Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 15
tic hf., Langeyri hf. og K. Jónsson &
Co., eru aðilar að stofnun Samein-
uðu niðursuðuverksmiðjunnar hf.
Norðurstjarnan hf. er að hluta í eigu
norsks aðila og hefur sölusamning
við það fyrirtæki og hefur því sér-
stöðu. Síldarniðurlagningarverk-
smiðja ríkisins hefur hug á að ger-
ast aðili að samstarfinu, en er í bili
háð fjárframlögum frá ríkinu og gat
því ekki tekið þátt í undirbúningi
þess.
Utflutningur og vöxtur
Útflutningur ársins 1967 var 355
tonn af gaffalbitum, 151 tonn síldar-
flök, 125 tonn þorskhrogn og 65
tonn af öðrum tegundum, eða alls
um 700 tonn. Afkastageta þessara 16
verksmiðja er hins vegar um 10.500
tonn, svo að hér er um mjög litla nýt-
ingu véla að ræða. Þá er þessi útflutn-
ingur mjög háður viðskiptum við
Sovétríkin, en 1967 keyptu þau 484
af 696 tonnum útfluttum, eða 70%.
Vöxtur þessa iðnaðar er ekki að-
eins háður mörkuðum, heldur einnig
ýmsum öðrum atriðum innanlands,
og ber þar hæst hráefnaskort, einnig
skatta og tolla, svo sem aðstöðu-
gjald, 50% tekjuskatt, innflutnings-
tolla á vélum og umbúðum og út-
flutningsgjald.
Varðandi markaðsvöxt ber skýrsl-
an með sér, að ísland er aðeins lítill
þátttakandi á heimsmarkaðinum fyr-
ir niðursoðnar fiskafurðir og við-
skiptageta íslands er miklu lakari
en keppinauta þeirra. T. d. er verð-
mæti útflutnings á tonn að meðaltali
helmingi lægra en í Danmörku, Nor-
egi, Japan og Þýzkalandi og enn
minna samanborið við U.S.A., Kan-
ada og Frakkland.
Líklegustu markaðir, sem Island
gæti reynt að koma sér inn á, væru
stóru markaðirnir í Vestur-Evrópu,
Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi
svo og U.S.A.
St. Bj.
Mengun vekur áhuga
Framh. ai 110. bls.
rennslisnefnd (1964) og að lokum
nýja reyknefnd (1962). En það er
fyrst nú, síðustu tvö árin, að vanda-
málin hafa dregið að sér geysilega
almenningsathygli, og ef einhver
skyldi efast um að hún eigi eftir að
dvína aftur, skulum við aðeins líta á
bílinn:
í dag er vakandi áhugi á þeim eit-
urefnum, er koma úr afturenda bíls-
ins, þrátt fyrir það að varla verður
eitt einasta dauðsfall rakið heint til
þeirra. En þó að hinn endinn á bíln-
um stangi 100 manns til bana á mán-
uði hverjum í Danmörku einni, vek-
ur það ekki lengur minnsta áhuga,
þótt geigvænlegt sé.
Það er því mjög áhugaverð spurn-
ing, hvað muni til lengdar hafa beztu
áhrifin til umhverfisbóta. Sú ein-
strengingslega afstaða, að jafnvel hin
minnsta mengunaruppspretta skuli
dregin fram í dagsljósið og upprætt,
án tillits til kostnaðar, getur auðveld-
lega spillt fyrir málstaðnum. Það
væri raunhæfara að viðurkenna, að
enginn jákvæður og fórnfús vilji var-
ir að eilífu, og þess vegna ríður á
miklu, að honum sé ekki eytt í smá-
muni.
Úr „Ingeniörens Ugeblad" —, nr. 37, 1971.
J.Bj.
Orðsending til óskriienda
Gerðar hafa verið möppur utan um
IÐNAÐARMÁL, árganga 1970—’74.
og eru þær af svipaðri gerð og hinar
fyrri. Möppurnar fást á skrifstofu
Iðnþróunarstofnunar íslands og
kosta kr. 70,00 stykkið.
IÐNAÐARMÁL
109