Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 2

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 2
Hásetarnir á þ|óðarskútunni Bjarní Kristjánsson skólastjóri Augljóst er, að aldrei hafa störf Islendinga verið jafn margbrotin og vandasöm eins og þau eru í dag. Þess vegna þyrfti a. m. k. við framhalds- skólastigið að starfa sívökul náms- skrárnefnd til að tryggja, að fræðsl- an, sem fram er boðin, svari jafnan kröfum tímans. Stundum eru þessar kröfur þannig, að þjálfa þarf í tæka tíð hóp manna til stjórnunar, eftir- lits eða viðhalds á tæknibúnaði, sem fyrirsjáanlegt er að muni ryðja sér til rúms. Hér er auðvitað ekki átt við, að gleymast megi lífsfyllingar- hlutverk fræðslukerfisins, heldur er áherzla lögð á, að nauðsynlegt sé, að kerfið svari betur til athafna þjóðar- innar. Nám á framhaldsskólastigi er, eða ætti a. m. k. að vera, þrenns konar: a) almennt bóknám b) verkskólun c) starfsþjálfun. Allt þetta nám ætti að mæla í sam- ræmdum einingum, sem kalla mætti námspunkta. Námsskrána fyrir fram- haldsskólastigið ætti að semja sem eina heild, en þó þannig, að hún yrði sett saman úr námseiningum. Ein- ingin gæti t. d. svarað til einnar námsvinnuviku. Hver skóli kenndi svo samkvæmt þeim hlutum þessarar námsskrár, sem henta þætti, og hver skóli yrði að viðurkenna það, sem annar hefði kennt. Með sífelldri end- urskoðun á slíkri námsskrá mætti jafnan láta hana svara kröfum tím- ans. Námsskráin og skólakerfið þyrfti meira að segja að vera á undan eftir- spurninni á vinnumarkaðinum — eins og mér skilst, að sumir betri skólar í Bandaríkjunum séu. Ég hef trú á því, að þess háttar námsskrá sé lykilatriði, af því að hún býður nemendum upp á næstum tak- markalausa fjölbreytni í því að velja sér gagnlegt námsefni við hæfi hvers og eins. Með þessu móti held ég, að afstaða fólks til verklegs náms ann- ars vegar og bóklegs náms hins veg- ar yrði miklu eðlilegri en nú er. Ég álít t. d., að punktar fyrir latínunám og rafvirkjun yrðu taldir jafnmerki- legir. Nemendur mundu safna sér námspunktum, hratt eða hægt, eftir því sem hverjum hentaði. I samræmi við kröfur vinnumarkaðar og reglu- gerðir í landinu má svo ætla, 'að hver og einn fái starf við sitt hæfi. Með þessu móti gætu unglingar og eldra fólk bætt við sig mjög gagnlegri menntun á nokkrum vikum eða mán- uðum, en nú taka námsáfangar yfir- leitt nokkur ár. Með þessu móti virð- ist líka, að leysast mundi næstum því sjálfkrafa vandamálið um endurhæf- ingu og fræðslu fullorðinna. Mér virðist þjóðin hafa á að skipa liltölulega stórum hópi tæknimanna með langt háskólanám að baki. Hér ætti að mega sjá vel fyrir rannsókna- starfsemi og kennslu. En málið horf- ir öðruvísi við í sambandi við hönn- un, framleiðslu og stjórnun. Á þess- um sviðum vantar mikinn fjölda hæfilega menntaðra manna. Þessi árin eru fjárveitingar til Háskóla Islands mældar í hundruð- um milljóna. Á s.l. ári tóku tveir nýir menntaskólar til starfa, og nú hafa tvær nefndir verið skipaðar til að athuga um stofnun tveggja nýrra menntaskóla að auki. En hvað ger- ist í sambandi við afganginn af fram- haldsskólastiginu og stutta tækni- menntun á háskólastigi (tækni- fræði) ? Það eru hreinir smámunir — allt skorið við nögl. Þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum, og aldrei hafa breytingarnar verið eins örar og í dag, og með hinum öru breyt- ingum verða störf íslendinga stöðugt flóknari og vandasamari. Til að mæta þessum vanda er alveg nauð- synlegt að koma strax á fót umfangs- mikilli og fjölbreyttri verkskólun á framhaldsskólastigi, og fleira kemur til, eins og drepið er á hér á undan. Við lifum ekki frekar af einum sam- an andlegheitum heldur en af einu saman brauði. Hin hefðbundnu fræði hafa að vísu verið veganesti og kjölfesta kynslóðanna um aldir, en í dag er það ekki nóg að liafa góða kjölfestu í þjóðarskútunni og and- legheitaflagg í siglutoppnum, ef engir kunna til starfa á dekki. 98 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.