Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 6
Iðngreinar I hnotskurn Úttektarskýrslur erlendra ráðgjafafyrírtækja íslenzkur veíjar- og fataiðnaSur Úttektarskýrsla ráðgiaíafyrirtækisins H. K. Hygen & Co A/S, maí 1971 Markaðurinn íslenzki vefjar- og fataiðnaðurinn er í örum vexti. Heildarsala iðnaðar- ins, reiknuð á verðlagi ársins 1960, var sem hér segir: 1960 661,6 millj. króna 1965 1.234,4 — — 1967 1.335,5 — — Af heildarneyzlu þjóðarinnar óx hlutur þessarar iðngreinar úr 15 í 18% á árunum 1960—67. Hlutur ís- lenzka fataiðnaðarins á innlendum markaði var 45% árið 1966. Uppbygging iðnaðarins í þessari iðnaðargrein er mikill fjöldi smáfyrirtækj a. Könnuð voru 37 fyrirtæki, sem framleiða um 95 —98% af framleiðslunni: 05 2 . d B 5í,» SM =ð -3 -8 •a 1 a ® -3 »ss Vefjariðnaður 8 292.259 350 Prjónlesiðnaður 15 159.248 252 Þungfataiðnaður 9 156.336 341 Léttfataiðnaður 5 140.289 269 Alls 37 748.132 1212 Samkvæmt skýrslunni var fj öldi starfsfólks þessi: 1968 1969 Vefjariðnaður 802 968 (áætl.) Fata- og skóiðn. 781 902 — Alls 1583 1870 — Almenn sjónarmið Afkastageta vélakosts er mikil, en of lítið nýtt. Nýting í fataiðnaði 1969 um 75%. Mörg fyrirtæki eru í óhent- ugu húsnæði, sum of litlu, önnur á mörgum hæðum. Víða er vélakostur úreltur. Spuna- og vefnaðariðnaður: Aðild að EFTA hefur bæði kosti og galla. Unnið er að mestu úr íslenzkri ulL Vegna mikillar innlendrar eftirspurn- ar og vissra möguleika á útflutningi er hæfileg bjartsýni réttmæt Prjónlesiðnaðurinn: Hefur mikla útflutningsmöguleika. Aðalútfluta' ingsaðilar eru sterkir: SÍS og Ála foss. Erfitt að meta jákvæð og nei kvæð atriði, en bjartsýni er réttmæt Fataiðnaðurinn: Ekki er talið full víst, að tollvernd sé úrslitaatriði fyrir framtíð þessarar greinar, af eftirfar- andi ástæðum: a) Fataiðnaðurinn hefur þegar að- lagað sig þeirri hörðu samkeppni, sem hann hefur mætt. b) Launakostnaður er hlutfallslega lágur, alþjóðlega séð. c) Aðalvandinn liggur í þjálfun starfskrafta, og má þar nokkuð læra af hinum Norðurlöndunum. d) Sumar framleiðsluteg. krefjast góðrar þjónustu við kaupendur. e) Útlit er fyrir, að fremur auðvelt sé að endurskipuleggja iðnaðar- greinina í heild, og sér í lagi framleiðslu- og dreyfingarstj órn- un (lóðrétt), t. d. þannig: f) Þar eð tollvernd er fremur lítil, ætti ekki að vera erfitt að sam- ræma tollalækkanir á vörum og hráefni þannig, að nettóverndin haldist nokkurn veginn óbreytt. g) Iðnaðurinn er frekar vel vélvædd- ur, enda þótt vélar séu ekki allar nýjar og aðeins nýttar að hluta. Helztu tillögur til úrbóta Til þess að bæta samkeppnisað- stöðu vefjar- og fataiðnaðarins er lagt til: 1. Að endurmeta eða fella niður tolla á vélum og tækjum til iðnaðarins. 2. Endurskoða núgildandi verðlagn- ingarákvæði. 3. Veita fé til menntunar leiðbein- anda og tæknifólks í lykilstöðum. 4. Efla samstarf í rekstri og veita fé til framsettra tillagna. 5. Veita lán til nýskipunar fyrirtækj- anna. 6. Fylgjast með og takmarka inn- flutning á þýðingarminni vefnað- arvarningi. 7. Veita fé til ráðningar útflutnings- ráðgjafa. 100 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.