Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 11
Innkaup Reikningar sýna, að efniskostnað- ur var að meðaltali 42% (22— 63%) af veltu. Fyrirtækin voru spurð, hvort ódýrara væri, að þau flyttu efnið inn sjálf, en að kaupa það hjá heildverzlun. Um 65% töldu svo vera, 5% ekki, en 30% svöruðu ekki eða gáfu hlutlaus svör. Hve miklu ódýrara? Svarað var 2— 30%, meðaltal 19%. Leyfileg álagn- ing fyrir kostnaði og hagnaði er 18%. Ekki varð skýring á því fund- in, að hagkvæmara sé að flytja inn efni í smáslöttum fremur en í stærri stíl. Sala Ymis fyrirtæki, einkum hin stærri, reka eigin verzlanir, en selja oft einnig til annarra verzlana. Tilboð, t. d. til hótela, eru gerð beint frá framleiðanda. Ekkert fyrirtæki hafði mann, sem eingöngu stundaði sölu- störf. Sölusamvinna er nær engin. Framleiðendur með eigin verzlanir höfðu ekki hreint og aðskilið bók- hald yfir framleiðslu og umsetningu, svo að sölukostnaður er ekki ljós. Almennt má segja, að sölustarfsemin sé veikur liður. Innréttingar eru jafnan seldar í tilboðsformi beint til neytenda. Almennt séð er bókhaldsyfirlit ekki notað í stjórnunarskyni. Iðnaðar- greinin er ekki fjármagnsfrek, og því er ekki hægt að fullyrða, að fjár- magnsskortur hafi hindrað stækkanir fyrirtækja. Rekstrarfé er að veru- legu leyti notað til að fjármagna miklar hráefnisbirgðir. Daglegur rekstur er síðan rekinn með víxil- lánum af hlaupandi söluvíxlabákni. Þessi víxlastarfsemi virðist íþyngja framkvæmdastjórunum um of að ó- þörfu og draga athygli þeirra frá tæknilegum og fjárhagslegum atrið- um rekstrarins. Þetta mætti bæta með bættu rekstrarbókhaldi og innheimtu- lánastofnun (factoring-fyrirtæki), sem keypti innheimtukröfur fyrir- tækjanna eftir ákveðnum reglum. Almenn sjónarmið Það er athyglisvert að bera saman þróunina í húsgagnaiðnaðinum ann- arsvegar og í innréttingaiðnaðinum hins vegar. Ætla mætti, að þróunar- ferill þeirra væri svipaður og háður dýrtíðarþróuninni, en þetta er ekki svo. Með verulegri lækkun þjóðar- tekna árin 1967—68 breyttist hagn- aður í verulegt tap í húsgagnaiðnað- inum. Innréttingaiðnaðurinn sýndi hins vegar yfirleitt góð afköst þessi ár. Það gekk verst í þessari grein árið 1966, þegar eldhúsinnréttingar voru settar á frílista og í 60% toll. Innflutningurinn lamaði innlendu framleiðsluna í rúmlega hálft ár, en þá varð hún ofan á aftur, og nú er ástandið þannig, að innflutningur er nær enginn og áætlanir eru uppi um útflutning. Húsgagnaiðnaðinum hefur gengið erfiðlega síðustu árin, og árið 1968 var tapið um 20 'millj. króna, eða tvöfalt meira en uppgefnar afskriftir í iðngreininni. Því ætti að stefna meira að útflutningi til þess að milda áhrifin af innlendum dýrtíðarsveifl- um. Hér gæti stofnun, sem veitti út- flutningsábyrgð og lán, komið að gagni. Oft er sökinni fyrir þessum erfið- leikum skellt á innflutninginn. En allt fram til 1967 voru fjárfestingar miklar, og vegna mikillar ónýttrar afkastagetu lá verðsamkeppni beint við. Verðlagsstjórinn leyfði aðeins 17% álagningu á erlend húsgögn, sem einnig hefur haft verðlækkandi áhrif. En yfirburðir erlendra keppi- nauta eru fyrst og fremst vegna kosta stórrekstrarins. Þó liefur stærð fyrir- tækjanna ekki úrslitaáhrif, heldur möguleikarnir á raðframleiðslu. Allar athugasemdir hér að framan gefa til kynna erfiða samkeppnis- aðstöðu þessarar iðnaðargreinar, sem hlýtur að leiða til endurupp- byggingar hennar og samvinnu um innkaup, framleiðslu og sölustarf- semi. IÐNAÐARMÁL 105

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.