Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 39

Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 39
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 39 „Það er ekki nóg að fá réttu svörin ef það eru ekki réttu spurn­ ingarnar sem við spyrjum.“ jafnvel þótt athygli ein og sér hafi­oftast­jákvæð­áhrif.­Fleira­ þarf að koma til. Hvað er verið að mæla? Ef frá eru taldir þeir þættir sem stjórnendum er skylt að mæla, samkvæmt lögum eða fyrirmælum frá stjórnvöldum eða­stjórn,­hafa­þeir­í­flestum­ tilfellum nokkuð mikið frelsi og svigrúm til að ákvarða hvað skal mæla, með hvaða hætti og­hversu­oft.­Tækifærin­eru­ mörg­og­því­getur­það­vafist­ fyrir mönnum hvar skal bera niður og hvað það er sem skiptir mestu máli að mæla. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að stjórnend­ ur hafa tilhneigingu til að velja þætti og búa til mælikvarða úr gögnum sem eru aðgengileg innan fyrirtækisins fremur en úr­gögnum­sem­erfiðara­er­að­ safna. Oft verða því fyrir valinu gögn um magn, tíma, tíðni og annað sem auðvelt er að festa á töluleg gildi. Þetta eru gjarn­ an gögn úr fjár hagsbókhaldi, sölukerfum, fram leiðslukerfum, birgðahaldi eða um þjónustu. Upplýsingar um þætti sem ekki eru jafnáþreifanlegir eins og­viðhorf,­líðan­og­tilfinningar­ starfsmanna, viðskiptavina, birgja eða annarra hagsmuna­ aðila eða önnur gögn sem ekki liggja fyrir innan fyrirtækis ins er­oft­erfiðara­að­nálgast­og­ meiri fyrirhöfn að mæla. Þessir þætt ir mæta því oft afgangi eða eru sjaldan mældir. Margir stjórnendur hafa til­ hneigingu til að velja fremur að mæla þætti sem þeir vita að þeir eiga auðvelt með að ná árangri með, sem láta þá líta vel út í augum annarra og líklegt er að þeim verði hrósað fyrir. Stundum er líka dýrmætum tíma eytt í að afla­upplýsinga­eftir­flóknum­ leiðum sem orðið er löngu of seint að bregðast við loksins þegar niðurstöður liggja fyrir. Ef árangursmælingar eiga að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu er nauðsynlegt að velja mæli­ kvarð ana af kostgæfni. Hvað er mikilvægast að mæla? Auðvelda leiðin er að mæla það sem er aðgengilegast og allir hinir eru að mæla en árangursríka leiðin er að mæla það sem skiptir raunverulega mestu máli varðandi árangur í­rekstrinum.­Rannsóknir­á­ árangri fyrirtækja snúast mun oftar um þætti sem styðja við og stuðla að árangri í rekstri en þætti sem hindra árangur. Fyrirtæki sem hafa náð fram úrskarandi árangri eru frekar rannsóknarefni en þau sem vegnar illa og verða gjald þrota. Þetta er augljóst ef skoðað er framboð af alls kyns fræðibókum og greinum um árangur. Hundruð titla er að­finna­sem­gefa­til­kynna­ hvernig þú getur náð að skara fram úr á ákveðnum sviðum en aðeins örfáir, ef einhverjir, fjalla um það sem hindrar eða stendur í vegi fyrir árangri. Þrátt fyrir mikið framboð upp­ lýsinga um hvernig fyrirtæki geta skarað fram úr og náð afburðaárangri eru það ekki nema­10­30%­fyrirtækja­sem­ ná þeim árangri sem þau stefna að. Það leiðir hugann að­því­hvort­veita­þurfi­meiri­ athygli þáttum sem standa í vegi fyrir árangri og mæla það sem snýr að veikleikum og ógnunum, ekki síður en það sem snýr að styrkleikum og tækifærum. Hvað þarf marga mæli- kvarða? Í dag eru nánast óteljandi þeir þættir sem mögulegt er að mæla í rekstri. Nútíma upp­lýsingakerfi­og­gagnaveit­ ur gera það kleift að kalla fram og bera saman alls kyns gögn og búa til margvíslegar upplýsingar og skýrslur með litlum fyrirvara og án mikillar fyrirhafnar. Fyrr en varir eru menn komnir með aragrúa mælinga­sem­erfitt­er­að­ henda­reiður­á,­hafa­yfirsýn­ yfir­og­finna­tilganginn­með.­ Vegna­umfangsins­fer­oft­ meiri tími í að útbúa og kynna sér gögnin en að bregðast við þeim og oft gefst lítill tími til að ígrunda áreiðanleika gagnanna. Áskorunin sem stjórnendur standa frammi fyrir felst í því að greina og mæla þá lykil þætti sem heildarárangur fyrirtækisins byggist á og tryggja að gögnin sem standa að baki þeim mælingum séu áreiðanleg. Hver stjórnandi ætti ekki að hafa of marga mælikvarða til að hugsa um en leggja áherslu á réttu mælikvarðana. Helst eiga allir að geta lagt þá á minnið. Mælikvarðar þurfa því að vera einfaldir, hafa augljósan tilgang og bein tengsl við stefnu og heildar ­ ár angur fyrirtækisins. Aðeins þannig geta stjórn­ end ur náð að halda athygli sinni á aðalatriðunum, miðlað og safnað upplýsingum mark ­ visst til síns fólks og brugð ist við niðurstöðum með við eig ­ andi hætti. Fáir, áreiðan legir og upplýsandi mæli kvarðar sem hafa hvetjandi áhrif á starfsfólk, sem stjórnendur sam mælast um og hafa svig ­ rúm til að bregðast við, er það sem mestu máli skiptir. Hvað gerum við með niðurstöðurnar? Þegar öllu er á botninn hvolft er grundvallartilgangur árangursmælinga í raun ekki að safna gögnum, greina þau og bera saman. Mælingar og mælikvarðar einir og sér hafa engan tilgang nema brugðist sé við þeim upplýsingum sem verða til og þekkingin og lærdómurinn sem af þeim má draga séu nýtt til framþróunar. Öllu skiptir hvað við gerum við þær niðurstöður sem mælingarnar leiða í ljós. Að bregðast tímanlega og rétt við atvikum og nýta þau tækifæri sem skapast er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gera það ekki. Upplýsa þarf eigendur og samstarfsfólk um niðurstöður, safna upplýsingum um hvern­ ig best er að bregðast við, taka ákvarðanir og gera áætl­ anir um aðgerðir. Í kjölfarið getur þurft að gera breytingar á mælikvörðum þar sem niður stöður úr mælingum geta beint athygli okkar að nýjum þáttum sem eru mikilvægir til að ná árangri í rekstri. Stjórnendur þurfa því að vera óhræddir við að endurskoða val á mælikvörðum í takt við breytingar og í takt við það að ný tækifæri opnast eða nýjar ógnanir sýna sig. stjórnun 1. tilgangur mælinga er að tryggja að við getum brugðist tímanlega við atvikum eða breytingum sem hafa áhrif á árangur fyrirtækisins. 2. Mælingar á árangri hafa þann tilgang að færa okkur staðfestingu á því sem við höf um tilfinningu fyrir eða hugboð um og/eða nýjar upplýsing ar, þekkingu og lærdóm. 3. Mælikvarðar eiga að vera fáir og stjórnendur og starfsfólk þurfa að hafa yfirsýn, skiln ing og áhuga til að halda athygli á mikilvægum málum. 4. Mælikvarðar þurfa að hafa tengsl við stefnu og framtíðar sýn og mikilvæga árangurs þætti í rekstri, hvort sem auð velt eða erfitt er að nálgast gögn og/eða framkvæma mæl ingar. 5. Mælingar eiga að hafa áhrif á hegðun stjórnenda og starfsfólks og hvetja til þess að fólk leggi sig fram og nái meiri árangri en ella. 6. Mikilvægt er að tryggja að gögn sem byggt er á séu bæði áreiðanleg og viðeigandi. 7. niðurstöður mælinga ber að líta á sem mikilvægar vís bendingar sem fela í sér nýja þekkingu og lærdóm sem er grundvöllur og hvatning til framþróunar. Ef markmiðið er framúrskar andi árangur er ekki nóg að halda eitthvað, við þurfum að vita. Það er jafnvel ekki nóg að vita, það þarf að framkvæma og til þess þarf að hvetja alla í liðinu og fá þá til að langa til að vera með og framkvæma. Það er ekki nóg að fá réttu svörin ef það eru ekki réttu spurningarnar sem við spyrjum. Í STuTTu máli: „Það að mælikvarðar séu skilgreindir og reglubundnar mæl­ ingar framkvæmdar er þó engin trygging fyrir árangri.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.