Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 31

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 31
inn hefur fengið tíu ára reynslu eða tíu sinnum eins árs reynslu. Umsækj- andi með minni reynslu getur vel verið hæfari umsækjandi, alveg eins og oft má vænta meira frá framgj öm- um nýliða en reynslumiklum meðal- manni. Enn einn hæfileiki á hæfni manns er gáfnafar hans. Hér er um að ræða hæfileika til að rökræða og skilja, en það er örugglega mikilvægur þátt- ur, sem hafa verður í huga, er ráða skal í hærri stöður. Þar sem oft er nægilegt, að umsækjandi hafi áj- kveðna lágmarksgreind fyrir ákveð- ið starf, er gáfnafar hans venjulega reynt með prófi. Líklega er algengt, að menn geri þau mistök að leggja of mikla áherzlu á gáfnafar miðað við hin atriðin. Heilsufar Venjulega þarf að gera kröfur um ákveðna líkamsburði fyrir hvert starfsvið. Þess vegna verða allir um- sækjendur að hafa til að bera þá líkamsburði, sem starfið gerir til þeirra. Að ráða starfsmann með þá lík- amsburði og heilsufar, er hentar starfinu, mun vera gæfuríkast fyrir fyrirtækið og starfsmanninn. Þegar um erfið störf er að ræða, verður að gæta þess sérstaklega vel að fá mann með nægilega andlegan og líkamleg- an þrótt fyrir starfið. Nauðsynlegt getur reynzt að taka tillit til kynferðis, þegar hin lausa staða hæfir greinilega fremur öðru kyninu. Hér verður þó að gæta þess vandlega að fara með öllu að lög- um. Það hefur einnig sannazt, að konur geta unnið mörg störf, sem áður þóttu eingöngu henta karlmönn- um. Væntanlegur starfstími Þegar ráða skal starfsmann, er mjög mikilvægt að taka tillit til þess, hversu lengi sé líklegt, að maðurinn gegni starfinu. í dag er mikill óró- leiki og hreyfanleiki á vinnumarkaðn- um. Að 50% starfsmanna skipti um fyrirtæki, er ekki óvenjulegt, og jafn- vel í betur launuðum stöðum er 30% ekki óalgengt. Þeir, sem sjá um val starfsmanna, verða stöðugt að vinna að því, að þetta hlutfall lækki. Kostnaðurinn samfara því að ráða og þjálfa starfs- fólk er mikilvægur útgjaldaliður, sem unnt er að lækka með því að vanda betur val starfsfólks. í mörgum störfum líður a. m. k. eitt ár, þar til nýr starfsmaður er orðinn verðmætur starfskraftur, þar sem hann þarf oft að kynnast heils árs starfsemi fyrirtækisins. Þegar meta skal líklegan starfsaldur, er unnt að taka tillit til margs konar vísbendinga. Maður, sem hefur sí- fellt verið að skipta um störf, er tor- tryggilegur, og það ætti að spyrja þá nánar, sem eru óvissir um starfsval. Ef umsækjandi vill starfið, aðeins meðan hann bíður eftir öðru hetra, ætti hann ekki að koma til greina. Ef hann á ekki aðsetur í borginni, eru miklar líkur til, að hann flytji að lokum hrott. Oft er betra að ráða menn í heimabæ þeirra, þar sem þeir eiga ættingja og eignir. Oft eru einn- ig fjölskyldumenn stöðugri starfs- kraftar en einhleypir. Það er sama, hversu vel er vandað til vals á starfsfólki, atvinnurekand- inn verður alltaf að gera ráð fyrir einhverri hreyfingu á starfsfólki. Starfsmaðurinn leitar venjulega þangað, sem bezt laun eru í boði, og þeir, sem hafa hæfileika, sem ekki njóta sín hjá fyrirtækinu, munu leita betri möguleika. Tilgangurinn með sérhverri ráðn- ingaraðferð er að finna þá umsækj- endur, sem liafa hæfileika og ein- hverjar vonir má binda við. Aðferð- in er leið til að ákveða, hvaða um- sækjendur eru líklegir til að geta leyst starfið vel af hendi. Sama er, hvaða starf er um að ræða, það verð- ur að meta hugarfar, hæfileika, heilsufar og væntanlegan starfsaldur umsækjandans til þess að tryggja það, að starfið henti honum. Lauslega þýtt úr Personnel Journal, 9. hefti 1971. Þýð. B. K. Lög um Útflutningsmiðstöð Framh. af 117. bls. ins. Er miðað við, að framlagið verði tiltekið á fjárlögum hverju sinni. Það sýnist eðlilegt, að stofnunin verði undanþegin opinberum gjöld- um. Er ekki ætlunin, að hún verði rekin í ágóðaskyni. Um 6. gr. Það felst m. a. í ákvæði þessu, að Utflutningsmiðstöðin telst löglega stofnuð, er stofnskrá hennar hefur verið staðfest og stjórn skipuð. Breyt- ingar á stofnskránni, ef gerðar eru, mundu þurfa staðfestingar ráðherra. Um 7. gr. Þarfnast ekki skýringa. IÐNAÐARMÁL 125

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.