Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 16
Mencjunin vekur áhuga - ennþá Efftir Jens Ledgaard Nú sem stendur ríkir mikill áhugi á lausn mengunarvandamálanna. Blöðin og stj órnmálamennirnir eru vakandi og taka mjög jákvæða af- stöðu til þessara mála. En í þessu er jafnframt fólgin mikil hætta. Ekkert mál getur til lengdar haldið áhugan- um vakandi, hversu alvarlegt sem það er. Eftir tvö, eða í mesta lagi þrjú ár, munu opinberir aðilar vera orðnir ónæmir fyrir mengunarmál- unum — þau munu smám saman hverfa af forsíðum blaðanna og þok- ast yfir á smápistlasíðurnar, og jafn- framt mun árvekni stj órnmálamann- anna dofna. Þess vegna er það svo mikilvægt að nota sér vel þá athygli, er nú beinist að menguninni. Sennilegt er, að mengun eins og margt annað, fylgi 20:80 reglunni, þ. e. að 80% allrar mengunar komi frá 20% af mengun- aruppsprettum. En hvernig sem því er varið, hljóta að vera fjölmörg svæði, þar sem hægt er að fjárfesta milljarða, án þess að veruleg mengun eigi sér stað. í Bandaríkjunum geta „vísindaleg- ir froðusnakkar“ vakið æsileg blaða- skrif með hrollvekjandi — en illa rökstuddum — tölum um afleiðingar mengunar á ýmsum sérsviðum og hlotið að launum ýmiss konar styrk- veitingar, að ógleymdum ferðalög- um til Evrópu. Sambærilegar aðstæður höfum við ekki í okkar landi (Danmörku). Til þess erum við of smáir í sniðum. En aftur á móti hafa næstum allir vís- indamenn mjög eðlilega tilhneigingu til að ofmeta mikilvægi sinna eigin sérgreina, ósjálfrátt eða vísvitandi. Og vegna smæðar þjóðarinnar munu þeir reynast mjög fáir — ef nokkrir — sem hafa góða heildaryfirsýn yfir öll vandamálin. Stj órnmálamenn eru kjörnir til þess hlutverks að kynna sér vanda- málin í heild og skipa þeim í for- gangsröð samkvæmt því, en í tækni- legum efnum verða þeir oftast nær að byggja á álitsgerðum sérfræðing- anna. Og þegar þær eru — eins og t. d. skýrslur Mengunarnefndar — 3 til 4 þúsund síður, sem hægt er síðan að vinna úr samdráttarskýrsl- ur er nema 800 síðum, og lagðar eru fyrir þjóðþingið, er hætt við að mönnum förlist rétt yfirsýn. Þá er sú hætta á ferðum, að fyrirsagnir dag- blaðanna ráði forgangsröðinni. Og þá er einnig hætta á kostnaðar- sömum skyndibreytingum, er hafa vafasöm áhrif í för með sér. Tökum t. d. höfuðborg Tyrklands, með sitt frjálsa umhverfi og lítilfj örlegu bif- reiðaumferð. Þar var tekin skyndi- ákvörðun um mjög strangar varúð- arráðstafanir gegn útblásturslofti bifreiða, en á sama tíma dóu 100 manns á ári úr kóleru, er átti upptök sín í lélegu drykkj arvatni borgar- innar. Á því leikur enginn vafi, að meng- un er alvarlegt heimsvandamál. Og þar sem það er nátengt orkuneyzl- unni, sem aftur er mælikvarði á lífs- kjarastig þjóðanna, erum við „full- gildir“ þátttakendur hér i þessu landi. Því að hvað sem stjórnmálamenn- irnir segja í kosningabaráttunni, er- um við meðal fimm auðugustu þjóða heimsins. Og samkvæmt Menton-yfir- lýsingu líffræðinganna mengar einn Bandaríkjamaður umhverfið jafn- mikið og fimmtíu Indverjar. Þetta leggur okkur þá skyldu á herðar að beina sjónum okkar yfir alla hreppapólitík og nota a. m. k. eins langan ræðutíma á þjóðþing- inu til málefnalegrar forgangsröðun- ar vandamálanna og í þvarg um bjórdósir. Að öðrum kosti munum við eyða bæði áhuga og fjármunum í viðureign við ómerkileg æsingamál og lítilfj örleg sjúkdómseinkenni. Á ljótu en hagkvæmu löndunarplássi er komið fyrir dýrum brennslutækjum, sem menga loftið, er síðan leiðir aft- ur af sér mengun vatnsins. Lítið hreppsfélag, sem í mörg ár hefur leitt frárennsli út í torfæra mýri án þess að angra nokkurn, er í sátt og sam- ræmi við umhverfi sitt, en verður síðan fyrir aðkasti og fær ekki að vera í friði, fyrr en sett hefur verið upp dýrt frárennsliskerfi út í vatns- fall, sem flytur allt afrennslisskólp- ið beina leið inn í annað hreppsfé- lag. Lítið þorp með rotþrær og fyrsta flokks drykkjarvatn verður að eyða miklum fjármunum — jafnmiklum og bráðnauðsynlegt dagheimili fyrir börn myndi kosta — í holræsakerfi og hreinsibúnað, því að blöðin segja, að þetta verði allir að hafa. Og þannig mætti lengi telja. Mengunarvandamálin eru auðvitað ekki ný fyrirbrigði. Árum saman hefur verið ritað um þau í verkfræði- tímarit, og nefndir hafa lengi starfað á þessu sviði. Nefna má hljóðtækni- rannsóknir (1937), reyknefnd (1944), götuloftsnefnd (1945), fisk- lyktarnefnd (1956), iðnaðarfrá- Framh. á 109. bls. 110 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.