Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 8
leiðslu annarra fyrirtækja, ef eftir- spurn er. Því er mikil verðsam- keppni milli fyrirtækjanna innbyrðis, en af því leiðir oft taprekstur og stöðvun. Oft er þetta vegna þess, að fyrirtækin hafa ekki gert sér grein fyrir stærð markaðsins. Þá er fram- leiðslan jafnan miðuð við litla tækni- meðferð og lággæða úrvinnslusvið. Þilfarsbúnaður fiskiskipa, svo sem gálgar, lokur og fleira er nær óstaðl- aður, en það gerir viðhald og við- gerðir dýrari. Stefnan ætti að vera að fækka tegundum. I byggingariðn- aði er áætlanagerð mjög lítil, og hef- ur það í för með sér erfiðleika fyrir verkstæðin, stuttan afgreiðslutíma og sveiflur í greiðslum. Stjórnun fyrirtækjanna Afkomuyfirlit í fyrirtækjum er lítt þróað, einnig verðútreikningar. Forstjórinn, sem jafnan telur þetta vera í sínum verkahring, hefur sjald- an áhuga á bókhaldi og lítur oft ekki nægilega eftir mikilvægum liðum rekstrarins. Vörugeymslukostnaður er oft óþarflega mikill og of mikið fjármagn bundið í hráefni, sem ligg- ur þar of lengi ónotað. Samvinna milli fyrirtækja er nær engin og engin sameiginleg innkaup hráefnis, en það myndi leiða til lægra verðs og styttri afgreiðslutíma. Á Reykja- víkursvæðinu eru árlega notuð um 300 tonn af galvanhúðuðu þunn- blikki, og er það nú flutt inn í smá- slöttum af hverjum blikksmið fyrir sig. Hér þyrfti samvinna að koma til. Svona mætti lengi telja, en hver á að hafa frumkvæðið? Athugasemdir og tillögur í stuttu móli a) Skattalækkanir til að auka fjár- festingu í vélum. b) Tollfrelsi fyrir vélar og hjálpar- húnað. c) Lækkun rafmagnsgjalda. d) Bygging „iðnaðarhúss“ fyrir léttan iðnað, með aðstoð ríkisins. e) Bæta iðnmenntun og þjálfun. f) Stefna ríkis og bæjarfélaga gagn- vart iðnaði sé þróunarörvandi og hin sama gegn öllum, hvert svo sem eignarformið er. g) Efla þarf aðstöðu Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. h) Stofna þarf tækni- og hagfræði- lega iðnaðarmiðstöð. íslenzkur sælgætisiðnaður Úttektarskýrsla, gerð af Oy MEC- RASTOR AB, Helsinki, september 1971 Markaðurinn Þar eð innflutningur sælgætis, fyr- ir utan súkkulaðikex, er bannaður, hefur þessi iðnaður enga erlenda samkeppni. Uppbygging iðnaðarins Fjöldi fyrirtækja 1969 var 32, fjöldi vinnuára 252, vinnsluverð- mæti 77 millj. króna, eða um 70%. Umsetning alls iðnaðarins er því um 110 millj. kr., eða um kr. 440.000,00 á hvern starfsmann. Byggingar og búnaður Vinnusalir eru nýtízkulegir og nægilega stórir, og vélakostur háir ekki framleiðslunni, en fyrirtækin skortir geymslurými. Innri flutning- ar eru óhagkvæmir og erfitt úr að bæta, þar eð húsakynnin eru oft ó- hentug og ekki sérstaklega gerð fyrir slíka framleiðslu. Framleiðsla og hönnun Greinilegt er, að ekki hefur verið lögð næg áherzla á góða hönnun og 102 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.