið í sambandi við hann á Facebo- ok,“ segir Odee. „Hann og konan hans höfðu mikinn áhuga á því að koma til Íslands, svo ég hjálpaði þeim bara með það. Hann var svo milliliður þess að Star Wars fyrirtæki í Bretlandi keypti líka af mér verk og við höfum bara haldið vin- skap,“ segir hann. Í Nexus á laugardaginn verður Brian með áritanir og segir gestum sögur úr bransanum enda reynslubolti mikill. „Hann er mjög skemmtilegur karl og ég hvet sem flesta áhugamenn um kvik- myndir að koma,“ segir Odee. Viðburð- urinn stendur frá klukkan 12 til klukkan 16 á laugardag í Nexus, Nóatúni 17. -hf Svokallað Sneaker ball verður haldið í Gamla bíói í kvöld, föstudags- kvöld. Fram koma Úlfur Úlfur, B-Ruff og Jay-O ásamt heitasta gaurnum í Reykjavík um þessar mundir, sjálfum Gísla Pálma. Aðeins boðs- gestum verður hleypt inn í partíið og það sem gerir þetta kvöld öðru- vísi en önnur er að það er skylda að mæta í NIKE skóm. Royal ball í Iðnó Hljómsveitin Royal, sem stofnuð var af starfsfólki í Háskólanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum, heldur sumardansleik í Iðnó 16. júní næstkomandi. Royal hefur verið iðin við spilamennsku undanfarin ár og greinilegt að það er bónus að spila á hljóðfæri ef sótt er um starf í HR. Húsið opnar klukkan 22 og hefst dansleikurinn klukkutíma síðar. Miðasala er á midi.is og við inngang. OMAM hjá Jimmy Fallon Óskabörn þjóðarinnar í Of Monsters And Men halda áfram sigurgöngu sinni um heiminn með útkomu nýjustu plötu sinnar Beneath The Skin. Í vikunni komu þau fram í kvöldþætti Jimmy Fallon í Banda- ríkjunum sem er gríðarlega vinsæll um allan heim. Þeim var vel tekið og greinilegt að nýja efnið er að hitta í mark. Fyrr í vikunni kom sveitin einnig fram í þættinum Good Morning America sem nær um gjörvöll Bandaríkin. Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og miðað við viðtökur er óljóst hvenær henni lýkur. Sneaker ball Smáratorgi 3 · Kópavogi · 550 2700 Nú versla Íslendingar á netinu... á Heimkaup.is! RISAÚTSALA! Gerð bestu raftækjakaup sumarsins á vefnum! heimkaup.is VERÐ ÁÐUR 44.990,- 29.990,- HW-H355 SAMSUNG 2.1 HEIMABÍÓ - SOUNDBAR 33 afsláttur % Dúndur hljómur! 70 dægurmál Helgin 12.-14. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.