Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 17

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 17
Hönnun Kaupstefnan fslenzkur fatnaður Kaupstefnan íslenzkur fatnaður „HAUST“ var að þessu sinni haldin í Iþróttahúsi Seltjarnarness. Hinn snyrtilegi samkomusalur sem er í byggingunni, var hlýleg og skemmtileg umgerð um tízkusýningu sem fram fór í tilefni af opnun Kaup- stefnunnar. Því er ekki að neita að sá munur sem þarna var á aðstöðu og á veit- ingalofti íþróttahallarinnar í Laug- ardal, en þar liafa þessar tízkusýn- ingar verið haldnar áður, var eitt og sér nægileg til að gefa sýningunni skemmtilegan blæ. Á hinn bóginn mun óhætt að full- yrða að oft hefur gætt meiri dirfsku og tilþrifa í sjálfum fatnaðinum. Ekki var annað að sjá en að í- þróttasalurinn hentaði vel kaupstefnu af þessari stærð. Myndirnar á þessum síðum eru frá Haustkaupstefnunni íslenzkur fatn- aður 1971. Hnakkaskinnspsls með rauðref, framleiðandi: Gráfeldur hf. Herrafrakki úr klofinni nautshúð, framleið- andi: Gráfeldur hf. IÐNAÐARMÁL 111

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.